Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 63
Kringlunni - Skeifunni - Spönginni
- Samkvæmt 840.000
notendum GoodReads!
Sástu
myndina?
Hér er
framhaldið
„Roth kann að skrifa. Flókin fléttan og
ógleymanleg umgjörðin skapa sögu sem mun
ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar“
- Publishers Weekly um Andóf
www.bjortutgafa.is
JÚNÍTILBOÐ!
Önnur bókin í hinum geysivinsæla
Divergent bókaflokki, er komin út í kilju og er á sérstöku
útgáfutilboði hjá öllum betri bóksölum!
Framhald myndarinnar!
2,799,-
Fullt verð 3.299,-
GÓMS tvíeykið opnar sýninguna Tvívirkni í Deiglunni í
Listagilinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 28. júní,
klukkan 15. GÓMS skipa þeir Georg Óskar og Margeir
Dire sem hafa bundist sjónrænum böndum í einlægu
bræðralagi og birta dreggjar karlmennskunnar á sinn
fegursta hátt, að því er fram kemur í tilkynningu.
„Í verkum tvíeykisins má glögglega sjá að allar hug-
myndir hafa ákveðið vægi og hlaðast saman á einum
myndfleti sem endurspeglar andrúmsloft og undirliggj-
andi samhengi hlutanna. Útkoman er aðferðafræði sem
kallast „absorbism“ eða „óbeislað hugmyndaflæði“. Á
sýningunni renna tveir hugarheimar saman í einn undir
einkunnarorðunum „Gera meira, blaðra minna!““
Þetta er í sjöunda sinn sem þeir félagar vinna saman
undir nafninu GÓMS en fyrsta sýningin var árið 2009.
Sýningin stendur til 31. ágúst og er aðgangur ókeypis. -jh
Myndlist deiglan í listagilinu á akureyri
Dreggjar karlmennskunnar
GÓMS skipa þeir Georg Óskar og Margeir Dire sem birta dreggjar karlmennskunnar á sinn fegursta hátt.
menning 63 Helgin 27.-29. júní 2014