Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 38

Þjóðlíf - 01.05.1991, Síða 38
HLJOMPLÖTUR GUNNAR H. ARSÆLSSON The Milltown Brothers: Slinky Ferskir myllubræður Það er gaman að fá plötur eins og þessa frumraun breska kvintettsins The Milltown Brothers í hendurnar. Maður býst við öllu og engu og þegar svo til allt smellur saman jafn skemmtilega og á „Slinky“ stendur maður glaður upp úr sófanum, setur diskinn aftur á og spilar hann gjarnan enn hærra. Hér er komin enn ein sönn- un þess hvers Bretar eru megnugir í rokktónlist, fersk og fremur hrá tónlistin flæðir um eyrun í lögum eins og Which way should I jump?, Nationality og Seems to me. í þessum lögum fara gítarleikar- arnir, bræðurnir Matt og Si- mon Nelson á kostum, sem og á allri plötunni í heild. Það bregður líka fyrir áhrifum frá goðum eins og John Lennon í söngnum hjá Matt í laginu Sandman og ekki spillir það fyrir. Poppdeildin fær líka sinn skerf, m.a í laginu Sally Ann sem er létt og grípandi. Þetta er að mínu mati fersk- asta og besta rokkplatan sem ég hef heyrt á árinu. lækning Frá Wembley Stadium í Lon- don kemur þessi nýjasti diskur The Cure, en þetta eru hljóm- leikaupptökur frá júlí 1989 og hljómsveitin er í sínu besta formi með hárlubbann og söngvarann Robert Smith í broddi fylkingar enda voru þeir á þessum tíma nýbúnir að gefa út nýjustu breiðskífuna, Disintegration. Það eru fimm aðrir innanborðs í þessari sveit sem hefur verið starfandi með ýmsum mannabreytingum síðan 1976/77. Alls eru átta lög á plötunni, öll í þessum seiðandi og sér- staka stíl sem sveitin hefur Julian Cope: Peggy Suicide Krásir frá Júlla Þessi 34 ára Breti, Julian Cope, hefur í gegn um tíðina verið ýmist álitinn snillingur eða bilaður dópisti. Hann stofnaði árið 1978 hljómsveit- ina The Teardrop Explodes sem gaf út nokkrar breiðskífur og fengu þær misjafna dóma. Um miðjan síðasta áratug leystist sveitin upp. Og fyrst núna er Julian að ná sér reglulega vel á strik, enda hættur að dópa og rugla. Nafn plötunnar, Peggy Suicide stendur fyrir persónugerving jarðarinnar, konu sem Julian sá fyrir sér. Þetta var þreytt kona og illa farin, við það að „hoppa fram af brúninni". Hér eru einnig aðrar ádeilur á ferðinni, t.d. á nefskattinn illræmda sem nú hefur verið felldur niður (platan kom út í byrjun mars í Bretlandi), eit- urlyfjaneyslu og stríðsrekstur. skapað sér og á hinn þrælgóði Smith stærstan þátt í því. Lög- in eru sum hver í rólegri kant- inum en þó kraumar kynngi- magnaður kraftur undir eins og í lögunum Pictures of you, Closedown og Last Dance. Svo eru þarna meiri keyrslulög s.s. Fascination Street og Dis- integration. Söngur Smiths er nánast gallalaus og sama má segja um hljóðfæraleikinn á Entreat sem er einskonar lifandi lækning við amstri hversdagsins. En er þá eitthvað varið í plötuna? Svar mitt er já. Hér er komið heilsteypt verk frá manni sem á árum áður var langt frá því að vera heilsteypt- ur sjálfur. Verk þar sem jörðin og þankar um örlög hennar eru í fyrirrúmi enda veitir senni- lega ekki af því að vekja fólk til umhugsunar um þau efni. Julian Cope er góður laga- smiður og rokkari, það sanna lög eins og Double Vegetation, Leperskin og Ifyou love meat all. Hér eru komnar krásir frá Júlla Kóp á borð hlustenda. 0 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.