Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 45
Fríða A. Sigurðardóttir ríthöfundur.
forboðinnar ástar og gengið hefur frá konu
til konu og er nú í höndum Nínu tengir
hana órjúfanlegum böndum við þessar
konur, við þetta líf sem hún getur ekki
afneitað. „Vildi fjötra hana, Þórdís, tengja
hana sögu, löngu dauðri sögu, þefjandi
ellisúrt af blóði, mold og fúa“ (146).
ormæðurnar (Sunneva, Katrín, Þór-
dís) annars vegar og Nína hins vegar:
þær eru hinir andstæðu pólar sögunnar
sem allt snýst um og undir þá flokkast svo
ýmsar aðrar andstæður, s.s. fortíð-nútíð,
tilfinningar-tilfinningaleysi og heimur
gilda-gildisleysi. Það er fortíðin sem skap-
ar gildi nútímans, í henni býr vitneskjan
um mannlega breytni. Afneiti maður for-
tíðinni verður heimurinn gildislaus. I slík-
um heimi glatar manneskjan sjálfri sér,
líkt og Nína. En ef nánar er rýnt þá eru
þessi andstæðu skaut aldrei til að marki í
sögunni. Enda þótt Nína láti líta svo út að
hún sé kúl og svöl nútímakona þá er það
bara á yfirborðinu og þessi lýsing nær
aldrei að vera sannfærandi. Sögusamúðin
er ótvírætt með Nínu og í öllum textanum
býr vissan um hina mjúku Nínu, Nínu
sem elskar, Nínu sem hefur fortíðina í sér,
hlustar á raddir vindsins. Þess vegna eru
það líka bestu kaflarnir þegar Nína drekk-
ir sér í sögum og hverfur inn í eitthvað
löngu liðið andrúmsloft sem þó er í sjálfu
sér tímalaust. En þegar kemur að nútím-
anum er allt miklu klisjukenndara.
Eg settist inn í Jagúarinn, dökkbláan,
gljáandi, daufur ilmur af stáli og leðri,
ilmvatni, sígarettum. Keimur afkonu og
vél. Sat smástund, hallaði höfðinu að
hnakkapúðanum, en nautnin horfin,
nautnin sem fyllir mig alltaf þegar ég sest
inn í þennan fullkomna hlut. Jagúarinn,
bílinn minn (131).
Þegar lýsa á Nínu nútímakvendi er það
alltaf á einhvern hátt gervilegt og ótrú-
verðugt, fullmikið eins og eftir auglýs-
ingaforskrift. Það getur þó tæpast verið
ætlunin því þá er hrunið þetta mótvægi
sem á að vera milli Nínu og fortíðarinnar,
engin spenna lengur þar á milli.
Með stíl sínum nær Fríða að skapa sér-
stætt andrúmsloft sem byggist ekki hvað
síst upp á stuttum setningum sem byrja
oft á sögn og fornöfnum er iðulega sleppt.
Kom mér á óvart, Marta, fór út úr
myndinni, ruglaði mig í ríminu. Sendi
mér glott úr dvrunum. Ertandi glott.
(171).
Þessi stíll jaðrar þó á köflum við að vera
tilgerðarlegur líkt og hið eilífa tal um
skógarguðinn Pan þegar minnst er á Eirík,
gamla aristókratann sem býr í sama húsi
og móðir Nínu.
Neistinn er til staðar en verður aldrei að
báli. Kannski vegna þess að þessar miklu
konur foru'ðarinnar og allt það sem þær
standa fyrir gnæfa yfir annað í sögunni.
Þeirra rödd ríkir og gerir það að verkum
að mótvægið, nútíminn í gervi Nínu verð-
ur hálf máttlaust, þó að hún segi söguna.
Hún er einfaldlega of flækt í hið liðna frá
upphafi (og hefur alla tíð verið) til þess að
persónulýsing hennar verði meira en á
yfirborðinu. Það virðist alltaf vera jafn erf-
itt fyrir íslenska rithöfunda að skapa sann-
færandi persónur úr nútímanum en ekki
staðlaðar klisjur. Fortíðin aftur á móti er
sífelld uppspretta dramatískra og vold-
ugra karaktera. Moldarkofarnir, eyðilegar
heiðar og hin sífellda barátta manns og
náttúru sjá til þess.
0
HUGMYNDIN GÓÐ EN...
Sá sem lætur þessi orð hér til hliðar falla
er sögupersóna í Síðasta orðinu og
afkastamikill í ritun minningargreina,
Friðþjófur ívarsen að nafni. Frændi Öldu
þeirrar er við kynntumst í Tímaþjófnum
(Iðunn 1986).
Steinunn fetaði í þeirri bók ótroðnar
slóðir og hún heldur sig líka utan alfara-
vega í nýjustu bók sinni Síðasta orðinu. í
henni eru minningargreinar megin uppi-
staðan. Ekki einungis minningargreinar
um látið fólk heldur rita menn einnig um
bráðlifandi fólk og sjálfa sig.
Á titilsíðu bókarinnar segir að Síðasta
orðið sé „Safn til eftirmæla eftir hluta ív-
arsen-ættbálks og tengdafólk á 20. öld.
Útgefið, safnað, flokkað og ritstýrt af
fræðimanninum Lýtingi Jónssyni frá
GUÐRÚN ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR
Veisu í Önguldal. “ Lýtingur þessi hefur
lengi haft þá iðju að klippa út minningar-
greinar úr forgengilegum dagblöðunum.
Hann ákveður á ellidögunum að safna
saman helstu perlum þessarar bók-
menntagreinar í eina bók. Rekur svo hver
minningargreinin aðra og atriði úr sögu
ívarsen fjölskyldunnar eru dregin fram í
dagsljósið.
I raun skiptir efnið ekki miklu máli í
þessari sögu; það er formið sem situr í
fyrirrúmi. Efnið er notað til að afhjúpa
þann er skrifar, fremur en skapa fléttu.
Ættarsaga ívarsen fjölskyldunnar verður
því aldrei neitt veigamikið atriði enda er
allt sem um hana er skrifað, þ.e. textinn
sjálfur, dregið í efa. Minningargreinar um
sömu manneskjuna eru langt frá því að
vera samhljóða, eru jafnvel algjörar and-
stæður. Gildi greinanna felst aðallega í því
að draga fram og ýkja þá tilhneigingu
greinarhöfunda að skrifa meira um sjálfa
sig en þann látna.
Minningargreinarnar fá vægast sagt
háðuglega útreið hjá Steinunni. Flestar
eru þær illa skrifaðar og efnistök oftast
með eindæmum. Sem dæmi má nefna
minningargrein um fuglavininn Bertu
Gauksdóttur þar sem greinarhöfundur
talar m.a. um utanlandsferðir þeirrar
látnu um dagana og fylgir eftirfarandi lýs-
ing á teboðum sem hún sótti: „Þá voru
meðal annars á borðum agúrkusamlokur
eða cucumber sandwiches sem Berta
kannaðist við úr leikritinu The Impor-
tance of Being Earnest eftir Oscar Wilde.
ÞJÓÐLÍF 45