Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 13

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 13
MENGUNARVÖRN SEM SPARAR ✓ Islenskur Breti flytur inn mengunarvörn fyrir bíla og báta sem sparar jafnframt eldsneyti. Rannsóknir gefa til kynna 7 til 10% sparnað eldsneytis og allt að 50% minni mengun. Tregða við að fá viðurkenningu opinberra aðila „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég las um tækið í bílablaði fyrir tveimur árum“, segir David Butt innflytjandi í spjalli við Þjóðlíf. „Fyrir rúmu ári flutti ég inn fyrstu tækin og síðan hefur þetta smám saman verið að þróast“. David Butt hefur átt heima í 14 ár á íslandi og býr á Akranesi. Um nokkurra missera skeið hefur hann flutt inn og kynnt hið nýja tæki sem nefnt er Power- plus. Þetta tæki kemur í staðinn fyrir eða sem viðbót við dýran „katalysator“, hvarfa, -mengunarvarnaútbúnað sem evrópskar reglugerðir gera ráð fyrir að verði innan örfárra ára kominn á alla bíla. Hins vegar er hægt að setja Powerplus á eldri bíla sem hafa engan mengunarvarna- útbúnað. Hvarfmn þykir mjög dýr um leið og hann eykur eldsneytisþörf bílanna. Nýja galdratækið eyðir mengunarefnun- um í vélinni sjálfri með því að brenna þau og nýtir eldsneytið mun betur. Powerplus er sett á eldsneytisleiðslu milli síu og blöndungs bifreiðar og segir David að eit- urefnin úr útblæstrinum eyðist allt að 50% og allir bílar geti notað blýlaust bensín með Powerplus tækninni án nokkurra breytinga. David segir einfalt að setja tækið í bíl- vélar og tækið sem er einfaldur hólkur á að sjá, eigi að endast í 240 þúsund kílómetra akstur. Tækið kostar 12 þúsund krónur fyrir venjulega fólksbíla en 15 þúsund fyrir átta strokka vélar. Þá er tækið einnig fáanlegt í díselvélar og er þá aðeins öðru- vísi. Það hefur verið notað í báta- og skipa- vélar með góðum árangri. Reynslan hefur orðið sú að eldsneytiseyðslan hefur minnkað um 5 til 15%, vélaraflið hefur aukist um 3% og skaðleg efni minnkað um helming. Sparnaðurinn er ótrúlegur. Prófanir hafa sýnt sparnað frá 7 til 14% í díselvélum og frá 7 til 10% í bensínvélum. Breska varnarmálaráðuneytið hefur haft ákveðið frumkvæði í rannsóknum á þessu tæki. Hér á landi hafa nokkur fyrirtæki og opin- berar stofnanir reynt tækið. Hjá Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi var það reynt fyrst í Scania 112H og leiddi til elds- neytissparnaðar upp á 10.5%. Síðar varð sparnaðurinn meiri eða 12.89%. Þá má nefna að Akraneskaupstaður og Reykja- víkurborg eru að reyna tækið í nokkrum bifreiðum og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa fylgt í kjölfarið, segir David. Hann kveður notkunina fara hægt af stað hér á landi eins og reyndar erlendis líka þar sem opinberar stofnanir og nokk- ur stórfyrirtæki hafa fyrst reynt tækið. Alls eru svona tæki í 100 til 120 bílum á Islandi en um 200 þúsund í Bretlandi. Búnaðurinn hefur verið reyndur í Bret- landi, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Ítalíu, Chile og á íslandi. David Butt hefur kynnt tækið opinber- um aðilum, m.a. umhverfisráðuneytinu og Hollustuvernd ríkisins og væntir góðra undirtekta. Hann tekur fram að Power- plus í Bretlandi tryggi allar vélar sem nota búnaðinn hjá Accident tryggingafélaginu. Ýmsar tilgátur eru á lofti um það hvað það sé í tækinu sem valdi því að eldsneyti sparist, mengunarefni eyðist og vélarafl aukist. Sumir telja að hér sé um hvataáhrif að ræða og enn aðrir að rafseguláhrif hafi nokkuð að segja. En einmitt þessi ráðgáta kann að vefjast fyrir opinberum aðilum og tefja fyrir viðurkenningu og stuðningi við þessa hagkvæmu tegund mengunarvarna- útbúnaðs á bifreiðar. () Auðvelt þykir að koma tækinu fyrir í bílvélum enda er tækið fyrirferðarlítið og einfalt. ÞJÓÐLÍF 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.