Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 22

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 22
LISTI R • Harpa Björnsdóttir • Ingólfur Arnarsson MyndHstasýningar Á döfinni í nýja útvarpshúsinu við Efsta- leiti er verið að sýna 33 myndverk Guðrúnar Kristjánsdóttur. Hún er 37 ára reykvískur listamaður, hefur m.a. stundað nám í Axarfurðu í Frakklandi og sýnt á Kjarvalsstöðum og á ísafirði auk þess sem hún hefur tekið í sam- sýningum. Myndlistasýningin er sölu- sýning og mun standa fram á vor. Þetta er önnur sýningin í nýja útvarps- húsinu, Haukur Dór reið á vaðið sl sumar og stóð sýning hans fram í nóvember. Opnunartími er alla daga frá 9 til 18 og geta íslendingar notað tækifærið og skoðað þjóðareignina, útvarpshúsið, í leiðinni. Ásmundarsalur. Þar stendur yfir sýning átta nýútskrifaðra arkitekta og lýkurhenni 17.janúar. Hafnargallarerí. Þann 12. janúar lauk þar sýningu á skúlptúrum og teikningum Kistínar Reynisdóttur. Kjarvalsstaðir. í vestursal opnaði Baltasar sýningu 9. janúar, en þann dag varð listamaðurinn fimmtugur og aldarfjórðungur var liðin frá því hann sté á land áFróni. Blatarsar hefur kom- ið víða við í listköpun sinn, hannað leiktjöld, skreytt bækur og byggingar auk þess að vera afkastamikill list- málari. Sýningu hans lýkur 24,janúar. Sjálfsmyndaýning ýmissa ís- lenskra listamanna frá upphafi mál- verks til vorra daga tekur við í Vestur- salnum um mánaðamótin og lýkur henni 14.febrúar. í austursal Kjarval- staða verðu sýning á íslenskum hús- gögnum frá 26.janúar til 15. febrúar. Listasafn ASÍ. Þann 16. janúar opn- ar sýning á verkum safnsins. Norræna húsið. 24,janúar lýkur sýn- ingu dönsku textílkvennanna Metta Zacho, Annette öru og Anette Graae. Tumi Magnússon tekur svo við í kjall- aranum 30.janúar. Gallerí Borg. Engin sýning í janúar en 4. febrúar opnar Harpa Bjömsdóttir sýningu sína. Gallerí Svart á hvítu. Guðmundur Thorddsen opnaði sýningu 9 janúar sem stendur til 17. janúar. Nýlistasafnið. Þar byrjar sýning Ingólfs Arnarsonar 29.janúar. 22

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.