Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 2
SUMARTILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið laugardaga til kl. 16 98.900 Niðurfellanleg hliðarborð • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum Er frá Þýskalandi Ó lafur Ragnar Gríms-son, forseti Íslands, átti síðastliðinn mánudag fund með Li Congjun, forseta kínversku Xinhua frétta- stofunnar og sendinefnd starfsmanna fréttastofunnar, um vaxandi áhuga í Kína á fréttum frá Íslandi og norðurslóðum. Fréttastofan hefur, eins og fram kemur á síðu forsetaembættisins, ákveðið að hafa sérstakan fréttaritara starfandi á Ís- landi. Huang Xiaonan stýrir fréttastofu Xinhua hér á landi. Á fundi forseta Íslands með Li Congjun og sendi- nefnd fréttastofunnar var fjallað var um þróun samfé- lags og efnahagslífs á Íslandi á undanförnum áratugum, nýtingu hreinnar orku og samvinnu við Kína á því sviði sem og samstarf á sviði rannsókna. Aðalstöðvar Xinhua eru í Peking en fréttastofan starfar í 107 löndum. - jh Li Conjun, forseti kínversku fréttastof- unnar Xinhua, fundaði á mánudaginn með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands og Örnólfi Thorssyni forsetaritara. Auk þeirra var á fundinum sendinefnd starfsmanna kínversku fréttastof- unnar en ákveðið hefur verið að hafa fréttarit- ara stofunnar starfandi hérlendis.  fjölmiðlar forseti kínversku fréttastofunnar fundaði með forseta íslands Xinhua með fréttaritara hérlendis Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Li Conjun, forseti kín- versku fréttastofunnar Xinhua. a ðgerðin gekk mjög vel en ég er enn með mikla verki,“ segir Karen Helenudóttir sem á mánudag fór loks í langþráða aðgerð vegna hryggskekkju. Læknirinn hennar hafði neitað að gera aðgerðina og því tók Hermann, bróðir Karenar, þátt í hæfileikakeppninni Ísland got talent til að reyna að vinna sigurpottinn þannig að Karen gæti farið í aðgerðina í Svíþjóð, en heildarkostnaður var áætl- aður um 8 milljónir. Her- mann vakti þannig athygli á erfiðri stöðu systur sinnar en fyrir aðeins sex vikum hittu þau annan íslenskan lækni sem ákvað að gera aðgerðina hér heima. Helena Levisdóttir, móðir þeirra, segir fjölskylduna afar þakkláta enda hafi upp- haflega staðið til að spengja hrygg Karenar fyrir tveim- ur árum eftir misheppnaða meðferð með spelku, en Karen gekk með spelku um hrygginn 22 tíma á dag í heilt ár án þess að það bæri árangur. „Við fengum neit- un frá lækninum hennar sem sagðist ekki geta gert aðgerðina. Við vorum í raun alveg að gefast upp. Eftir að Hermann byrjaði að safna fyrir aðgerðinni í Svíþjóð sóttum við um styrk hjá Sjúkratryggingum til að fara út en var synjað á þeim forsendum að það væri hægt að gera aðgerðina hér heima. Það eru síðan um 6 vikur síðan við komumst í samband við annan lækni sem ráðfærði sig við lækna í Svíþjóð og ákvað síðan að gera sjálfur aðgerðina. Hryggurinn á henni var loksins spengdur á mánu- daginn. Þessir fyrstu dagar hafa verið erfiðir en hún er öll að koma til,“ segir Helena. Karen segist hafa verið bæði hissa og glöð þegar hún komst að því að hún fengi að fara í aðgerðina hér heima. Hún stóð í fæturna í fyrsta skipti á miðvikudag og er byrjuð í sjúkraþjálfun á Barnaspítala Hringsins. Eftir að hún fer heim felst endurhæfingin fyrst og fremst í því að ganga. Hermann bar ekki sigur úr býtum í Ísland got talent en hefur sýnt töfrabrögð víða og allar greiðslur fyrir sýningar hafa farið inn á styrktarreikning Karenar. Þegar hefur hann safnað um 400 þúsund krónum en Hermann og Lovísa, yngri systir hans, halda áfram að sýna þó Karen sé þegar búin að fara í aðgerð sem íslenska heilbrigðiskerfið borgar. „Karen getur ekk- ert unnið næstu tvö árin þannig að við ætlum að safna áfram fyrir hana,“ segir Hermann. Karen er nemandi við Menntaskól- ann í Kópavogi og var að vinna með skóla þrjá daga í viku á kassa í Bónus en þurfti að hætta því vegna verkja. „Fyrst og fremst erum við ánægð og þakklát fyrir að hún er búin að fara í aðgerðina,” segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Systir töframannsins búin í aðgerð Karen Helenudóttir fór loks í langþráða aðgerð vegna hryggskekkju á Barnaspítala Hringsins á mánudag. Vegna þess að læknirinn hennar neitaði að gera aðgerðina fór bróðir Karenar, Hermann, að sýna töfrabrögð til að safna fyrir aðgerðinni í Svíþjóð. Fjölskyldan komst í samband við annan íslenskan lækni fyrir aðeins 6 vikum sem gerði aðgerðina sjálfur. Hermann á spítalanum með Karen systur sinni sem er að jafna sig eftir aðgerðina. Karen er enn veikburða en öll að koma til. Mynd/Hari Lovísa og Hermann Helenubörn styðja við bakið á systur sinni og koma áfram saman fram á töfrasýningum til styrktar henni. Mynd úr einkasafni Við vorum í raun alveg að gefast upp.  heilbrigðismál karen helenudÓttir fékk að fara í aðgerð á íslandi Foreldrafélag gigtveikra barna bauð upp á sumargleði með grilli, gjöfum og skemmtiatriðum á Barnaspítala Hringsins í gær, fimmtudag. „Foreldrafélagið hefur núna í fimm ár í röð haldið grillveislu á Barnaspítalanum með hjálp Vífilfells, MS og Góu og svo hafa Simmi og Jói alltaf verið með okkur í þessu. Svo hafa líka ýmis fyrirtæki gefið leikstofunni á Barnaspítalanum gjafir og fært þeim ýmiskonar skemmtiatriði. Núna komu Lína langsokkur, Sveppi og Villi í heimsókn við mikinn fögnuð barnanna,“ segir Fríða Kristín Magnúsdóttir, einn af meðlimum félagsins. Foreldrafélagið hefur sett á fót styrktarsjóð og verður nú hægt í fyrsta sinn að hlaupa til styrktar gigtveikum börnum í Reykjavíkurmaraþon- inu í ágúst. „Villi og Sveppi ætla að hlaupa 10 kílómetra fyrir sjóðinn í maraþoninu svo við hvetjum að sjálfsögðu alla til að heita á þá.“ -hh Atvinnuleysi 7,1 prósent í maí Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands voru í maí 2014 að jafnaði 195.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.600 starfandi og 13.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,4%, hlutfall starfandi 79,4% og atvinnuleysi var 7,1%. Samanburður mælinga í maí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um tvö prósentustig og hlutfall starfandi jókst um 2,2 prósentustig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 0,4 prósentustig. „Fyrri mælingar sýna að í maí mánuði mælist atvinnuleysi tímabundið alltaf hæst. Munar þar mestu um að ungt fólk kemur í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn í leit að sumarstörfum. Í maí 2014 var atvinnuleysi á meðal 16-24 ára 16,1% á meðan það var 5% hjá 25 ára og eldri,“ segir Hagstofan. -jh Gjaldþrotum fyrir- tækja fækkar um 20% Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá júní 2013 til maí 2014, hafa dregist saman um 20% samanborið við 12 mánuði þar á undan, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Alls voru 837 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot voru í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð, eða 157. Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá júní 2013 til maí 2014, hefur fjölgað um 3% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 1.929 ný félög skráð á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjármála- og vátryggingar- starfsemi, eða 310. - jh Lína langsokkur var meðal þeirra sem mættu á Barnaspítala Hringsins til að gleðjast með börnunum. Ljósmynd/Hari Sveppi og Villi hlaupa fyrir gigtveik börn 2 fréttir Helgin 27.-29. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.