Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 38
Dr. Helgi Pjeturss var hugmyndafræðing-
ur og kenningasmiður á þessum vett-
vangi. Hann dó 1949 og var Félag Nýals-
sinna, sem byggði á kenningum hans stofnað
upp úr því. Sumir telja að Helgi hafi sjálfur
verið mjög andvígur því að eitthvert félag
yrði til um kenningar hans. En Félag Nýals-
sinna varð engu að síður öflugur félagsskap-
ur um hríð. Hins vegar urðu átök í félaginu
og það klofnaði fyrir nokkrum árum í
tvennt; annars vegar hélt Félag Nýalssinna
áfram að starfa undir forystu Þorsteins Guð-
jónssonar og hins vegar var stofnað nýtt félag
-Félag áhugamanna um stjömulíffræði, sem
Helgi Guðlaugsson leiðir. Hreyfing Nýals-
sinna á tvö hús að Njálsgötu 40 og Álfhóls-
vegi 121 í Kópavogi. Síðamefnda húsið er
jafnframt stjörnusambandsstöð eins og mun
sjást á innviðum þess. Auk þess eiga Nýals-
sinnar jörð á Suðurlandi, hluti jarðarinnar
Gröf í Laugardal.
Sagt er að innan margra þessara félaga
hafi verið sterkar tilhneigingar til að binda
alheiminn í kerfi - og margir þeirra sem hafa
ánetjast hérvistarlegum patentum í pólitík
(kommúnisma, fasisma ) hafi haldið áfram
með slík kerfi í dulheimspekinni. Hvað um
það - fólk úr Félagi Nýalssinna stofnaði
félagsskapinn Norrænt mannkyn, sem eins
og nafnið gefur til kynna byggir á kenningum
um að kynstofn hvíta mannsins sé öðrum
æðri og fer skyldleikinn við aðrar kenningar
um úrval tegundanna ekki á milli mála.
MIÐILSFUNDIR
ilraunafélagið heldur nokkuð reglulega
miðilsfundi, sem félagsmenn segjast
nota skipulega til að afla upplýsinga. Líf á
öðrum hnöttum er líklegt að mati þeirra
flestra , enda segja þeir að viðmælendur úr
samböndunum haldi því statt og stöðugt
fram. ísland er að mati þeirra sérstætt land
fyrir dulræna hæfileika og margir miðlar á
heimsmælikvarða er sagðir vera eða hafa
verið hérlendis. Félagarnir segja að þjálfun
miðla sé eitt veigamesta atriðið í þessari
starfsemi,- margir búi yfir skyggnigáfu, en
hún sé sjaldnast ræktuð og þjálfuð eins og
hægt væri. Pví þjálfaðri sem miðlamir eru,
þeim mun betra samband við líf að loknu
þessu, þeim mun öflugri miðilsfundir.
„Það þykir einstætt hversu margir miðlar
starfa með okkur - við reynum Iíka að finna
nýja og þjálfa þessa gáfu með þeim“. Til-
raunafélagsmenn segja þá dæmisögu um
eftirspurn eftir miðlum, að á dögunum aug-
lýstu þeir eftir ritara til að vélritara niður
eftir seglubandi samræður á miðilsfundum-
þá hringdi fjöldi fólks, ekki til að spyrja eftir
starfinu, heldur til að forvitnast um miðlana
og leita eftir möguleika á þátttöku í þessu
starfi.
En hverjir taka þátt í miðilsfundum? Bara
við -fólk af öllum toga. Þó er áberandi
hversu margir skólamenn eru í þessu, sér-
staklega raunvísindamenn. Á síðasta miðils-
fundi voru -hérna megin - stjómmálafræði-
nemi, menntaskólanemendur, þroskaþjálfi,
vagnstjóri, tölvufræðinemi, eðlisfræðingar,
fóstri og sagnfræðingur, segja þeir í Tilrauna-
félaginu.
Hvað gerist á miðilsfundum? Misjafnt.
Yfirleitt koma látnir fram í gegnum
miðilinn og þátttakendur á fundinum spyrja
hinn framliðna. Oft eru menn í þessum
félagsskap á þeirri skoðun, að hinir látnu lifi
á öðrum hnöttum, stjömum og hafi öðlast
æðri skilning á tilgangi lífsins á jörðinni og
hafi því beinlínis erindi til þeirra sem ganga á
jörðinni í dag. Þeir segja að þeir sem fram
koma á fundunum haldi því ævinlega fram að
þeir búi á öðmm plánetum. Á fundunum
koma fram fomir kappar, spekingar og
bardagahetjur og venjulegt fólk sem látist
hefur á okkar tímum. Stundum er beðið fyrir
skilaboð, kveðjur eða þess háttar til vina eða
ættingja, en yfirleitt eru umræður um dul-
sálfræðileg málefni á þessum fundum.
Stundum sjást litir eða ámr á fundunum
38