Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 53

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 53
ERLENT Á Kúbu er heitt, tæplega 30 stiga hiti og þröngar götur Gömlu Havana “Habana vieja“ eru troðnar þótt liöið sé fast að miðnætti. Götulífið er eitt iðandi mann- haf af svörtu og hvítu fólki, flestir eru þó einhverskonar blanda þessa tveggja. Menn virðast ekki vera að fara neitt, heldur ráfa á milli kráa, kvikmyndahúsa og skemmtigarða, drekkandi romm og bjór eða borðandi ís, að sýna sig og sjá aðra. En hvernig er þetta fólk, hver eru lífskjör þess og tilvera? Frá byltingunni 1959 hefur Kúba ýmist verið álitin hið lýsandi fordæmi sósíalismans eða dæmi um eymd og alræði kommúnismans, allt eftir því frá hvaða sjónarhomi litið hef- ur verið á málið. Höfundurinn, Runólf- ur Ágústsson var á Kúbu í lok nóvem- ber. • Fidel Kastró einvaldur. Kastrés á Kúbu framfarir - en aivarleg mannréttindabrot STRAX í KJÖLFAR byltingarinnar flýðu um 600.000 Kúbubúar land. Þetta var aðal- lega efnafólk sem hafði misst lönd sín og eignir vegna þjóðnýtingarinnar. Síðan eru liðin tæp 30 ár og ávallt hefur verið nokkur straumur fólks úr landi yfir til Bandaríkjanna þannig að í heild má áætla að um ein miljón manna eða 10% þjóðarinnar hafi yfirgefið Kúbu Castros. En hvað hefur byltingin fært þeim sem eftir urðu? Frá 1959 hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Ólæsi hefur verið útrýmt, heilsugæsla er með því besta sem þekkist utan Evrópu og unnið er að úrbótum í húsnæðismálum þar sem verið er að koma upp einskonar Búsetakerfi. Þegar fólk vant- ar íbúð þá skráir það sig hjá sérstakri ríkis- stofnun og vinnur síðan kauplaust í frítíma sínum undir handleiðslu iðnaðarmanna í byggingarvinnu ákveðinn tímafjölda. Að því loknu fær fólkið íbúð og greiðir eftir það hóííega fjárhæð mánaðarlega fyrir búsetu- réttinn. Mikill fjöldi fólks býr þó enn í mjög lélegu og þröngu húsnæði, jafnvel heilu stór- fjölskyldurnar í eins eða tveggja herbergja íbúðarholum. Þetta skapar ýmis vandamál. Eitt þeirra hafa stjómvöld leyst á allsérstæð- an hátt. í Havana er fjöldi lítilla ríkisrekinna gistihúsa einkenndum með sérstöku hjarta- laga merki. Þar geta hjón og pör leigt her- 53

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.