Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 11

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 11
Vaxtaskrúfan var sett af stað með hækkun spariskírteina. Lífeyrissjóð- irnir hafa gert samkomulag við ríkið um að vextir af skuldabréfum sem þeir kaupa af byggingasjóði ríkisins séu sambærilegir við vextina af spariskírteinum ríkisins. Þetta samkomulag gildir út árið. Lífeyris- sjóðirnir munu því sjálfkrafa fá vaxta- hækkanir af sínum bréfakaupum af bygg- ingasjóðunum. Þá mun fjármálaráðherra hækka vextina á húsnæðislánunum enn á ný og bankakerfið allt mun auðvitað ekki sitja hjá í vaxtapartíinu frekar en fyrri dag- inn. Og síðan aftur koll af kolli. Þannig er þessi svikamylla vaxtahækkana. Alger svikamylla. Nema fólkið grípi til sinna ráða. Getur verkalýðshreyfingin eða vill stöðva þetta hjól? Ætla samtök vinnuveit- enda að horfa þegjandi á? Oðru hvoru komast hagfræðingar til áhrifa sem líta á hávexti sem pottþétt hagstjórnartæki. Þeir réðu lögum og lof- um árið 1984 og 1987 þannig að þjóðin hefur við ákveðna reynslu að miða nú þegar aftur er gripið til hliðstæðra ráðstaf- ana til að íþyngja skuldurum og færa fjár- magnseigendum milljarða á silfurfati. Dæmigerð fyrir þessa hávaxtahugsun eru ummæli Sigurðar B. Stefánssonar í Morgunblaðinu 23. maí sl.: „Sumir stjórnmálamenn halda því fram alveg blá- kalt fyrir augum og eyrum alþjóðar að vaxtahækkun leiði til verðbólgu. ísland væri þá eina landið í heiminum sem það lögmál gilti um.“ Þessi ummæli eru dæm- igerð fyrir hávaxtaskólann. En er það kannske einmitt reyndin að Island sé öðruvísi en önnur lönd til hagstjórnar? Er ekki Island eina landið meðal samanburð- arlanda sem býr við verðtryggingu láns- fjár? Er ekki mun meiri fákeppni ríkjandi á lánamarkaði á Islandi en nokkurstaðar annars staðar í þessum samanburðarlönd- um? Er ekki einhæfni atvinnulífs meiri á íslandi en í nokkru hugsanlegu saman- burðarlandi? Meinið er að hagfræðingarn- ir gera alltof lítið af því að horfa til hinna sértæku aðstæðna á íslandi sem gera það að verkum að efnahagslíkönin í kennslu- bókum ganga ekki upp hér á landi. Þetta er öðruvísi en annars staðar. Þó hávaxtahagfræðingar séu lang há- værastir og ráði mestu um peningamál nú um stundir á íslandi þá eru aðrar kenning- ar uppi í flestum samanburðarlöndunum. Þar telja menn að jafnvægi þurfi að ríkja á markaði til að hægt sé að beita vaxtahækk- unum í þessu skyni. Dr.Magni Guð- mundsson hagfræðingur hefur verið manna ódeigastur við að benda löndum sínum á að lögmál hagfræðinnar séu af- Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur hjá BSRB. Hærri raunvextir verða kostnað- arauki fyrir ríkissjóð. Gæti aukið útgjöld ríkissjóðs Rannveig Sigurðardóttir hagfrœðingur hjá BSRB um aðgerðir nkisstjórnarinnar í húsnœðismálum —Utgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða ríkisstjómarinnar í húsnæðismálum kunna að verða meiri en sparnaðurinn sem af þeim hlýst, segir Rannveig Sig- urðardóttir hagfræðingur hjá BSRB. Hún telur einnig að aukin ásókn í hús- bréf vegna lokunar biðraðarinnar í 86 kerfinu geti haft í för með sér hærri ávöxtunarkröfu þeirra, en húsbréfin eru leiðandi fyrir vaxtarstigið í landinu og hærri raunvextir verði skuldugum ríkissjóði að sjálfsögðu kostnaðarauki: — Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í hús- næðismálum verður að skoða í sam- hengi. Sparnaður á einum stað í kerfinu getur leitt til aukinna útgjalda annars- staðar. Tökum sem dæmi afturvirkar vaxtahækkanir í 86 kerfinu og lokun biðraðarinnar þar. Markmiðið er að minnka útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta- niðurgreiðslna. En hverjar eru líklegar afleiðingar? — Afturvirku vaxtahækkanirnar eiga eflaust eftir að hafa í för með sér að einhverjir geta ekki staðið undir þessari auknu greiðslubyrði. Fullyrðingar um að þeir sem eru með lágar tekjur fái þetta að fullu bætt með auknum vaxtabótum eru ekki á rökum reistar. Þeir útreikn- ingar sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér sýna að þeir sem fá þetta að fullu bætt eru með tekjur langt undir efri mörkum í félagslega húsnæðiskerfinu og eru því ekki í 86 kerfinu og að fólk með meðalfjölskyldutekjur fær ekki aukna greiðslubyrði bætta með auknum vaxta- bótum. — Lokun biðraðarinnar hefur í för með sér að 2700 manns í svokölluðum forgangshópi, þ.e. þeir sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð verða að snúa sér annað. Þeir geta valið um þrennt, húsbréfakerfið ef þeir hafa nægar tekjur og sparnað til að fá greiðslumat þar, hinn frjálsa leigumarkað þar sem greiðslu- byrði þeirra verður meiri en sú sem þeir voru taldir geta staðið undir í húsbréfa- kerfinu og félagslega húsnæðiskerfið ef tekjur þeirra eru nægilega lágar. — Ef stór hluti þeirra sem nú er lokað á leita í félagslega húsnæðiskerfið eykst þrýstingurinn þar. Og ef ríkisstjórnin og þá sérstaklega Jóhanna Sigurðardóttir ætla að standa við gefin loforð um upp- byggingu í félagslega húsnæðiskerfinu þarf að byggja enn fleiri félagslegar íbúð- ir. Og þá erum við ekki lengur að tala um að ríkið þurfi að niðurgreiða vexti til íbúðakaupenda um 2% eins og í 86 kerf- inu heldur um 5%. — Þannig hefur greiðslubyrði margra íbúðakaupenda verið þyngd þegar upp er staðið án þess að upphaflegt markmið um sparnað fyrir ríkissjóð hafi náðst. Þvert á móti kunna útgjöld ríkissjóðs vegna þessara aðgerða að verða meiri en sparnaðurinn sem af þeim hlýst. — Því má bæta við að aukin ásókn í húsbréf vegna lokunar biðraðarinnar í 86 kerfinu eykur framboð þeirra á verð- bréfamarkaði. Þetta hefur í för með sér hærri ávöxtunarkröfu húsbréfa sem eru leiðandi fyrir vaxtarstigið í landinu og hærri raunvextir eru skuldugum ríkis- sjóði að sjálfsögðu kostnaðarauki. 0 ÞJÓÐLÍF 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.