Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 39

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 39
The Silencers: Dance to the Holy Man Eigulegir Skotar The Silencers er skoskur kvintett og er leiddur af ná- unga að nafni Jimme O’Neil sem er söngvari og aðallaga- smiður. Þetta er þriðja plata sveitarinnar og hún geislar af ferskleika. Hljómsveitin leik- ur popp og rokk og gætir á stundum áhrifa frá skoskum tónlistarvenjum , t.d. i lögun- um Roseanne og ástarsöngn- um I want you. Sum laganna eru mjög grípandi og dæmi um það er lagið Bulletproof Heart sem fjallar um hættur stór- borga, að það sé nauðsynlegt að vera með skothelt hjarta á slíkum stöðum. Peningasöng- urinn Hey Mr. Bank Manager er líka mjög smellið lag og skemmtilegt en útgangs- punkturinn í laginu er vald bankastofnana til að soga til sín eignir fólks á uppboðum. Dance to the Holy Man er mjög eiguleg plata með góðum lagasmíðum og textum. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Það tók til sýninga í vor þetta stórkostlega verk eftir Richard O’Brien, RockyHor- ror Picture Show. Nú er platan með tónlistinni komin út. Hún er einfaldlega mögnuð og alveg frábært hvað þeim hefur tekist að koma þessu verki vel til skila því það liggur í hlutarins eðli að bera frummyndina saman við út- gáfu M.H. sem stenst þann samanburð fyllilega. Hér standa sig allir frábærlega, misfrábærlega að vísu en óum- deilanleg stjarna plötunnar/ sýningarinnar er Páll Oskar Hjálmtýsson í hlutverki Frank-N-Furter, klæðskipt- ingsins ógurlega („sweet trans- vestite“). Hann er með geysi- góða rödd sem hæfir vel pers- ónunni og glæðir hana miklu lífi. Þetta heyrist t.d. vel í Nú held ég heim (I’m going home). Þýðingin á textanum eftir Veturliða Guðnason er líka meistarastykki útaf fyrir sig og snilldarlega gerð, kemur stemmningunni óskaddaðri til skila og gerir stundum betur en fyrirmyndin. Hér er dæmi úr laginu Taumlaus transi ( Sweer Transvestite). Frank- N-Furter hefur Brad og Janet Leikfélag M.H.: Rocky Horror Picture Show Magnað, tryllt og villt i neti sinu en uti 1 rigmngunm er bíll þeirra með sprungið dekk. Fyrst á ensku: „Well you got caught with a flat tire/ how about that/ well babyes, don’t you panic/by the light of the night/it’ll all seem all- right/I will send you a satanic mechanic.“ Og svo á ástkæra ylhýra: „Svo dekkið þitt sprakk/og þú átt engan tjakk/ en greyin mín, ekki þennan flýti/því gott miðnæturblót/er meinanna bót/ og ég sendi ykkur vélsmið úr víti.“ Þetta er lipurt í meira lagi. Hér verða ekki talin upp einstök lög til þess að hæla þeim en eitt er víst að upp- færsla og meðferð leikhóps M.H. og allra sem komu henni nálægt, leikara, meðsöngvara og hljómsveitarinnar undir stjórn Jóns Ólafssonar, svo einhverjir séu nefndir, er öll- um til mikils sóma og þessu fólki hefur tekist að skapa næstum því meistarastykki. Aðeins herslumuninn vantar. Og hann er lítill. Ýmsir flytjendur: Bandalög 3 Sumarsmellir Það er orðin venja hjá „stóru“ útgefendum hér- lendis, Steinum h/f og Skíf- unni h/fað gefa út safnplötur þegar sól hækkar á lofti. Nú er þriðja platan af Bandalög- um komin út og á henni kennir margra grasa. Alls eru tíu innlendir flytjendur með lög á henni og fimm er- lendir. Mín vegna hefðu allir flytjendurnir mátt vera inn- lendir en hvað um það. Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson eru fyrstir með júrókortið ... af- sakið, júrólagið okkar um hana Nínu, sem lenti í 15. sæti í Róm um daginn. Ágæt ballaða, dálítið stressuð á háu tónunum en Stefáni fer fram í söngnum. Af öðru má nefna lagið Lengi lifi lífið með þeim Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur og Jóhannesi Eiðssyni úr forkeppninni að „Júróvisjón". Þau koma vel út. íslandsvinir eru hressir og tónlistin undir sálar/fönk/ djassáhrifum. Galíleo og Upplyfting syngja létta sum- arsmelli í lögunum Syngjum okkur hás (sem er að mínu mati eitt besta lag plötunnar, smekklega útsett) og Sumar og sól. Lofgjörð um ísland en jafnframt ádeila á gróður- eyðingu felst í Moldrok(k)i, tölvupopplagi og Pís ofkeik, sem er ofhlaðið og yfirkeyrt á köflum að mínu mati. Plús og mínus syngja skólapopp í Skólalaginu. Þá eru hér endurhljóð- blöndur á lögunum Sonnetta (nr.2) og Pöddulaginu (nr.2) með Bubba og Todmobileen þær „hannaði“ Þórhallur Skúlason. Mér finnst fyrr- nefnda útsetningin betri þó endinn sé nokkuð ruglings- legur. Pöddulagið finnst mér handónýtt og nánast eyðilegg- ing á góðu lagi. Síðasta lag Bandalaga (lög- in eru ekki í réttri röð í um- fjölluninni) syngur svo Páll Óskar Hjálmtýsson úr söng- leiknum Rocky Horror Pict- ure Show (sjá annarsstaðar). En Bandalögin eru komin til að vera allavega í nokkra mánuði á vinsældalistunum. Svo kemur væntanlega annar skammtur að ári. ÞJÓÐLÍF 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.