Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 47

Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 47
ERLENT Frásögn Pfeiffers þótti reyndar svo reyfarakennd að menn áttu bágt með að trúa henni í fyrstu. Samkvæmt orðum blaðafull- trúans hafði Barschel ráðið tvo spæjara til að njósna um einkalíf Engholms. Tilgangurinn var að finna veikan blett á persónu Eng- hoims, sem unnt væri að nota til að sverta hann í augum kjósenda. Barschel virðist m.a. hafa fengið þá flugu í höfuðið, að Engholm hefði duldar hneygðir til kynbræðra sinna. Þessu til viðbótar lýsti Pfeiffer því, að Barschel hefði látið embættismenn hnýsast í skattskýrslu Engholms, auk þess sem hann hefði ætlað að láta koma fyrir hlerunartæki í skrifstofusíma sínum til að geta klínt því á jafnaðarmenn í fylkinu, að þeir létu hlera síma forsætisráðherrans! í kosningunum til fylkisþingsins guldu Barschel og flokkur hans, kristilegir demó- kratar, mikið afhroð og töpuðu þeim hreina meirihluta, sem þeir höfðu haft í Slésvík- Holsetalandi í áratugi. Jafnaðarmenn juku hins vegar fylgi sitt til muna og urðu stærsti flokkurinn á þinginu í Kíl. Það nægði þó ekki til stjórnarmyndunar. Að kosningum lokn- um upphófst einhver mesti farsi sem um get- ur í stjórnmálasögu Þýskalands. BARSCHEL FÉKK ÝMSA samstarfs- menn sína til að skrifa undir yfirlýsingar, þar Þjódlífsvidtal viö Björn Engholm leiötoga jafnaöarmanna íSlésvík- Holsetalandi. Kosningarí maí. Reiknaö meö aö Engholm veröi forsetisráöherra. Frásögn af mergjaöasta hneyksli í stjórnmálasögu Þýskalands, sem endaöi meö sjálfsmoröi forsætisráöherrans ÞAÐ ER ÁLIT FRÉTTAHAUKA og annarra sem til þekkja, að svonefnt Barschel-Pfeiffer -mál, sem upp kom í tengslum við kosningar til fylkisþingsins í Slésvík-Holsetalandi á liðnu hausti, sé mergjaðasta pólitíska hneykslismál sem um getur í sögu Þýska Sambandslýðveldisins. Kveikja þessa máls var framburður Reiners nokkurs Pfeiffers, sem var einn af blaðafulltrúum Uwe Barschels, fyrrum forsætisráðherra Slés- víkur. Kvöldið áður en gengið var til kosninga í fylkinu um miðjan september barst sú frétt að Pfeiffer hefði skýrt blaðamönnum tíma- ritisins Der Spiegel frá því, að Barschel hefði beitt ýmsum miður vönduðum meðölum til að sverta mannorð jafnðarmannsins Björns Engholms, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á fylkisþinginu í Kíl. •Arthúr Björgvin Bollason í Þjóölífsviðtali við Engholm leiðtoga jafnaðarmanna í Slésvík — Holsetalandi. ÞÝSKALAND: Kí la rli iney ksl lic ) 47

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.