Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 61

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 61
• Willys-jeppinn kynbættur frá frumgeröum. Einmitt þessi gerð varð bæði fjölnýtt í hernaði og landbúnaði enda framleiddur í hundruðum þúsunda eintaka. Engu að síðui var enginn ein bifreiðategund skotin jafn oft í tætlur í síðari heimsstyrjöldinni. 1956. Upphafsmennirnir nutu því ekki ávaxtanna nema í iitlu einu. MARGAR ÁSTÆÐUR hafa verið nefndar fyrir því að bandamenn unnu síðari heims- styröldina. Vafalaust er engin þeirra rétt, ein sér. En það er haft eftir Eisenhower, þá yfirmanni herja bandamanna í Evrópu, síðar forseta Bandaríkjanna, að það hafi einkum verið þrjú hemaðartæki sem réðu sigrinum: Douglas DC-3 Dakota flugvélamar, land- gönguprammamir og jeppamir. JEPPI HEITIR A ENSKU “JEEP“. Tilurð þeirrar nafngiftar er umdeild, en nafnið kom til sem samheiti á ensku síðla árs 1940. Al- gengasta skýringin er sú að hermálayfirvöld notuðu í upphafi nafnið “General Purpose Vehicle“ yfir gripinn, skammstafað GP. Sé lesið úr þeim bókstöfum á ensku verður út- koman sem næst “dsjí pí“ (ritað eftir ís- lenskum framburði). í ljósi tilhneygingar tungumála til að einfaldast varð á enskunni eitt atkvæði úr þessum tveimur, þ.e. Jeep (“dsjíp“). 1 / > Ekki þarf að leita lengi að skýringum á íslenska nafninu. Með því að bera enska orð- ið fram á íslensku varð úr því “jepp“, en það hentaði beygingakerfinu illa og nærtækt var að bæta i-inu við: Jeppi. Karlkynsorð hlaut líka að hæfa þessum alhliða gæðingi vel. Nafnið var reyndar einnig til í málinu fýrir, þó í öðru samhengi væri, og skaðaði ekki að þar var hinn nýi jeppi í viðeigandi umhverfi: Jeppi á Fjalli. JEPPAR BÁRUST HINGAÐ til lands þegar upp úr miðju ári 1941, þegar bandarískir herflokkar tóku við af þeim bresku. Síðan er saga þeirra hérlendis samfelld og á margan hátt mjög markverð; ef til vill hefur jeppinn haft meiri áhrif hér á landi en víða annars staðar, sé litið á þátt hans í landbúnaði og samgöngum. Sú saga verður rakin að nokkru í þessum pistlum síðar. Þetta var fyrsta vers. ! < 'J - ■■■ I • Asgeir Sigurgestsson • Frumjeppinn magnaði. Bantam árgerð 1940. Þessi bíll er í Smith- Sonian safninu í Washington - og er áttundi jeppinn sem framleiddur var. 61

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.