Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 68

Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 68
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Pétur Ólafsson  Bakhliðin Sterkur snillingur Aldur: 34 ára. Maki: Aðalheiður Erlendsdóttir textíl- hönnuður. Börn: Þriggja ára tvíbura stelpur, Svanborg Helena og Sólveig Maríanna. Menntun: Sagnfræðingur. Starf: Aðstoðarmaður borgarstjóra. Fyrri störf: Bæjarfulltrúi í Kópavogi, og vann í malbiki í mörg sumur. Áhugamál: Að spila fótbolta með góðum vinum, vera með fjöl- skyldunni, spila golf og elda og borða góðan mat. Stjörnumerki: Naut. Stjörnuspá: Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar, góðs víns og fallegs um- hverfis. En ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Pétur er bara algjör snill-ingur í grunninn,“ segir Kristján Ingi Gunnarsson, góðvinur Péturs. „Það skiptir í rauninni ekki hvar ber niður, hvort sem það er í vikulegu fótboltaspili okkar vinanna, í pólitíkinni eða fjölskyldunni. Hann er einn af þeim sem ætlar sér eitthvað og nær að fylgja því eftir. Ef hann lendir í mótlæti þá kemur hann bara sterkari til baka. Hann velur aldrei að vera fórnarlamb. Svo er hann einstak- lega skemmtilegur og ég hlakka bara til að fara í næsta heimboð.“ Pétur Ólafsson hefur verið ráðinn að- stoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Pétur er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var kosninga- stjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi á síðasta kjörtímabili. Hann hefur jafnframt starfað á undanförnum árum við markaðsmál, ritstjórn, þýð- ingar og stundakennslu. Hrósið... ...fær Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, fyrir að verja gamla góða hafragrautinn. Ingibjörg vill allt gera til að halda í þá hefð skólans að bjóða nemendum sínum upp á hafragraut úr skólaeldhúsinu þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið segi skólann vera orðinn allt of stóran fyrir eldhúsið. Fallegar gjafir Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 OPIÐ ALLA HELGINA Á Laugavegi 45

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.