Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Síða 35

Fréttatíminn - 27.06.2014, Síða 35
Veldu gæði - veldu Kjarnafæði Já sumarið verður brasilískt með Kjarnafæði. Sól og sumar Bíó fyrir eldri borgara Myndin Paradís:Ást fjallar um konu á miðjum aldri sem fer sem kynlífsferðamaður til Kenýa. V ið eigum vinabíó í Árósum í Danmörku sem hefur lengi vel boðið upp á sérstakar sýningar fyrir eldri borgara þar sem boðið er upp á kaffi og bakkelsi að lokinni sýningu. Okkur fannst tilvalið að taka þessa fínu hefð upp hér í Bíó- Paradís,“ segir Ása Baldurs- dóttir dagskrárstjóri Bíó Para- dísar. „Við ákváðum að taka til fjórar mjög góðar myndir sem hópar geta þá pantað sér miða á.“ Myndirnar sem í boði eru, eru margverðlaunaðar og um- deildar. Um er að ræða vinn- ingsmynd Berlínarhátíðarinn- ar, dramatíska mynd um konu sem reynir að koma böndum á stjórnsaman son sinn sem kærður hefur verið fyrir mann- dráp, „Paradís:Ást“ úr Para- dísartrílógíunni um miðaldra konu sem heldur til Kenýa sem kynlífsferðamaður, danska dramamynd um viðkvæmann kraftajötunn sem er að leita að ástinni og „Broken Circle Breakdown“ sem hlotið hefur gríðarlega athygli og er talin ein helsta listræna evrópska kvikmyndin á síðasta ári. „Þetta eru ekki bara myndir um eldri borgara því það er algjör klisja að eldri borgarar vilji bara horfa á eldri borgara,“ segir Ása. „Ég myndi segja að þetta væri mjög skemmtilegt og hresst val mynda. „Para- dís:Ást“ er til að mynda að- sóknarmesta mynd Bíó Para- dísar frá upphafi. Hún vakti mikla athygli í samfélaginu og því mjög gaman að geta boðið eldri borgurum upp á svona umtalaða mynd. Þetta er líka mjög skemmtilegt vegna þess að það panta hér hópar úr mis- munandi áttum miða á sýning- arnar og þá er fólk að hitta hér gamla kunningja sem það hef- ur kannski ekki séð í mörg ár.“ Sýningar myndanna, sem allar eru með íslenskum texta, verða í boði alla laugardaga og sunnudaga klukkan 14. Miðaverð er 2000 krónur fyr- ir mynd, kaffi og meðlæti og hægt er að panta sæti í síma 695 2299 eða á netfangið mida- sala@bioparadis.is. Miðað er við minnst 10 manna hópa. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.