Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 19
þau það aftur. En efnahagsástandið í Þýskalandi er tvískipt og verður það áfram í mörg ár. Mánudaginn 29. apríl birtu hagfræð- ingar vorskýrslu sína um ástandið og nið- urstaðan var skýr: á þessu ári mun það fara niður á við; á árinu 1992 er hins vegar búist við því að hagvöxturinn fari loks að byrja — núna er hann 2,5 prósent vestanmegin en neikvæður um 17,5 prósent austanmeg- in, verðbólgan er 3,5 prósent vestanmegin og 11 prósent austanmegin, atvinnuleysið er 5,5 prósent vestanmegin og 15,0 pró- sent austanmegin. Hagfræðingarnir tala um að a.m.k. 1,2 milljónir atvinnulausra í austurhéruðunum á þessu ári; sumir hafa talað um mun meira atvinnuleysi, allt að helmingi vinnufærra manna. Samt eru Austur-Þjóðverjar tiltölulega sáttir við gang mála enn sem komið er. I nýlegri könnun kom fram að tveir þriðju telja að ur sinn hafi batnað við sameiningu. tékkneskri knæpu í Dresden situr gamall maður og drekkur bjór: kan- kvís, grannvaxinn, kvikur eldri maður; hann er farinn að grána í vöngum en drekkur hratt; það er eins og hann sé að sækjast eftir spjalli, vilji taka næsta mann tali en sé samt hræddur við ókunnuga eins og allir þarna, óttist valdið, treysti engum, ég tek hann tali: — Ég er sjötíu og tveggja, segir hann. Ég er menntaður verkfræðingur með kjarnorkuna sem sérgrein og þarf í sjálfu sér ekkert að vera neitt óánægður með starfsferilinn, ég hafði það ágætt, fékk að fara stundum til Moskvu og stundum til Varsjár og einu sinni til Helsinki. Ég er fæddur í Dresden og var í hernum í stríð- inu og ég hefði getað orðið eftir vestan- megin en ég vildi heldur leita að foreldrum mínum í Dresden. Húsið þeirra hafði verið sprengt í tætlur, þau voru á götunni, ég vildi sjá fyrir þeim. Og hann drekkur fleiri bjóra og segir mér fleira um sjálfan sig og um kerfið gamla og kerfið nýja og reykurinn í knæp- unni eykst og fer í augun á gamla mannin- um. Já, segir hann, við byrjuðum stríðið saman og við töpuðum því saman. Því skyldi enginn gleyma. Áður var fólk eins og þú æðra okkur, núna er hægt að tala um okkur báða í sömu setningunni, við erum hætt að vera undirmálsfólk, við Saxarnir. Kohl átti fleiri seðla segir gamli maður- inn, þess vegna kusu hann allir. Það var ekki önnur ástæða. Við nennum ekki að mótmæla lengur — þetta kemur. Og hann bætir við: Dresden á eftir að slá Munchen við eftir tíu ár! Við verðum menningarleg höfuð- borg Evrópu! Fyrsta maí talaði Kurt Biedenkopf forsætisráðherra Sachsen á Einingar- torginu í Dresden og þakkaði þeim sem hrundið hefðu byltingunni af stað á sínum tíma, hann nefndi daginn „Dag endur- reisnar á erfiðum tímum“; hann þykir til vinstri innan Kristilega demókrataflokks- ins, hann er þekktur fyrir að „hugsa þvert“ í pólitík eins og Þjóðverjar orða það, hann vann mikinn sigur í fylkiskosn- ingunum í fyrra, hlaut rúm 52 prósent atkvæða gegn aðeins 19 prósentum at- kvæða jafnaðarmanna. Daginn áður var Biedenkopf í Zwickau þar sem Schumann fæddist og þar sem trabantarnir voru smíðaðir og þar fékk hann síðasta bílinn úr verksmiðjunni að gjöf, — eftir þrjú ár á að fara að smíða þar fólksvagna. Núna stend- ur Biedenkopf hins vegar frammi fyrir miklum vandamálum. I nóvember fór hans eiginn flokkur mikinn í kosninga- baráttu, lofaði sameiningu og óbreyttri skattheimtu um leið; það var slagorð sem allir hlutaðeigandi vissu fyrir kosningar að var einungis glys og fánýti og Lafontaine sagði öllum sem heyra vildu en þá voru þeir í minnihluta sem heyra vildu. Það var samt ekki fyrr en í mars að staðreyndirnar voru lagðar á borðið: skatt- heimta í nýju fylkjunum fór sums staðar niður í að fjármagna aðeins 20 prósent af ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.