Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 33

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 33
sinn fugl fagur, en í Brussel yppta menn öxl- um og segja slíkar fullyrðingar mest til heimabrúks vegna þess að samningamir séu í öllum veigamestu atriðum eins. Pess má geta að Carl B. Hamilton, pró- fessor við Verslunarháskólann í Stokkhólmi, sagði í umræðum í nóvember að ástæðan fyrir því að norrænu fríverslunarsamning- arnir hefðu reynst vel væri kannski sú að hingað til hefði efnahagssamstarfið innan EB-ríkj anna ekki borið þann árangur sem til stóð. Varpaði hann fram þeirri spumingu hvort hinn frjálsi markaður EB myndi leiða til hagvaxtarþróunar á meginlandinu og taldi að gildi fríverslunarsamninga Norðurland- anna ylti á því hvort EB næði því takmarki að verða efnahagslegt stórveldi á næstu ámm. UPPRISA HANSAVELDISINS? Ahuginn á því að fá Noreg og Svíþjóð inn í EB er mismunandi eftir því við hvem er talað. Henning Christophersen, fulltrúi Dana í framkvæmdanefndinni, leyndi ekki óskum sínum um að fá Norðmenn með í spilið þegar ég átti þess kost að ræða við hann í Brussel í sumar. Hann lagði áherslu á að EB væri opið öllum til umsóknar, en bandalagið hefði meiri hug á vissum löndum en öðrum. Og víst er að Þjóðverjar, Hollend- ingar, Belgar, Lúxemborgarmenn og Danir eru mjög áugasamir um að styrkja norður- hvel bandalagsins á móti útþenslunni í suður. Menn sjá í hillingum hið gamla veldi Hansa- kaupmanna rísa upp innanvert í EB. ER ÍSLAND í RANGRI EB-SKÚFFU? Norræna nefnd þings EB sótti skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs heim í byrjun október sl. Þing EB hefur sérstaka nefnd fyrir málefni sem tengjast Noregi og svo þessa norrænu nefnd sem heimsótti Stokkhólm og er ábyrg fyrir tengslum við Norðurlandaráð, Svíþjóð, Finnland og ís- land. Á fundi með fréttamönnum eftir sam- töl við norræna embættis- og stjómmála- menn kváðu þingmenn EB það ekki nægilegt að treysta á Dani sem brúarsmiði gagnvart EB, heldur hefði bandalagið áhuga á því að koma á fót upplýsingaskrifstofu í Stokk- hólmi í líkingu við það sem gert hefur verið í Osió. Mér var hugsað til þess eftirá hvers vegna þing EB setti NATO-ríkið ísland í skúffu með hlutlausu ríkjunum Finnlandi og Sví- þjóð. Líklega ræður þar mestu matið á því hve sennilegt sé að viðkomandi ríki sæki um EB-aðild á næstunni. Hér gæti líka eimt eftir af þeim hugsunarhætti sem landlægur er í Evrópu að ísland sé einhverskonareinkamál • Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví þjóðar, segir að Svíar muni aldrei sækja um aðild að EB en vilji þó komast inn á heimamarkaðinn. Bandaríkjastjómar í vamar- og öryggismál- um. Stappar nærri að við séum höfð þar á sama báti og Finnar gagnvart Sovétríkjunum þegar ræðst er við utan fundarsala. Afdrif okkar í utanríkismálum hafa verið samtvinnuð örlögum Norðmanna og Dana um aldaraðir. Er ekki affarasælast að svo verði áfram um sinn? Væri því ekki rétt að benda EB á að skipta um skúffu hvað ísland varðar og flytja það yfir í Noregsskúffuna? Gangi Norðmenn í EB verður staða ís- lendinga utan þess erfið af viðskiptalegum ástæðum. Þess utan yrði ísland þá eina V- Evrópuríkið í NATO sem stæði utan hinnar pólitísku samvinnu EB-ríkjanna - PSE. Frá árinu 1981 hafa utanríkisráðherrar Noregs fengið að fylgjast með samstarfinu í PSE á reglulegum fundum með þeim utanríkisráð- herra EB-ríkjanna sem haft hefur á hendi formennsku í PSE. Óformlegt samráð er einnig haft milli embættismanna á þessu sviði. Hvers vegna hafa ísiensk stjómvöld ekki krafist þess að vera sett á sama bekk og Norðmenn gagnvart hinni pólitísku sam- vinnu EB-ríkjanna? Tvíhliða samskipti við Bandaríkin hafa umfram allt annað einkennt öryggismál ís- lands, en það er nú stefna íslenskra stjóm- valda að draga smám saman úr þeim og efla um leið beina þátttöku í NATO og öðm samstarfi Evrópuríkja. Hvort halda menn svo að það sé árangursríkara að halla sér að NATO-ríkjum Norðurlanda á Evrópuleið- inni, eða að hinum hlutlausu sem landfræði- lega liggja nær Sovétríkjunum? Svarið við þessari spumingu ræðst að mínu viti að miklu leyti í Noregi. Þau lönd sem starfa með íslandi og Noregi í EFTA em öll hlutlaus ríki ( Austurríki og Sviss) eða fylgja hlutleysisstefnu (Finnland og Sví- þjóð). Öll Evrópuríki NATO em í EB nema Noregur, ísland og Tyrkland. öll EB-ríkin eru í NATO nema írland. Það þarf ekki nema að líta á þessa upptalningu til þess að skilja hvað þátttaka í hinni pólitísku Evrópu- samvinnu kann að verða mikilvæg ef mál þróast á þann veg að Bandaríkin halda áfram að veikjast sem efnahagslegt stórveldi. Gangi Noregur í EB verður ísland í hjárænu- Iegri stöðu sem gæti gert það enn háðara Bandaríkjunum en verið hefur, því aftur- hvarf til hlutleysisstefnu er líklega ekki á dagskrá. FORVITNI, FORDÓMA- LEYSI OG FORSJÁLNI. Frá því að óskað er eftir inngöngu í EB má gera ráð fyrir að það taki tíu ár að ganga frá aðildarsamningum. Noregur getur í fyrsta lagi orðið aðili að EB seint á næsta áratug. Að því leyti liggur fslendingum ekkert á að gera upp hug sinn. Hitt er jafnvíst að sameiningarþróunin í Evrópu mun hafa áhrif á viðskiptahætti íslendinga og klókt væri það ef stjómmálamenn og hagsmuna- aðilar fæm þegar að leggja drög að Evrópu- pólitík íslands næstu 20 ár. Þar ætti að hafa að Ieiðarljósi forvitni, fordómaleysi og for- sjálni. Forvitni vegna þess að nauðsynlegt er fyrir íslendinga að afla sér betri þekkingar á Evrópumarkaði, Evrópustofnunum og menningu Evrópulanda. Fleiri íslendingar þurfa að kunna skil á frönsku, spönsku og ítölsku en áður og hafa dvalið við störf eða nám á meginlandi Evrópu. Innan EB er mikill munur á „teoríu“ og „praksis" og á því þurfa íslendingar að kunna skil. Það kynni t.d. að vera mat íslendinga að ekki væri þörf á því að komast með frá byrjun í vísindaáætl- anir eins og ESPRIT, RACE og BRITE heldur sé nægilegt að fá að njóta góðs af þeim á síðari stigum með einhverjum hætti. Forsjálni þarf að sýna með því að byggja upp peningastofnanir, verðbréfamarkað og sjávarútvegsfyrirtæki, sem hvenær sem væri gætu tekið upp samkeppni á Evrópumarkaði án sérstakrar vemdar. Aðeins þannig getum við verið í aðstöðu til að velja og hafna þegar þar að kemur. Fordómaleysi þarf síðan að viðhafa við mótun íslenskrar Evrópustefnu til þess að ganga ekki til móts við nýja tíma með augun fastlímd við gömul viðhorf frá tímum kalda stríðs og deilna um fríverslun. Það þarf að vera hægt að ræða Evrópupólitík íslands til nokkurar hlítar áður en kemur að því að taka afstöðu til þess hvort æskilegt sé að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið eða ekki. • Einar Kari Haraldsson/Stokkhólmi 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.