Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 56
Leikarinn knái Michael J. Fox fékk sína eigin gamanþáttaröð í septem- ber síðastliðnum sem fékk heitið „The Michael J. Fox Show“. Miklar væntingar voru gerðar til þáttanna og var sjónvarpsstöðin NBC svo viss um væntanlega velgengni þeirra að 22 þættir voru keyptir án þess að nokkur hafi séð fyrsta þáttinn, svokallaðan pilot-þátt. Í byrjun þessa árs var hætt við þættina en Michael fékk ekki mikinn tíma til að svekkja sig á því þar sem framleiðendur The Good Wife voru fljótir til og vildu ólmir fá hann aftur í fimmtu seríuna af The Good Wife þar sem hann kemur fram í síðustu fimm þáttunum. The Good Wife eru sýndir á þriðjudögum klukkan 21.15 á SkjáEinum. Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS 17. júní þrautagleði á B áðar þáttaraðirnar um lífsnautnasegginn Hanni- bal Lecter eru komnar í SkjáFrelsi. Rithöfund- urinn Thomas Harris gerði hann ódauðlegan í bókum sínum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið, hafa almennt fengið frábærar viðtökur. Þótt erfitt sé að feta í fótspor Anthony Hopkins eru áhorfendur og gagnrýnendur á einu máli um að stórleikar- anum Mads Mikkelsen farist það einstaklega vel úr hendi. „Ég reyni, upp að vissu marki, að gera Hannibal mannlegri en for- verar mínir hafa gert. Það sem hann gerir er algjörlega ómann- legt, en tilfinningar hans eru sannar og einlægar,“ segir Mads Mikkelsen um hlutverk sitt sem Hannibal. Um leik Mads hefur verið sagt að hann sé einstaklega fær að leika með líkamstjáningu sinni einni saman. „Það er almenn tilhneiging fólks að vanmeta hversu öflug við getum verið án orða. Oft er hægt að gera atriði mun áhrifameiri ef við sleppum tali og einblínum á augnsvip eða líkamsburð,“ segir Mads. Þáttaraðirnar fá dúndurflotta dóma á imdb.com með um 8.6 í einkunn. Heimili fjöldamorðingins, mannætunnar og geðlæknis- ins Hannibals Lecter er á SkjáFrelsi. Saving Mr. Banks í SkjáBíó Þegar dætur Walt Disney grátbáðu hann um að framleiða kvikmynd eftir uppáhalds bókinni þeirra um Mary Poppins lofaði hann að verða við ósk þeirra, án þess að gera sér grein fyrir að það tæki hann 20 ár að sannfæra höfund bókanna, P.L. Travers, um að selja sér kvikmyndaréttinn. Það þekkja eflaust margir þessa ævintýralegu sögu um göldr- óttu og ráðagóðu barnfóstruna sem breytti lífi Banks- fjölskyldunnar til hins betra en færri vita að það tók tvo áratugi að fá að kvikmynda söguna! Saving Mr. Banks rekur söguna um hvernig Walt Disney tekst á við hina vægast sagt óhaggandi P.L. Travers sem vildi með engu móti leyfa Hollywood kvikmyndamaskínunni að ráðskast með sína ástkæru Mary Poppins. Með aðalhlutverk fara Tom Hanks sem Walt Disney og Emma Thomson sem P.L. Travers. SkjárKrakkar er áskriftarþjónusta á borð við Netflix þar sem ekki er tekið sérstakt gjald fyrir hvern leigðan þátt eða bíómynd, heldur hafa áskrifendur ótakmarkaðan aðgang að fleiri hundruð klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni þar sem valið er hverju sinni hvað skal horft á. Meðal efnis er Latibær, Pósturinn Páll, Skoppa og Skrítla, Strumparnir, Múmínálfarnir, Lína langsokkur, Emil, Matti morgunn og nú eru að bætast við nýjar þáttaraðir af Dóru landkönnuði og vini hennar Diego ásamt nýjum ævintýrum Svamps Sveins- sonar. Til að fá aðgang að efninu þarf að ger- ast áskrifandi fyrir aðeins 1.490 kr. á mánuði. Áskrifendur SkjásEins fá SkjáKrakka á eingöngu 990 kr. á mánuði. Allir nýir áskrifendur fá fyrsta mánuðinn frían. Dóra landkönnuður, Diego og Svampur væntanleg í SkjáKrakka í júlí Michael j. fox aftur í Good Wife fjöldaMorðinGinn oG Mannætan koMinn í SkjáfrelSi Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 56 stjörnufréttir Helgin 27.-29. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.