Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 44

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 44
TÆKNI & VÍSINDI GEIMFERÐIR: Menn stefiia tíl Mars Bandaríkin og Sovétríkin hafa staðið fyrir 23 tilraunum til þess að senda geimför til reiki- stjömunnar Mars. Hún er 75 milljón kíló- metra meðalfjarlægð frá jörðinni. Níu sinn- um tókst ætlunarverkið og voru bandarísku Viking 1 og Viking 2 könnu- narförin síð- ustu í röðinni 1975. Nú rúmum áratug síðar, stefnir í nýja tilraunarunu með mun metnaðarfyllri markmiðum en uppfyllt voru í fyrra sinnið. Samvinna rísaveldanna Fyrri tilraunahrinan í Marsferðunum var kapphlaup geimveldanna tveggja sem þá voru einráð. Sovétmenn voru iðnari við kol- ann en þegar þrjú af fjórum förum þeira árið 1974 brugðust, hættu þeir við frekari til- raunir. Bandaríkjamönnum gekk betur und- ir lokin og þeim tókst að ná einstæðum myndum af landslagi og staðháttum á smá- svæði á Mars úr kyrrstæðu Viking-fari á “jörðu“ niðri og ennfremur að efnagreina nokkur sýni úr jarðvegi á staðnum. Eftir þetta lögðu þeir einnig niður Mars- ferðir. Árangur allra umræddra ferða var fyrst og fremst mikið af flugmyndum af yfirborði plánetunnar og tunglunum tveimur. Sovétmenn verða nú fyrri til þegar tekið er til við að kanna Mars á ný. í júlí 1988 munu tvö Fóbos för stefna til rannsókna á reiki- stjömunni og tunglinu Fóbos. Árið 1992 er Vestra- áætlunin á dagskrá. Þar á meðal annars að ná sýnum frá Mars til jarðar. Bandaríkjamenn ætla að kortleggja yfirborð Mars betur en hingað til með Mars-Observer áætluninni sem hefst 1992 og senda svo sjálfvirk, færanleg mælitæki til Mars síðar á áratugnum og ná sýnum til jarðar. En að þessu sinni verður ekki um einbert kapphlaup risaveldanna að ræða. f apríl 1987 var skrifað undir 5 ára samvinnusamn- ing þeirra um Mars-ferðir. í honum felst m.a. að geimferðaáætlanimar fjórar verða sam- stilltar og skipst verður á niðurstöðum; Bandaríkin munu aðstoða Sovétmenn við að staðsetja könnunarför á og við Mars.; boðið er til gagnkvæmra heimsókna og samvinnu vísindamanna og loks verða sameinlegar athuganir á heppilegum lendingastöðum á Mars. Margt er líkt með skyldum Margvíslegar ástæður er til þess að vísindamenn em uppteknir af Mars. Mars er mun minni reikistjama en jörðin en lík henni um margt. Til dæmis hefur Mars svipaðan •Yfirborð Fóbosar sem er annað af tveimur smátunglum Mars. í júlí 1988 leggja rannsóknarför af stað tii Mars, eftir rúmlega áratugs hlé á ferðum þangað. Einn þáttur rannsóknanna er nákvæm athugun á tunglinu. möndulhalla og jörðin( líkar árstíðir), svip- aðan möndulsnúningstíma(sólarhring) og þar eru pólhettur úr ís(“jöklar“) og hún hef- ur gufuhvolf úr dálitlu af koldíoxíði(sam- bandi koiefnis og súrefnis) og vatnsgufu en hvorutveggja er í lofthjúpi jarðar. Menjar er um jarðskorpuhreyfíngar og eldvirkni og víða sjást merki vindrofs og árrofs. Ekkert rennandi vatn er þó á plánetunni nú og vilja menn gjaman fá svar við spumingum eins og : var vatn á Mars og þá hvar og hvenær og hvers vegna hvarf það ? Kviknaði hf á Mars og hve langt gat það þróast? Hvaða breyt- ingar hafa orðið á lofthjúpnum? Tvö lítil og fremur létt tungl sveima um Mars, Deimos og Fóbos(Ógn og Skelfing!) Stærra tunglið, Fóbos, er ekki nema 18 km breið og 26 km löng egglaga “eyja“, mjög rúnum rist og gígótt. Tunghn er líklega loft- steinar (smástirni) af þeirri gerð sem nefnist kolefnisríkir konrítar og geta þau verið ætt- uð úr víðáttumiklu smástirnabelti milli Mars og Júpiters. Þótt margt sé líkt með jörðinni og Mars er um leið margt frábrugðið og í hvoru tveggja liggur ástæðan fyrir miklum áhuga á reikistjörnunni sem kennd er við herguð Rómverja. Stefnt að mannaðri geimferð Um borð í Fóbos-förum Sovétmanna verða um 30 rannsóknartæki. Eftir 200 daga ferð til Mars (komutími er í janúar 1989) munu förin fara á braut um plánetuna í 480 km hæð. Annað farið mun aðallega afla sjónvarpsmynda, hitamynda og landmæl- ingagagna, framkvæma mælingar á vatni í lofti, á jörðu og undir yfirborðinu svo eitt- hvað sé nefnt en hitt farið mun mun auk þessa hækka sig upp í um 6000 km hæð til þess að hitta á Fóbos. Eftir fýrstu rannsóknir á tunglinu á úr 30 km fjarlægð, lækkað það sig niður í um 50 metra hæð yfir dökku yfirborðinu. Með hjálp leisigeisla, krýptonjónageisla og ennfremur lítilla “skoppara" fara fram margvíslegar at- huganir: kortlagning, efnagreiningar, könn- un á þyngdarafli Fóbosar og jarðlagaskipan. Skopparar eru lítil hjálmlaga hylki með til- teknum tækjum sem látin eru falla á yfirborð tunglsins og velta úr stað til þess að ná gögn- um af stærra svæði en ella. Einn skoppari er festur við yfirborðið og kannar hann jarð- skjálfta sem verða vegna hitabrigða þegar Fóbos fer inn í og út úr skugga Mars. Þannig má fá upplýsingar um innviði hnattarins. Bandaríkjamenn er helst á höttunum eftir góðu yfirliti yfir eðlisþætti Mars. Sjö hundr- uð daga rannsóknir Mars Observer úr aðeins 350 km hæð (árið 1992), með 10 mismun- andi tækjum, svipar nokkuð til athugana með gervitunglum hér við jörðu. Gerðar verða veðurathuganir, efnagreiningar í loft- hjúpi, á yfirborði; kortlagning jarðlaga fer fram og mælingar á segulsviði plánetunnar svo dæmi séu nefnd. Myndtæki könnunar- farsins greina hluti sem eru rúmur metri í þvermál og kortlagningarradarinn mælir hæð með nokkurra metra nákvæmni. Síðar, þegar seinni ferðir risaveldanna hefjast, er stefnt að því að lenda á yfirborði Mars. Pá verður unnt að safna sýnum með fjarstýrðum ökutækjum og skoða margt úr lítilli fjarlægð auk mælinga af ýmsum toga. Hápunkturinn verður svo viðtaka sýna frá Mars hér á jörðu niðri. Allar þessar áætlanir stefna, þegar allt kemur til alls, að því að senda mannað far til mars. Ef til vill tekst að gera það fýrir árið 1995 og vera má að risaveldin og fleiri þjóðir sameinist um þá einstæðu 400 til 450 daga Ódysseifsferð. • Ari Trausti Guðmundsson 44

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.