Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 16

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 16
SKÁK SUMARSKÁK — Opnu mótin í Evrópu draga til sín skákmenn í sumarleyfi ÁSKELL ÖRN KÁRASON Nú þegar sumrar gengur í garð tími opnu skákmótanna í Evrópu. Þótt við Islendingar tengjum skákiðkun gjarn- an við skammdegið er því ekki þannig varið í Mið- og Suðurevrópu, gósenlandi opnu skákmótanna. Með hækkandi sól og sumarleyfum tekur fjöldi skákmanna sig upp með nesti (sem oftast er skákblöð og -bækur, e.t.v. ferðatölva og skákdiskling- ar hjá þeim sem komist hafa í álnir) og nýja skó; ferðast frá einu mótinu á annað og tefla eins og þeir eigi lífið að leysa. Frá því í júníbyrjun rekur hvert mótið annað um alla álfuna, mest ber á þeim á svæðinu frá Þýskalandi austur um til Ung- verjalands og Júgóslavíu og um Miðjarð- arhafsströndina vestur til Spánar. Verð- laun eru óvíða há og stjörnur skákheims- ins líta ekki við þessum mótum. Allmargir skákmenn hafa þó af þeim sitt lifibrauð en sú hvöt sem flesta keyrir áfram er vonin um að slá í gegn — ef ekki á þessu móti, þá á því næsta — og ná sér í alþjóðlegan titil. Slíkri vegsemd fylgir greiðari aðgangur að sterkum mótum þar sem verðlaun eru hærri. Töluna fyllir svo þriðji hópurinn; hinir eilífu áhugamenn sem gera sér litlar vonir um titla en taka þátt sér til gamans og eiga sér kannski þann draum að leggja einstaka stórlax að velli og fá þar með efni í góða sögu handa barnabörnunum. Hinn dæmigerði titilveiðimaður á þessum mið- evrópumótum er ungur maður sem e.t.v. dregur fram lífið á atvinnuleysisbótum eða gutlar eitthvað í námi og eyðir sumar- fríinu í að tefla mót eftir mót svo mánuð- um skiptir. Alþjóðaskáksambandið útdeilir þremur virðingartitlum til skákmanna eftir ár- angri þeirra. Skákmenn eru vegnir og metnir eftir alþjóðlegum titlum og þau kjör sem þeim bjóðast miðast við þá. Minnst gildi hefur FIDE meistaratitillinn og fylgja honum fáir kostir en ef mönnum tekst að ávinna sér titil alþjóðlegs meistara verður vegur þeirra meiri, þeir borga ekki þátttökugjald á opnum mótum og fá jafn- vel boð á sterkari lokuð mót. En margir eru um hituna og lífsbaráttan hörð enda stefna allir alþjóðlegir meistarar að stór- meistaratitlinum sem opnar ýmsar dyr. Hefurmisst áhuga á skák en sigraði samt: sov■ éski stórmeistarinn Salov. Aðeins stórmeistarar geta gert sér vonir um að lifa af skákiðkun, þeir eru að jafnaði eftirsóttir á mót og betur er við þá gert en aðra þótt aukinn fjöldi stórmeistara á síð- ustu árum og umfram allt flóð lítt þekktra og eitilharðra skákmanna frá Austur- evrópu hafi raskað fyrra jafnvægi fram- boðs og eftirspurnar á skákvellinum. Þeir skákbræður úr austurvegi gera litlar kröf- ur um aðbúnað og uppihald og eru margir tilbúnir til að tefla sig ráðalausa mót eftir mót til að ná í smávegis gjaldeyri sem ekki nægði til að framfleyta sér með á vestur- löndum. Afleiðingin er sú að opnu mótun- um fer fjölgandi en aðstæður versna og verðlaun lækka. egar dregur norður á bóginn fækkar opnu mótunum. Alþjóðlega Reykja- víkurskákmótið sem haldið er annaðhvert ár (næst í ársbyrjun 1992) er eitt hinna „stóru“ opnu móta þar sem jafnvel þeir sterkustu láta sjá sig enda eru verðlaun allhá og aðbúnaður rómaður en þar vegur dýrt ferðalag á móti. Sá staður sem rómað- astur er á Norðurlöndum fyrir opin skák- mót er tvímælalaust norska fjallahótelið í Gausdal upp af Guðbrandsdalnum á slóð- um Péturs Gauts. Þar hefur hinn eljusami norski skákfrömuður Arnold Eikrem staðið fyrir skákmótum í rúman áratug. Þarna uppi á háfjöllum safnast nokkrum sinnum á ári saman skákmenn, fulltrúar allra þeirra hópa sem nefndir eru hér að framan. Þaðan eiga nokkrir íslendingar góðar minningar. Margeir Pétursson hef- ur unnið þar marga af sínum bestu sigr- um. Hannes Hlífar Stefánsson náði þar áfanga að stórmeistaratitli í fyrra og Þröst- ur Þórhallsson að alþjóðlegum árið áður. Sumarvertíðin hjá Eikrem hefst strax um páska og í apríllok hélt hann enn eitt mót- ið. Þá var enn allt á kafi í snjó þarna í tæplega 1000 metra hæð en þrátt fyrir fannfergið voru mættir til leiks 54 skákúlf- ar frá öllum Norðurlöndunum, Þýska- landi, Englandi og Bandaríkjunum. Að auki voru þar í boði Eikrems þátttakendur frá nokkrum af „óstýrilátari“ lýðveldum Sovétríkjanna, Eystrasaltsríkjunum (en þau telur skákfrömuðurinn nánast í hópi Norðurlandanna) og Grúsíu. Verðlaun eru ekki há í Gausdal og flestir sem þangað koma eru á titilveiðum. í þetta sinn fiskaðist bærilega; Edvin Keng- is frá Lettlandi sigraði og náði lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli, í 2.-4. sæti urðu Svíinn Ernst, Tékkinn Jansa og rússneskættaði Bandaríkjamaðurinn Al- exander Ivanov sem einnig verður útn- efndur stórmeistari eftir þennan árangur. íslensku keppendurnir voru þrír; Hann- esi Hlífari Stefánssyni tókst ekki að end- urtaka afrek sitt frá í fyrra þótt hann kæm- ist í hóp efstu manna undir lokin eftir slaka byrjun. Árangur hinna sönnu áhugamanna, Gylfa Þórhallssonar frá Akureyri og sögumanns, var að vonum; okkur skorti aðeins hálfan vinning til að ná 50% vinningshlutfalli og nokkur höf- uðleður af titilhöfum héngu við beltið þegar lagt var af stað heim að móti loknu. Árangurinn nægir Gylfa til að ná í alþjóð- leg stig en það getur varðað miklu. Það er ávallt sérstök stemning að tefla í Gausdal, nánast á útilegumannaslóðum en vistin er góð á þessu aldargamla hóteli sem einkum er rómað fyrir góðan og sérlega hitaeiningaríkan mat, (úrval búðinga, suf- 16 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.