Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Side 43

Fréttatíminn - 27.06.2014, Side 43
grænn lífsstíll 43Helgin 27.-29. júní 2014 Frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi. Með tilkomu gas-og jarðgerðarstöðvarinnar verður hætt að urða lífrænt sorp frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu.  Metan er umhverfisvænt eldsneyti.  Metan er skaðlaus lofttegund við innöndun og snertingu.  Metan hefur ekki skað- leg áhrif á jarðveg eða umhverfi ef það losnar út í umhverfið.  Metan er eðlislétt lofttegund, mun eðlis- léttari en andrúmsloftið og stígur hratt upp í opnu rými.  Metan er lyktarlaus lofttegund. Því er skað- lausu lyktarefni bætt út í eldsneytið svo unnt sé að greina ef um leka er að ræða.  Metan er orkuríkt elds- neyti eða 125-130 oktan.  Í dag framleiða flestir bílaframleiðendur í heiminum ökutæki sem nýtt geta metan.  Metan er hægt að fram- leiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar.  Hægt er að breyta venjulegum bílum yfir í metanbíla.  Metanbílar eru ódýrari. Við kaup á nýjum metanbíl frá umboði eru felld niður vörugjöld, vegna umhverfislegs og efnahagslegs ávinnings af notkun íslensks og endurnýjanlegs elds- neytis.  Með fyrirhugaðri gas- og jarðgerðarstöð SORPU mun framleiðsla á metani tvöfaldast. Staðreyndir um metan eldSneyti Minni urðun – meiri verðmæti Til að draga úr urðun úr- gangs og nýta þau verðmæti sem felast í úrgangsefnunum sem í dag eru urðuð, hafa sveitarfélögin sem standa að SORPU ákveðið að reisa gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Ráðgert er að stöðin rísi á næstu tveimur árum. Eftir að gas- og jarðgerðarstöðin tekur til starfa verður allur úrgangur sem safnað er frá heimilum á samlagssvæði SORPU unninn í stöðinni. Lífrænu efnin verða nýtt til gas-og jarðgerðar en málmar og önnur ólífræn efni verða flokkuð frá. Metanið sem hægt er að vinna úr urðunarstaðnum í Álfsnesi dugar í dag til að knýja 4-5 þúsund fólksbíla sem ganga fyrir metani. Með gas- og jarðgerðarstöðinni tvöfald- ast þessi framleiðsla og mun duga 8-10 þúsund metanbílum árlega. Í byrjun árs 2014 voru um 1300 bifreiðar knúnar vélum sem ganga ýmist bæði fyrir metani og bensíni eða metani og dísilolíu. Það verður því nóg af metani til að mæta aukinni eftirspurn á næstu árum. Þjóðarbúið sparar dýr- mætan gjaldeyri og notendur metanbíla lækka samgöngu- kostnað sinn. Í gas-og jarðgerðarstöðinni verða einnig til um 12.000 tonn af jarðvegsbætandi efnum sem munu nýtast til almennrar landgræðslu, ræktunar eða til landmótunar. Metanið sem hægt er að vinna úr urð- unarstaðnum í Álfsnesi dugar í dag til að knýja 4-5 þúsund fólksbíla

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.