Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 35
starfar og nefnd háttsettra embættismanna
frá báðum aðilunum sem heldur fundi reglu-
lega. Loks hefur það tíðkast að Willy De
Clercq, sem fer með utanríkismál innan
framkvæmdastjórnar EB mætir á ráðherra-
fund EFTA á vorin. Þess háttar fundur var
t.d. á íslandi í fyrra vor.“
-Hvaða þýðingu hefur innri markaðurinn ?
„Fullkomlega frjáls innri markaður mun
þýða það að það verða engar hindranir á
milli aðildarríkja EB á viðskiptum með vör-
ur, á peningastreymi og flutningum fólks.
Evrópa innan bandalagsins verður án landa-
mæra eins og við þekkjum þau. Hugsanlega
kemur þetta til með að ná að einhverju leyti
til EFTA-landanna.“
FYRSTA OG ANNARS
FLOKKSLÖND
-Hvað er það helst sem breytist?
„Nú eru tollar og bein höft sú viðskipta-
hindrun sem fyrst blasir við og við höfum að
sjálfsögðu samningsbundinn rétt um að slíkt
sé ekki í vegi okkar útflutnings að því marki
sem fríverslunarsamningurinn frá 1972
kveður á um. Að tollum og viðskiptahöftum
slepptum eru ýmiss konar tæknilegar við-
skiptatálmanir sem koma í veg fyrir að fram-
leiðsluvörur eins lands séu seldar á markaði
annars. Þessar reglur geta verið tæknilegs
eðlis, af heilbrigðisástæðum eða einhverjum
öðrum orsökum. Allar þessar reglur verða
samræmdar og verða því eins fyrir bandalag-
ið allt. Ég held að það séu allir sammála um
að hér sé um gífurlega þýðingarmikið mál að
ræða og mikið sé undir því komið að fram-
kvæmd þess takist.“
-Er nokkur ástœða til að hafa af þessu
áhyggjur? Komum við ekki til með að hafa
greiðan aðgang að þessum markaði?
„Það er mikill munur á því hvað fríðindi
varðar að vera aðildam'ki eða standa utan
við EB og þannig verður það í framtíðinni.
Vafalítið verður slétt úr ýmsum hnökrum
hvað viðskiptalífið snertir í gegnum EFTA á
þessum markaði en leikurinn verður þó
aldrei jafn á milli þeirra sem eru aðilar og
hinna sem eru það ekki. Það er mjög at-
hyglisvert fyrir okkur íslendinga að líta á
þróunina innan þeirra ríkja bandalagsins
sem standa utan við miðjuna ef svo má segja.
Ég hef t.d. hvorki hitt íra né Skota sem getur
hugsað sér að vera utan bandalagsins. Það er
fólki greinilega fullkomlega framandi hugs-
un. Ég held að það verði að líta svo á að í
framtíðinni muni Evrópuþjóðirnar skiptast í
fyrsta og annan flokk. Þá sem eru meðlimir í
ÉB og þá sem eru utan við. Að hve miklu
leyti er hægt að halda sínu og standa utan við
verður framtíðin að leiða í ljós.“
-Munu EB-ríkin sætta sig við að EFTA
fleyti rjómann ofan af og leggi ekkert að
mörkum?
„Ég á ekki von á því að það verði dregið úr
þeim fríðindum sem við njótum þegar, en
EVROPUBANDALAGIÐ
hvort allt það sem til fellur í framtíðinni
verður aðgengilegt fyrir okkur að sama skapi
og aðildarríki bandalagsins, er annað mál.
Það er rétt að margir innan EB líta þannig á
að EFTA vilji njóta fríðinda og réttinda en
ekki taka á sig skyldur eins og aðildarríkin.
Það er í rauninni ekki hægt að hugsa sér að
lönd sem ekki eru aðilar geri það. Innan EB
er mikið efnahagslegt misvægi á milli ríkja í
Suður- og Norður-Evrópu. Sérstaklega
standa nýju aðildarríkin, Spánn og Portúgal,
ásamt Grikklandi höllum fæti. Sú krafa getur
alltaf komið upp að EFTA-ríkin, sem eru jú
rík lönd, taki einhvern þátt í fjárhagslegum
stuðningi við fátækari löndin í Suður-
Evrópu. Nú þegar er starfandi á vegum
EFTA iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal sem
íslendingar eru aðilar að..“
-Hafa viðhorf stjórnmálamanna innan
EFTA breyst gagnvart aðild að EB?
„Ég var nýlega á ferð í Strassborg með
utanríkismálanefnd Alþingis og það kom
fram hjá þingmönnum á Evrópuþinginu að
þeir yrðu mjög varir við aukinn áhuga meðal
þingmanna EFTA-landanna á sterkari
tengslum við EB. Þingmenn annarra EFTA-
landa s.s. Austurríkis og Sviss hafa tjáð sig
mjög ákveðið um að það muni ekki tjóa í
framtíðinni að þeirra lönd gerist ekki aðilar
að EB.“
-Er ekki náið samstarf án aðildar að EB
hugsanlegt t.d. á sviði vísinda og mennta?
„Þessi mál eru að sjálfsögðu til umræðu og
samráðs á milli EFTA og EB. En þetta eru
þó fyrst og fremst mál sem sérhvert EFTA-
landanna rekur gagnvart bandalaginu innan
rammasamnings sem flest þeirra hafa þegar
gert við EB. Við íslendingar stöndum
einmitt um þessar mundir í samningum af
þessu tagi sem ættu að gera okkur kleift að
taka þátt í ýmsum verkefnum s.s. Erasmus-
áætluninni.“
ÍSLANDOG EVRÓPU-
ÞRÓUNIN
-Hvernig erum við í stakk búnir til að
fylgjast með þessariþróun í Evrópu?
„Mér er að vísu ekki órótt innanbrjósts út
af þróun þessara mála en hvað okkur íslend-
inga snertir þá veldur það mér stundum
áhyggjum að við erum ekki í nógu nánum og
sterkum tengslum við þessa Evrópuþróun.
Höfum kannski ekki beint kröftum okkar
nægilega að þátttöku í henni. Marghliða al-
þjóðastafsemi er náttúrlega ekki miðuð við
þarfir smáríkja heldur hinna stærri sem hafa
möguleika á að líta í öll hom. Það getum við
íslendingar ekki. Við erum nú þegar með
fangið fullt. Auk fríverslunarsamninganna
tökum við þátt í samstarfi Norðurlandanna,
margvíslegra stofnanna á vegum Sameinuðu
þjóðanna og jafnframt á vettvangi Evrópu.
Ég tel að það hljóti að blasa við hjá okkur að
velja og hafna. Einbeita okkur að því sem við
teljum gagnlegast að undangenginni ítalegri
athugun."
-Telur þú sennilegt að Bandaríki Evrópu
eigi eftir að verða að raunveruleika á nœstu
áratugum?
„Ég er nú frekar vantrúaður á að Banda-
ríki Evrópu í þeim skilningi sem Bandaríki
Norður-Ameríku eru verði til á næstu
tíu eða tuttugu árum. Mér sýnist þróunin
hafa stefnt í þá átt að þjóðríkin hafi tekið til
sín meira en sameiginlegar stofnanir minna.
Ég sé ekki uppi nein sterk pólitísk öfl sem
eru líkleg til að breyta þessu í náinni framtíð.
Það er hugsanlegt að Evrópuríkin telji aukna
þörf á pólitísku samstarfi til að láta vamar-
mál meira til sín taka - þær raddir hafa
heyrst. Við megum ekki gleyma því að það
gengur mjög hægt og bítandi að fá þjóðlönd-
in til að taka sameiginlegar ákvarðanir. Einn
framkvæmdastjóri EB líkti því við fíl sem
lægi út af í hvíld en þegar hann stæði upp og
legði af stað þá yrði hann ekki stöðvaður.
Þetta er þá spuming um það hversu mikið
þessi fíll vill hvíla sig og hversu langt hann fer
eftir hvíldirnar. Ég held þó að fólki blandist
ekki hugur um að Evrópusamstarfið á
grundvelli EB muni auðgast mjög vemlega
en tel naumast að ég eigi eftir að sjá það að
þjóðþing og ríkisstjómir afsali sér sínum
völdum algerlega.“
HVERGI BARIST GEGN
AÐILD
-Er ekki hætt við að stóru ríkin gleypi þau
smáu ísamstarfi afþessu tagi?
„Ég tel að minni löndin þ.e. Benelux-lönd
in, líti svo á að þau hafi aukið völd sín og
áhrif með aðild sinni og hafi tryggt sjálfstæði
sitt og sjálfsforræði. Þetta kemur oft fram hjá
okkar ágætu vinum í Lúxemborg. Þeir telja
það hina mestu firru að ætla að lítið land glati
sjálfstæði sínu í shku samstarfi. Minni löndin
segja sem svo: „Við höfum hér ágætt tæki-
færi og reyndar einstakt, til að sitja við sama
borð og deila geði við stærri löndin í Evrópu.
Áður var ekki hlustað á okkur, hvorki við
undirbúning né afgreiðslu ákvarðana.“ Ég
verð að segja að ég hef ekki séð að nýrri
aðildarþjóðimar s.s. Grikkir, líti beint á mál-
in á þennan hátt. Hugsanlega vegna þeirrar
þróunar að stjómir aðildarríkjanna hafa
aukið svigrúm til að reka sérhagsmunamál
sín. Þetta eilífa samningaþref í bandalaginu
hefur held ég dregið mikinn mátt úr Evrópu-
hugsjóninni. Ég kem þá aftur að því sem ég
sagði að ef stórmenni eins og þau sem ég
nefndi í upphafi, rísa upp á stjómmálasvið-
inu og vilja sinna evrópskri sameiningu, þá
verður hún. En það er tímanna tákn að það
er hvergi í stjórnmálum innan EB barist gegn
aðild. En þrátt fyrir að hvergi finnist alvarleg
andstaða gagnvart aðild að EB innan landa
bandalagsins, er hins vegar hvergi barist fyr-
ir nánara pólitísku samstarfi.“
• Kristófer Már Kristinsson / Brussel
35