Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 76
Helgin 27.-29. júní 20148 ferðalög Fimm ár eru nú liðin síðan Vík- ingaheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir. Sífellt fleiri gestir sækja safnið heim ár hvert. Árið 2010 voru þeir 8.500 en árið 2013 voru þeir orðnir 20.800. Það sem af er þessu ári hefur erlendum gestum enn fjölgað að sögn Val- gerðar Guðmundsdóttur, menn- ingarfulltrúa hjá Reykjanesbæ og framkvæmdastjóra Víkingaheima. Valgerður segir það ánægjuleg tíðindi að gestum fjölgi en það sé ennþá mikilvægara að upp- lifun gestanna sé góð og þeir fari ríkari út en þeir komu inn. Því hafi það verið góður byr í seglin að opna bréf, sem barst í síðustu viku frá ferðaþjónustufyrirtækinu Tripadvisor, með hamingjuóskum og vottorði upp á það að Víking- heimar hafi hlotið „Certifacate of Excellence,“ sem má útleggja sem vottorð um það sem er framúrskar- andi. „Það besta er hins vegar að viðurkenningin byggist á mati gestanna sjálfra sem gefa Víkinga- heimum fjóra og hálfa „stjörnu“ af fimm mögulegum á vefsíðu Tripadvisor,“ segir hún. Kakó-kókos Babar er hollir og hentugir í ferðalagið. Víkingaheimar fimm ára Dásamlegir bitar í nestistöskuna Hvort sem farið er í lengri eða styttri ferðir er alltaf gaman að luma á orkuríku og góðu nesti í bakpokanum. Kakó-kókos Babar er einfaldur, hollur og bragðgóður biti í ferðalagið sem tilvalið er að útbúa daginn fyrir ferðalagið og frysta. Hentugt er að pakka hverjum bita inn í smjörpappír og setja svo í nestisbox. 450 gr döðlur 2 dl kakó 2 dl chia fræ eða duft (má sleppa) 1 tsk. vanilluduft 1 tsk. kanill 3 dl möndlur eða kasjúhnetur 3 dl pecan- eða valhnetur 2 dl kókosmjöl 1/4 tsk. salt 3-4 msk. hnetusmjör 4 msk. kókosolía brædd í vatnsbaði (má sleppa) skvetta af vatni 1 msk. lucumaduft (má sleppa) 1 msk. makaduft (má sleppa) 3 dl haframjöl Til hátíðabrigða er gott að bæta við söxuðu dökku súkkulaði í deigið eða bræða það og hella yfir þegar búið er að kæla. Aðferð: Öll þurrefni sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað vel saman. Gott er að gróf- saxa hnetur, möndlur og döðlur áður ef tækið er ekki af öflugustu gerð. Síðan er kókosolíu og vatni bætt saman við og hrært þangað til deigið loðir vel saman. Fínt er að hafa það svolítið blautt. Setjið bökunarpappír í kökuform og hellið deiginu ofan í. Þjappið vel með fingrum eða sleif. Gott er að kæla deigið yfir nótt áður en skorið er í bita. Skerið í hæfilega bita og geymið í loftþéttu íláti. Kælið svo eða frystið. Uppskriftin að Kakó-kókos Babar er fengin af vefnum www.fyrirborn.is þar sem einnig er að finna ýmsar aðrar ljúffengar uppskriftir að réttum til að borða heima eða á ferðalagi. Er kominn tími fyrir hressingu? Nýr bæklingur! Á fjölmörgum stöðum innan Ferðaþjónustu bænda er tekið vel á móti ferðalöngum sem langar í léttar veitingar eða góða máltíð úr fersku hráefni áður en haldið er áfram á vit nýrra ævintýra. Nánari upplýsingar á www.sveit.is og í nýja bæklingnum Upp í sveit 2014 Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni en á sama tíma náttúrulegur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma. Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur). Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna. Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið EITUREFNALAUST Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1. *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin. PREN TU N .IS Innflutningsaðili: Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.