Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 56

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 56
ERLENT Rúmenía: „Yið viljuni brauð“ OFT ER TALAÐ um aö Rúmenía sé fátæk- legasta land Austur-Evrópu. Margir kenna Ceausescu einræöisherra og hugmyndum hans um ósköpin, en að undanförnu hefur komið til mótmæla og óeirða í landinu. í sveitastjórnarkosningum sem haldnar voru í landinu 15.nóvember á sl. ári kom til óeirða í borginni Brasov(Kronstadt). Verka- menn réðust á flokkskrifstofurnarog aðsetur borgarstjórans og lögðu eld að byggingun- um. Samkvæmt frásögn vestur-þýska tíma- ritsins Spiegel sem þessi grein byggist á, hrópuðu þeir slagorð eins og : „Niður með Ceausescu!" og „Við viljum brauð!". Þeir rifu niður myndir af einræðisherranum og tættu niður skjöl flokksins. Síðan réðust þeir til atlögu við birgðaskemmur, þar sem em- bættismenn höfðu geymt matvæli og drykkj- arföng til að gleðjast yfir væntanlegum úrslitum kosninganna. í skemmunum var munaðarvara, sem verkamennirnir höfðu ekki getað keypt svo árum skipti; ylsur, ostar, konfekt og appel- sínur. Margir slösuðust alvarlega og er jafn- vel talið að tveir menn hafi látist í þessum alvarlegu átökum. Sagt er að óeirðirnar hafi byrjað í stórri yerksmiðju, “Rauði fáninn", sem framleiðir vöruflutningabíla. Þegar um 1500 verka- menn af næturvaktinni áttu að fara að kjósa í kosningunum brugðust þeir ókvæða við, þreyttir, úrillir og bálreiðir við stjórnvöld, sem nýverið höfðu tilkynnt ákvörðun um launalækkun. Þegar þeir gengu til miðbæjar- ins dreif að fjöldá fólks úr öllum áttum, því óánægja fólks er gífurleg með stjórnvöld. Þegar þessi sjálfsprottna ganga var komin niður í miðbæinn voru amk 5000 manns í aðgerðunum. LÖGREGLA OG HER réðst gegn fólkinu og um 400 menn voru handteknir. Fangarnir voru fluttir til Búkarest af ótta við áfram- haldandi óeirðir í borginni. Ceausescu brást við með með hefðbundnum hætti; hann rak forstjóra verksmiðjunnar, Rauði fáninn. Síðan var kallað á neyðarfund, þar sem leið- toginn fyrirskipaði lögreglu, her, ráðuneyti, ráðherrum, deildarstjórum o.s.frv., að búa svo um hnútana að farið yrði að fyrirliggj- andi áætlunum. Síðan flaug hann með Elenu konu sinni, sem talin er afar valdamikil í Rúmeníu, til Egyptalands. FJÓRÐI HUNGUR- VETURINN Rúmenar lifa nú fjórða hungurveturinn í röð. Annars tók að halla undan fæti þegar Ceausescu tók ákvarðinir um að breyta þessu blómlega landbúnaðarlandi í iðnvætt þjóðfélag með það fyrir augum að gera Rúmeníu efnahagslega og pólitískt sjálf- stæða. ÁÁRINU 1969 voru 200 nýjar iðnaðarsam- steypur settar á laggirnar, en einræðisherr- ann er almræmdur fyrir gífurlega stór verk- efni , áform um risafyrirtæki og framleiðslu hafa kollkeyrt efnahagslíf þjóðarinnar. í samræmi við risastóru skrefin var ákveðið að auka stálframleiðslu Rúmena um eina mil- jón tonna á þremur árum. Til úrvinnslu á olíulindum Rúmena var ákveðið að reisa oliuvinnsluver, sem hefur getu til að vinna úr 36 miljónum tonna, en það er þrisvar sinnum meira magn en Rúmenar geta sjálfir pínt upp úr rúmensku landi. Landbúnaðurinn var látinn blæða vegna þessarar iðnvæðingar; iðnaðurinn og upp- bygging hans krafðist gífurlegs fjarmagns og mikils vinnuafls -hundruð þúsundum saman yfirgaf fólk landbúnaðarhéröðin og þorpin og flutti í borgirnar. Akrarnir lágu í vanhirðu og spilltust. Ekki reyndist iðnvæðingin heldur færa mikla björg í bú. Erfitt reyndist að selja rúmenska framleiðslu erlendis. Olíuskortur sagði til sín og olíuhreinsunarstöðvar voru til að byrja með upp á olíuflutninga frá íran komnar. En eftir fall keisarans urðu Rúmen- ar að leita til hins fyrirlitna nágranna síns, Sovétríkjanna. Olíuinnflutingur þaðan hefur aukist úr tveimur í yfir sex miljónir tonna, en Rússar vilja eins og aðrir fá goldið í dollara- mynt eða gæðavöru - kjöti og hveiti. TIL AÐ DRAGA úr olíunotkun lét Ceausescu breyta orkuverunum og áttu þau að ganga fyrir kolum og vatnsafli. Var gífur- legu fjármagni varið til þessara breytinga. En árnar vildu þorna upp og gæði kolanna reyndust heldur rýr. HARKALEGUR SPARNAÐUR Til þess að halda iðnaðinum, sem í milli- tíðinni er orðinn úr sér genginn, á lífi, fýrir- skipaði Ceausescu harkalega sparnaðaráælt- un. Skömmtun á helstu lífsnauðsynjum, kjöti, brauði, sykri og matarolíu var tekin upp árið 1981. Á fjórum árum hafa Rúmen- ar orðið að takmarka æ frekar við sig raf- orkunotkun; á þessu ári 30% til viðbótar. Innanhúss má ekki kynda fram yfir 12 gráðu hita( en vetrarkuldinn getur orðið allt að 30 gráðum í mínus ). Rafmagnsljós í herbergi má ekki fara fram yfir notkun á 40 watta peru. Heimilistæki sem ganga fyrir rafmagni eru bönnuð. Ef borgarhverfi eða þorp fara yfir hina lögboðnu raforkunotkun, er raf- magnið tekið af viðkomandi svo klukku- stundum skiptir í refsingaskyni. Annað í efnahagslífinu er í svipuðum dúr. Biðraðirn- ar við verslanirnar eru hverfandi, af því að búðirnar standa meira og minna tómar. Mat- varan er skömmtuð eins og á styrjaldartím- um og það gætir vaxandi óþolinmæði og ör- væntingar meðal landsmanna. „Okkur er sama hvort við líðum hungur, kulda eða verðum skotin", stóð á vegg í óeirðunum í Brascu, sem áður var sagt frá. Þvingungarmeistarinn Causescu stendur fyrir hverri framleiðniendaleysunni á fætur annarri. Þannig áttu t.d. verkamennirnir í Brascu ekki að fá launin sín að fullu greidd, þar sem þeir höfðu ekki framleitt í verk- smiðjunni samkvæmt áætluninni. Það gátu þeir hins vegar ekki gert vegna þess, að þeir höfðu verð teknir úr verksmiðjunum og höfðu verið í þegnskylduvinnu í landbúnað- inum svo vikum skipti. HIN HARÐNESKJULEGA sparnaðaráætl- un er fyrirskipuð til að koma niður erlendri skuldabyrði Rúmeníu með tilvísun til þess að einungis skuldlaust land tryggi sjálfstæði. Og honum hefur orðið talsvert ágengt í þeim efnum; með takmörkunum á innflutningi og vaxandi útflutningi hefur Rúmeníu tekist að ná niður erlendum skuldum um 5 miljafða dollara en þær voru 10 miljarðar dollara 1981. En íbúar landsins líða æ meiri skort, hungur og kulda. Meira að segja Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sem kallar ekki allt ömmu sína þegar verið er að þrengja að fólki, hefur ráðlagt einræðisherranum, sem stjórnar Rúmeníu í nafni kommúnismans, að hægja á niðurgreiðslu erlendra skulda og nota fjármagnið þess í stað til að hressa við efnahagslífið í landinu. Causescu vísaði þessari ráðleggingu frá og hafði á orði að þetta væri aðför að sjálfstæði Rúmeníu. • Óskar Guðmundsson 56

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.