Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 29

Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 29
• Frá höfuðstöðvum EB. starfsmenn eru 25000, pappírsflóðið er gífurlegt og gefið út á níu tungumálum. NORÐURLÖND OG EVRÓPUBANDALAGIÐ: Astarsamband í Evrópu Nýtt tímabil í Evrópupólitíkinni ad hefjast. Norrænu ríkin hreiöra um sig viö „uppsprettuna “ í Brussel. - Eftir Einar Karl Haraldsson, ritstjóra samnorræna tímaritsins Nordisk Kontakt I nóvember á síðasta ári opnaði Evrópu- bandalagið upplýsingaskrifstofu í Osló. Fyrsti sendiherra EB í Osló, Walesbúinn Aneurin Ryhs Huges sem hefur komið sér fyrir ásamt sjö starfsmönnum við götu Hákonar sjöunda, steinsnar frá norska utanríkisráðuneytinu, getur verið ánægður með viðtökurnar í Osló. Nýtt tímabil er hafið í samskiptum Noregs og EB - tímabil sem flestir álíta að Ijúki með inngöngu Norðmanna í bandalagið ein- hverntíma á næsta áratug. Enn einu sinni neyðast norrænu ríkin til þess að laga sig að breyttum aðstæðum á meginlandi Evrópu. Tilraunir þeirra til þess að mæta slíkum breytingum með norrænu samstarfi hafa hingað til mistekist. Eftir síðari heimsstyrjöld var norrænt vamarbandalag sem mótvægi við skiptingu Evrópuríkja milli NATO og Varsjárbanda- lagsins á dagskrá, en niðurstaðan varð sú að þrjú norrænu ríkjanna gengu í NATO. Norrænt tollabandalag, eða efnahagsbanda- lag var einnig sett á dagskrá þegar Efnahags- bandalag Evrópu tók að skjóta rótum. VANDAMÁL EB er að langstærstum hluta gífurlegur halli á fjárlögum Banda- lagsins sem stafar fyrst og fremst af miklum framlögum til landbúnaðar sem var um 60% af öllum útgjöldum á síðasta ári. Helsta tekjulind EB er 1.4% hlut- deild í virðisaukaskatti aðildarríkjanna og vom heildartekjur á síðasta ári um 35 miljarðar Evrópuskildinga (ECU) en út- gjöídin 41 miljarður. Á næsta ári er áætlað að fjárlagahallinn verði sem svarar til 260 miljarða íslenskra króna. Skv. sameiginlegri landbúnaðarstefnu EB- ríkjanna er bændum tryggðar lágmarks- tekjur og þeir jafnframt vemdaðir fyrir samkeppni frá löndum utan bandalags- ins. Afleiðingin hefur m.a. verið offram- Ieiðsla og fer óhemju stór hluti tekna EB til niðurgreiðslna og birgðasöfnunar. Á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði tókst ekki að ná sam- komulagi um aðgerðir vegna þessara vandamála sem talið er miklu skipta um framtíð EB og hvort af frekari samruna EB-ríkjanna verður á næstu árum eins og stefnt hefur verið að. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.