Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 64
Í takt við tÍmann Þórunn Ívarsdóttir
Fer í mat til tengdó fjórum sinnum í viku
Þórunn Ívarsdóttir er 24 ára fatahönnuður sem heldur úti vinsælu tískubloggi á Thorunnivars.is. Hún er nýkomin
úr fríi í Bandaríkjunum þar sem hún var bitin af pöddu.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn er kvenlegur og „plain“.
Ég myndi segja að ég væri frekar í fínni
kantinum heldur en hitt en ég er samt alltaf
í flatbotna skóm og buxum. Ég fer aldrei í
kjól því mér finnst leiðinlegt að vera bara
í einni flík. Ég vil frekar gera „outfit“ með
fleiri flíkum; buxum, bol og jakka til dæmis.
Ég skiptist á að elska og hata að ganga með
hálsmen. Allt árið 2013 gekk ég með háls-
men en ég hef ekki sett á mig hálsmen í ár.
Þetta er svolítið sérstakt
Hugbúnaður
Ég æfi sex sinnum í viku í Sporthúsinu og
Crossfit Kötlu. Mig langar frekar að vakna
hress á morgnana og fara í ræktina en að
fara á djammið. Ég fer mikið í bíó því ég
sofna yfirleitt ef ég reyni að horfa á myndir
heima. Ég horfi samt frekar mikið á þætti í
gegnum Netflix. Ég var að klára Orange is
the New Black sem ég gjörsamlega dýrka.
Ég er líka að lesa bókina. Svo eru Scandal
líka í uppáhaldi og ég get horft aftur og
aftur á New Girl.
Vélbúnaður
Ég er með Macbook Pro sem er eiginlega
barnið mitt og svo iPhone 5 sem ég algjör-
lega dýrka líka. Svo er ég með tvær Canon-
myndavélar sem ég nota til að taka myndir
fyrir bloggið mitt. Ég er ekki með mörg öpp
í símanum því ég tek svo mikið af myndum
að ég enda alltaf á að eyða til að koma þeim
fyrir. Ég nota Instagram og Snapchat og svo
var ég reyndar að ná mér í app til að læra
spænsku. Það gengur samt sjúklega illa og
ég kemst ekki yfir fyrsta level. Ég er að spá
í að eyða því bara.
Aukabúnaður
Ég kann ekkert að elda, ég get ekki
einu sinni soðið hrísgrjón. Ég hef
samt gaman af mat og ég og kærast-
inn erum ágætlega dugleg við að fara
út að borða. Best er að fara með vin-
konunum á Grillmarkaðinn í hádeginu
en það gerir maður ekki oft. Svo er ég
svo heppinn að tengdamamma eldar
rosa góðan mat og býður okkur í mat
fjórum sinnum í viku. Ég keyri um á
eldrauðum Toyota Auris, 2009 árgerð,
hann fer ekki framhjá neinum. Ég var
að koma heim úr tveggja vikna fríi í
Kaliforníu og á Flórída sem var rosa
gott. Ég var í námi í Kaliforníu og var
að heimsækja vinkonur mínar þar. Því
miður var ég veik eftir ferðina því ég
var bitin af pöddu og þurfti að fara á
sýklalyf. Besti staðurinn á Íslandi er
norður á Ströndum þar sem fjölskyld-
an mín á sumarbústað. Þar er gott að
vera með fjölskyldunni og hundinum.
Ljósmynd/Hari
Litlir hlutir sem fegra
heimilið, naglalökk,
hringar og kerti.
Nýja Michael Kors taskan
mín fer með mér allt í
farþegasætinu.
Kemst ekki langt án Mac
Book Pro.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
appafengur
Sleep Cycle
Power Nap
Sleep Cycle
Power Nap er frá
framleiðendum
hins sívinsæla
apps, Sleep Cycle
alarm clock, og
byggir á sömu
tækni. Tækni-
búnaður iPhone
er hér nýttur
til hins ýtrasta,
appið fylgist
með hreyfingum
þínum og notar
þær upplýsingar
til að meta hvort
þú ert vakandi
eða á hvaða
svefnstigi þú ert.
Þú getur valið á
milli þess að fá
þér 20 mínútuna
orkublund og þá
vekur appið þig
áður en þú ferð í
djúpsvefn, blund
til að endurnæra
þig sem stendur
yfir í allt að 45
mínútur, eða þá
að þú ferð í gegn
um öll svefn-
stigin einu sinni
og appið vekur
þig þegar þú ert
komin aftur í
léttan svefn.
Við höfum öll upplifað að eiga misjafnlega
erfitt með að vakna jafnvel þó við ættum að
vera úthvíld. Ástæðan er oft sú að vekjara-
klukkan hringir þegar við erum í djúpsvefni
en ekki léttum svefni. Nú er hins vegar
hægt að taka stuttan blund og vakna alltaf
endurnærð. Appið kostar 1,99 dollara og er
algjörlega þess virði. - eh
64 dægurmál Helgin 27.-29. júní 2014