Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 20
ERLENT
útgjöldum þeirra, gjaldþrotið blasir hvar-
vetna við, atvinnuleysið gæti verið komið
upp í 50 prósent fyrir áramót. En samt er
afskaplega rólegt í Leipzig og Dresden —
líka kringum 1. maí. Fyrir hálfum mánuði
var aftur mótmælt í miðbænum á mánu-
degi en núna virtist enginn hafa til þess
döngun. Mér var sagt að það væri dýrt að
skipuleggja mótmælin, útvega nauðsyn-
lega hluti, hljóðkerfi handa ræðumönn-
um, prenta kynningarplaköt og dreifa
o.s.frv. Menn væru búnir að gefast upp í
bili. Kannski myndi samt allt byrja aftur
seinna. Já, Leipzig er rólyndisleg borg,
hún var lítið sprengd í stríðinu og þar eru
gamlar kauphallir á miðbæjartorginu, því
rómaða torgi sem varð að undirstöðu bylt-
ingarinnar það dramatíska haust ’89, þar
er einhver fínasta hljómsveit í heimi,
Gewandhaus, þar er merkur háskóli sem
kommúnistar lögðu fyrrum mikla áherslu
á að koma fótunum undir og reistu yfir
hann einhverja hæstu háskólabyggingu
sem ég hef séð — undir henni er síðan
makalaus stúdentaknæpa í niðurgröfnum
kjallara sem minnir á helli og þar var líf
þótt á mánudagskvöldi væri.
Þessi glæsihús menntagyðjunnar
mynda hins vegar áberandi andstæðu við
háhýsin í úthverfum borgarinnar, íveru-
staði hins almenna þegns kommúnis-
mans, ferköntuð og með afar vondri brún-
leitri pússningu: slík hús hafa sums staðar
verið lýst óíbúðarhæf á síðustu mánuðum
sakir efnisgallanna sem núna eru að verða
augljósir — sums staðar hafa svalir hrunið
undan fótum manna og sums staðar hafa
myndast stór göt á veggi á þessu almenna
íbúðarhúsnæði.
Mánudagskvöld í Leipzig er dauflegt:
enginn á ferli, fólk á ekki peninga til að
fara út, þögnin er mikil og myrkrið er
mikið og næturklúbbarnir tveir eru hálf-
tómir þrátt fyrir aðsókn vestrænna kaup-
sýslumanna og nokkurra kornungra dætra
borgarinnar en í Tómasarkirkjunni þar
sem Johann Sebastian Bach stjórnaði
nýrri kantötu á hverjum sunnudegi er org-
anleikari að æfa sig og tónarnir fljóta út úr
kirkjunni og eftir öngstrætinu sem liggur
meðfram henni: þarna fær maður eitt-
hvert stórbrotnasta andríki mannkyns-
sögunnar beint í æð og sér Bach með hár-
kollu sína og söngdrengi sér við hlið og
fiðlunga og pákuþenjara við orgelið stóra
og kantötur á brúnum pappír með blautu
bleki undir kertaljósi mjóu.
onur hafa farið sérstaklega illa út úr
breytingunum í Austur-Þýskalandi.
Þær missa vinnuna fyrstar. Aður höfðu 90
prósent kvenna atvinnu en samt óskuðu
flestar sér að eignast börn, einungis hálft
prósent þeirra vildi það ekki. Ríkið laun-
aði mæðrum sérstaklega með 1000 marka
greiðslu, það rak ókeypis vöggustofur
fyrir börn undir þriggja ára aldri og
ókeypis dagheimili fyrir þau eftir það og ef
börnin veiktust áttu foreldrar rétt á allt að
10 vikna leyfi á ári á fullum launum. En
núna hefur staða kvenna versnað mikið og
það er ekki gott að vera miðaldra kona í
Austur-Þýskalandi, atvinnuhorfur þeirra
eru afar slæmar en úti á miðri götu í Leip-
zig stóð einmitt fölleit en kotroskin mið-
aldra kona og veifaði mér, hún spurði
hvort mig vantaði gistingu, hún miðlaði
herbergjum, núna væri bókamessan og
þess vegna allt fullt. Ég tók boðinu, hún
vísaði mér á ung hjón sem búa í stórri íbúð
í Jugend-stíl húsi í miðborg Leipzig sem
þau sögðu mér að þau hefðu gert upp sjálf.
Ég spurði ekki hvernig þau hefðu haft efni
á því: þau sögðust vera ósköp venjuleg í
skoðunum, svona hugsaði ungt fólk í svip-
aðri stöðu og þau, þau væru ekkert sér-
staklega pólitísk en hefðu trú á Bonn-
stjórninni ennþá: samt hafa jafnaðarmenn
núna jafnmikið fylgi og kristilegir í nýju
fylkjunum — í fyrra var munurinn á
flokkunum 20 prósent.
I útvarpinu kvartaði kona yfir því að
kanslarinn hefði ekki mætt á bókamess-
una og í bókabúðinni kvað við sama tón:
þar var verið að kynna endurútgefin verk
skáldkonu frá Sachsen: hún hét Lene
Voigt, var fædd 1891 og dó 1962, hún fang-
aði framburð fólksins í héraði sínu og
skrásetti, hún orti ljóð um byggðirnar þar
og það er ástin á þeim sem núna ræður
ríkjum á þessum slóðum, hinar saxnesku
ballöður...
eimar er sögufræg borg og raunar
sögufrægari en flestar aðrar. Hún
er stundum nefnd Skáldaþorpið og ekki
að ástæðulausu því þar bjuggu tvö af ást-
sælustu skáldum allra tíma: Goethe og
Schiller. Og báðir ortu til borgarinnar.
Núna er Weimar brún borg, þar eru göt-
urnar brúnar, húsin brún og sum hrunin.
Samt er Kvennatorgið í miðbænum í góðu
standi: þar leigði Goethe sér herbergi ung-
ur maður og keypti sér síðar hús, þar tók-
ust ástir með honum og Charlotte von
Stein og þar kynntist hann líka Christiane
Vulpius og eignaðist með henni barn árið
1789: hún var úthrópuð kona sakir laus-
ungar í samfélagi Skáldaþorpsins og
neyddist þess vegna til að halda sig eink-
um innandyra í húsi Goethes á Kvenna-
torginu uns þau giftust loks árið 1806.
í Weimar skrifaði Goethe meðal ann-
arra verka: Fást.
Og vinur Goethes, Schiller, skrifaði
einnig ýmis stórverka sinna í Weimar,
sjónleikina um Maríu Stúart, Ungfrúna
frá Orleans og Vilhjálm Tell sem leikhús-
stjórinn, Goethe, stjórnaði frumuppsetn-
ingu á. Þarna dó Schiller síðan árið 1805,
einungis 46 ára gamall.
í Weimar var stjórnarskrárþing haldið
árið 1919: þar komu saman þjóðkjörnir
fulltrúar og sömdu um nýjan samfélags-
grundvöll, þar varð stjórnarskráin til, lýð-
„Þama eru klefamir allir ennþá og bekkirnir þunnu og á þeim lágu 60 manns í einum klefa... “
20 ÞJÓÐLÍF