Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 24
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Prófaðu ALTA frá Oticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný
hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift
að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum.
ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er
að fá þau í mörgum útfærslum.
fyrir það að Ásgeiri hafi verið ýtt út í
tónlistina og segir fjölskylduna ekki
hafa spilað svo mikið saman heima
við.
„Við spiluðum nú alveg eitt-
hvað saman pabbi,“ mótmælir Ás-
geir. „Við spiluðum saman heima í
stofunni og líka á nokkrum þorra-
blótum.“
„Ætli tónlistaruppeldið hafi ekki
byrjað við orgelið í Hrísey,“ segir
Einar þá en Ásgeir fæddist í Hrísey
og þar bjó fjölskyldan fyrstu árin
þar sem Pálína, mamma hans, var
organisti. „Hann skreið alltaf undir
fótunum á mömmu sinni þegar hún
var að spila í messum og þá komu
allskonar skrítin hljóð úr orgelinu,“
segir Einar og hlær.
Kom þá aldrei neitt annað til
greina en tónlistin? „Jú, jú, alveg
hellingur annað, en svona endaði
þetta,“ segir Ásgeir. „Og mikill þátt-
ur í því er sennilega samstarf okkar
pabba og hvernig það þróaðist. Það
voru kannski aðallega íþróttir sem
komu til greina en tónlistin var
alveg jafn stór partur af mér.“
Fjölskyldan flutti töluvert milli
staða vegna starfa Einars Georgs
og Pálínu. Eftir búsetuna í Hrísey
bjó fjölskyldan um nokkurn tíma á
Húsavík, í Garði og á Reykjum áður
en þau komu sér fyrir á Laugar-
bakka í Miðfirði. „Pabbi kenndi mér
aldrei, nema bara í forfallatímum og
íslensku. Mamma kenndi mér tón-
mennt en það truflaði mig ekkert.
Hún reyndar skammaðist dáldið í
tímum þegar við strákarnir vorum
með mikinn hávaða. En þetta var
allt bara mjög jákvætt.“
Aldrei feimnir við hvorn annan
Ásgeir hefur talað um hversu erfitt
það reyndist honum að koma fram
opinberlega í byrjun og hefur haft
það orð á sér að vera frekar feim-
inn. Þeir feðgar hafa þó aldrei verið
feimnir við að deila sköpunargáf-
unni með hvor öðrum. „Ásgeir
hefur aldrei verið hræddur við að
sýna mér það sem hann er að gera.
Þegar hann var yngri að semja lögin
sín heima þá kom hann ævinlega til
að leyfa okkur að heyra hvað hann
væri að gera. Og ég var alltaf að
sýna honum kvæði sem hann ætti að
gera lag við. En hann var ekkert svo
hrifinn af því að gera lög við kvæði,
hann vildi frekar gera melódíurnar
fyrst.“ „Nei, það hefur aldrei verið
sami áhugi fyrir textasmíð eins og
lagasmíð. En vonandi kemur það
með þroskanum,“ segir Ásgeir en
bætir við að hann sé nú heppinn að
hafa svona góðan textasmið í fjöl-
skyldunni. „Þar sem ég vildi nota
íslenskan texta þá fannst mér ekk-
ert annað koma til greina en að fá
texta hjá pabba. Þegar ég byrjaði
að vinna í plötunni þá átti þetta
aldrei að vera neitt neitt, hugmynd-
in var bara að taka upp nokkur lög
í stúdíói en svo bara þróaðist þetta
svona og ég er mjög ánægður í dag
með að við fórum þessa leið.“
Vinna saman að lagi fyrir
Japansmarkað
Ásgeir er tiltölulega nýkominn úr
velheppnaðri tónleikaferð frá Japan
og þeir feðgar vinna nú að því að
snúa japönsku lagi yfir á ensku.
„Ég gafst nú fljótlega upp á þessum
japönsku táknum svo ég þýði þetta
frá ensku. Ég gerði heillangan
texta við þetta lag sem á að vera
í útvarpinu í Japan,“ segir Einar.
„Þetta er gert fyrir japanska plötu-
útgefandann en svona er oft gert í
Japan, til að komast inn á markað-
inn. Þá fá listamenn eitthvað mjög
þekkt japanskt lag í hendurnar og
„covera“ það, gera það að sínu eig-
in. Lagið er gert á nýju tungumáli,
það verður áhugaverðara og öðru-
vísi og út frá því fá ný bönd athygli.
Þetta er bara þeirra leið í Japan.“
„Hann er mjög kunnur í Japan,
hann Ásgeir,“ grípur þá Einar fram
í. „Kunnur í Japan?,“ endurtekur
Ásgeir og hlær. „Ég er búinn að
fara þangað einu sinni. En jú, það
gengur samt ágætlega í Japan. Ég
er að fara þangað aftur í júlí og það
væri frábært ef þetta lag yrði komið
í spilun áður. En við erum ekkert
endilega að stefna frekar þangað
en annað. Við erum líka á leið til
Ástralíu þar sem eitt lag fór í spilun
á útvarpsstöð og sló óvænt í gegn.
Svo er það Frakkland og hitt og
þetta sem er á döfinni,“ segir Ás-
geir, fullur hógværðar.
Enginn hissa á velgengninni
nema Ásgeir sjálfur
Hvað ætli pabbanum finnist um alla
velgengnina? „Ég hef alltaf haft
alveg óbilandi trú á honum Ásgeiri.
Ég held að enginn hafi verið hissa
á þessari velgengni nema hann
sjálfur. Ef hann hefði farið í íþróttir
þá hefði hann náð langt og ég vissi
að ef hann færi í þetta þá myndi
hann ná langt. Bara í hverju sem
hann ætlaði sér. Hann fékk alltaf
frelsi til að gera það sem hann vildi
en ég var reyndar alltaf harður á
því að hann hætti ekki að læra á
gítar. Það kom upp svona letitíma-
bil hjá honum eins og öllum krökk-
um en þá fékk hann rafmagnsgítar
með því skilyrði að hann hætti ekki
að læra á klassískan gítar.“
„Ég man að þið sögðuð þetta,
bæði með rafmagnsgítarinn og
trommurnar, en smám saman fór
alltaf meiri og meiri tími í hitt. Ég
sinnti samt þeim klassíska eins
mikið og ég þurfti og komst bara
nokkuð auðveldlega í gegnum
það,“ segir Ásgeir sem kláraði gít-
arnámið og gæti því sinnt kennslu
eins og foreldrarnir, ef hann vildi.
„Ég kenndi aðeins fyrir norðan og
fannst það fínt, en ég var kannski
ekki alveg með hugann nógu mikið
við kennsluna þar sem platan var
komin út og allt tengt henni farið
af stað. En ég reyndi samt að gera
námið skemmtilegt fyrir nemend-
urna, ég held að það skipti mestu
máli til að byggja upp áhuga. Ef
maður missir áhugann þá er þetta
bara búið. Tónlistargleðin var það
sem kom mér í gegnum námið,
að gera það sem mann virkilega
langar til að gera skiptir öllu máli.
Að fara svo að spila með öðrum var
það sem gaf lífinu eitthvað mjög
mikið. Ég hugsaði tónlistarnámið
alltaf sem eitthvað sem ætti eftir að
hjálpa mér að þroskast til að gera
mína eigin tónlist. Eða ég held
það allavega, kannski hugsaði ég
bara ekki neitt. En ég held að það
sé klárlega hægt að gera tónlistar-
nám skemmtilegt. Mitt var það að
minnsta kosti.“
Ætlar að planta 3000 trjám
„Ég er svo heimakær og sé mig
ekki fyrir mér annarsstaðar en á Ís-
landi,“ segir Ásgeir aðspurður um
framtíðina. „Mér finnst Reykjavík
frábær. Fólkið í kringum mig segir
reyndar að ég búi ekki í Reykjavík
því ég bý í Norðlingaholti, lengst
upp í sveit,“ segir Ásgeir og pabbi
hans hlær. „Svo finnst mér alltaf
gott að koma norður. Ég hef bara
ekki verið nógu duglegur við það
upp á síðkastið, enda bara svo
margt í gangi. Nú er samt planið að
fara og vera allavega í tvær vikur,“
segir Ásgeir og beinir orðum sín-
um til pabba síns. „Ég ætla að fara
í skógræktina í viku og planta 3000
trjám.“ „Já, að vinna,“ segir Einar,
„eins og hann gerði alltaf þegar
hann var strákur.“
Talið berst að útgáfupartýi bók-
arinnar, hvort Ásgeir muni ekki
taka lag við eitt ljóðanna. Jú, auðvi-
tað mun hann gera það. En er nýja
bókin kannski efniviður í næstu
plötu? „Nei, þessi ljóð henta ekki
alveg jafn vel til þess,“ segir Einar.
„En ég er ekkert hættur að yrkja.“
Þeir feðgar eru greinilega rétt
að byrja.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þjóðvísur
Dagarnir eru leiftur
sem logatungur teygja
eitt andartak en hjaðna svo og
deyja.
Dagarnir eru laufin
sem vindar tína af trjánum
og berast út á sædjúpin með
ánum.
Dagarnir eru fiskar
sem smjúga gegnum greipar.
Drottinn situr í himninum og
keipar.
Einar Georg Einarsson.
Ásgeir Trausti
teiknaði myndir fyrir
nýja ljóðabók föður
síns, Hverafugla.
Myndirnar teiknaði
Ásgeir á tónleika-
ferðalagi sínu.
24 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014