Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 62
sumarkaffið 2014:
afríkusól
- veitir gleði og yl
Afríkusól frá Rúanda. Dökkir
Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir
í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir
uppáhellingar.
kaffitar.is
Gítarleikarinn Andrés Þór þykir
einn af fremstu djassgítaristum
hérlendis af sinni kynslóð og
hefur hann fengið góða umfjöllun
víðsvegar að um plötur sínar og
tónleika.
Á nýjustu plötu sinni, sem nefnist
„Nordic Quartet“, leiðir hann nor-
rænan kvartett saman. En hvernig
hófst þetta samstarf? „Þegar ég
var í námi í Hollandi fyrir nokkrum
árum kynntist ég dönskum bassa-
leikara sem heitir Andreas Dreier.
Undanfarin ár hef ég nokkrum
sinnum farið til Noregs þar sem
hann býr, til þess að spila með
honum. Þegar ég svo ákvað að gera
plötu með norrænum hljóðfæra-
leikurum þá var hann fyrsti maður
á blað, ásamt norska saxófónleikar-
anum Anders Lønne Grønseth sem
hafði spilað með okkur í Noregi,“
segir Andrés sem undanfarin ár
hefur ferðast víðsvegar um heiminn
til þess að kynna tónlist sína.
„Ég hafði svo fylgst með sænsk-
um trommara sem heitir Erik Ny-
lander, hafði samband við hann og
hann var til, svo ég fékk þá alla til
þess að spila með mér á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2012 og í Noregi þar
sem við fórum í hljóðver og tókum
upp þessa plötu sem er að koma út
núna.“
Í vikunni hafa Andrés og
félagar haldið tónleika á Akur-
eyri, í Grindavík og á Egilsstöðum
og hefur ferðalagið gengið vel.
„Trommarinn komst því miður
ekki með í þetta sinn. Við fengum
Einar Val Scheving til þess að
hlaupa í skarðið, sem er frábært
því hann er bæði norrænn og kann
sitthvað fyrir sér í trommuleik,“
segir Andrés.
Tónleikarnir eru opnunartón-
leikar Jazzklúbbs Hafnarfjarðar
og verður öllum Hafnfirðingum og
þeim sem vilja heimsækja Hafnar-
fjörð þetta kvöld boðið ókeypis á
tónleikana á meðan húsrúm leyfir.
„Ég var útefndur bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar á dögunum og af
því tilefni langaði mig að borga til
baka og hafa frítt inn. Við hlökkum
mikið til og vonandi sjáum við sem
flesta.“
Platan er gefin út af útgáfufyrir-
tækinu Dimmu á Íslandi. En henni
verður einnig dreift um Þýskaland,
Austurríki og Sviss.
Þess má geta að næstu tónleikar
Jazzklúbbsins verða 21. ágúst en
þá stígur á stokk kvartett fær-
eyska píanóleikarans Magnus
Johansen. -hf
TónlisT Andrés Þór með úTgáfuTónleikA í HAfnArfirði
Bæjarlistamaður gefur til baka
Útgáfutónleikar gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar í tilefni af útgáfu hljómdisksins
„Nordic Quartet“ verða haldnir í Bæjarbíó í Hafnarfirði sunnudaginn 29. júní klukkan 21 í sam-
starfi við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.
Andrés Þór og félagar spila í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Með honum leika Andeas Dreier, Anders Lønne Grønseth
og Einar Valur Scheving. Ljósmynd/Hari
fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
Heimilistæki
Dýnudagar
STARLUX OG MEDILINE
HEILSURÚM
Stærðir:
80 x 200 cm
90 x 200 cm
100 x 200 cm
120 x 200 cm
140 x 200 cm
160 x 200 cm
180 x 200 cm
Yfirdýnur
20%
afsláttur
Svampdýnur
20%
afsláttur
Starlux springdýnur
20%
afsláttur
Dýnur og púðar
sniðnir eftir máli eða
sniðum.
Með eða án áklæðis.
Mikið úrval áklæða
20% afsláttur
Eggjabakkadýnur
mýkja og verma rúmið,
þykktir 4-6 cm. Tilvaldar
í sumarhúsið, ferða-
bílinn og tjaldvagninn
30% afsláttur
Mikið úrval af svefn-
stólum og sófum í
stöðluðum stærðum
eða skv. máli
20-40% afsláttur
Dýnudagarstanda til lok júní.
62 menning Helgin 27.-29. júní 2014