Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Side 8

Fréttatíminn - 27.06.2014, Side 8
 eimskip Nýtt skip afheNt í kíNa Nýr Lagarfoss til Reykjavíkur 17. ágúst Eimskip tók fyrr í vikunni við nýju skipi, Lagarfossi, í Kína. Við skipinu tók skipstjóri þess, Guðmundur Haraldsson, ásamt 11 manna íslenskri áhöfn. Á leið sinni til Íslands mun Lagarfoss hafa viðkomu í kínversku hafnarborginni Qingdao til að lesta gáma, m.a. fyrir við- skiptavini félagsins í tilefni af nýjum fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Skipið mun einnig flytja 200 nýja frystigáma sem félagið festi kaup á í Kína. Jafnframt verða fluttir gámar til Rotterdam fyrir erlenda viðskiptavini. Skipið mun sigla um 11 þúsund sjómílur á leið sinni til Rotterdam sem svipar til vega- lengdarinnar á milli Norður- og Suðurpólsins. Áætlað er að Lagarfoss verði í Rotterdam 12. ágúst næstkomandi og 17. ágúst í Reykjavík. Lagarfoss er 875 gámaein- ingar að stærð, þar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipsins er um 12 þúsund tonn, það er 140,7 metrar á lengd, 23,2 metrar á breidd og ristir 8,7 metra. Tveir 45 tonna kranar eru á skipinu. Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949. Samningur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verkinu seinkaði var samið um tæplega 11 milljóna dollara afslátt frá upphaflegu samningsverði skipanna, að því er segir á síðu Eimskips. „Mjög ánægjulegt er að sjá til lands í þessu stóra verkefni,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. „Smíði á sérhæfðu gámaskipi mun styrkja þjónustu við viðskipta- vini félagsins á Norður-Atlants- hafi. Viðræður um afhendingu seinna skipsins eru nú í gangi og niðurstöðu er að vænta á þriðja ársfjórðungi, en ljóst að afhendingin mun ekki verða fyrr en á árinu 2015.“ -jh Áhöfn Lagarfoss við afhend- ingu hins nýja skips í Kína. Mynd Eimskip e ftir hraða hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi árs lækkaði það um 0,1% í maí frá fyrri mánuði. Lækkunina má rekja til 1,2% lækkunar á verði sérbýla en íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 0,2% á sama tíma, að því er Þjóðskrá Íslands greinir frá. „Verðbreytingar á íbúðarhúsnæði geta verið afar sveiflukenndar á milli mánaða og ekki er óalgengt í hækkunarferli líkt og hefur verið á þessum markaði undan- farin misseri að fá einstaka mánuði þar sem íbúðaverð lækkar,“ segir Greining Íslandsbanka og bendir á að þrátt fyrir þessa lækkun hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 9,6% að nafnvirði síðustu tólf mánuði. Hefur hækkunin verið hröð síðustu mánuði en frá áramótum hefur verðið hækkað um 4,6%. „Þessi lítilsháttar lækkun nú í maí breytir ekki þeirri skoðun okkar að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu, og raunar landinu öllu, haldi áfram að hækka nokkuð hratt á næstu misserum. Hækkunin mun vera, líkt og undanfarið, drifin áfram af auknum kaupmætti launa, bættu atvinnuástandi, fólksfjölgun og sögulega lágu raunvaxtastigi. Til við- bótar kemur vöxtur í ferðaþjónustu, en talsvert af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið í útleigu til ferðamanna. Einnig hafa áhrif til hækkunar væntingar vegna skuldaaðgerða ríkisstjórnarinnar,“ segir greiningardeildin. Samhliða hækkandi íbúðaverði hefur velta á íbúðamarkaðinum aukist. Þing- lýstir kaupsamningar með íbúðarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu voru 8,2% fleiri í maí en í sama mánuði í fyrra. Veltan var 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári er veltan á þess- um markaði komin upp í 92,4 milljarða króna sem er 21,6% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga hefur aukist um 8,8%. „Velta og fjöldi kaupsamninga á íbúðamarkaðinum á höfuðborgarsvæð- inu hefur nú aukist umtalsvert frá því að þessi markaður náði botni eftir hrunið. Þrátt fyrir vöxtinn er umfang markaðar- ins ekki mikið í söguleg ljósi og umtals- vert minna t.d. en það var þegar bank- arnir komu inn á þennan markað 2004. Vöxturinn undanfarið er því ekki merki um þenslu á þessum markaði að okkar mati, heldur frekar að hann sé að losa sig við slakann sem þar hefur verið og að færast nær eðlilegu árferði,“ segir deildin enn fremur. Hækkun húsnæðisverðs hefur verið umfram hækkun byggingarkostnaðar. Þá hefur leiguverð hækkað hratt undanfarið, samhliða hækkun íbúðaverðs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Verðhækkun spáð þrátt fyrir lækkun í maí Hröð verðhækkun frá áramótum ekki merki um þenslu heldur frekar að íbúðamarkaðurinn sé að losa sig við slakann, að mati Greiningar Íslandsbanka.  fasteigNir sérbýli lækkaði í verði eN íbúðir í fjölbýli hækkuðu Áfram er gert ráð fyrir hækkun fasteignaverðs – en mat Greiningar Íslandsbanka er þó að ekki sé þensla eða bóla á fasteignamarkaði. Hækkun húsnæð- isverðs hefur verið umfram hækkun byggingarkostn- aðar. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Sumar 14 7. - 14. ágúst Hamborg & Lübeck Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sumarfrí á döfinni? Hér er frábær ferð sem tvinnar saman sögu, menningu og töfrandi náttúrufegurð. Lübeck er sannkölluð perla Norður-Þýskalands „Drottning hafsins og marsipangerðar“. Verð: 189.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Vor/Sumar 2014 Útsala Útsala Útsala fjöLskyldUhátíðiN í galtAlæKjarskóGi með 18.–20. júlí FaceboOk.cOm/gaLtalaEkjarSkoguR stúTfull dagsKrá af sKemmtIatriðUm fyRir allA FjöLskylduNa! miðAsala fer Fram á midi.iS 8 fréttir Helgin 27.-29. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.