Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 49

Þjóðlíf - 01.05.1991, Qupperneq 49
Nýrufrá Tyrklandi fil Nýlega var læknisleyfið tekið af enska skurðlækninum Raymond Crockett. Hann rak vel búna einkaskurð- stofu í London og hafði hagnast vel af rekstri hennar. Fín íbúð á besta stað í London, herragarður uppí sveit, einbýlis- hús í Sviss og sumarhús á Sardiníu. Hann byggði velmegun sína á því að kaupa nýru fátækra tyrkneskra bænda fyrir 200.000 kr. stykkið og selja til ríkra viðskiptavina fyrir tífalt verð. Það var ekki fyrr en einn „gefanda“ lést á skurðarborðinu sem yfir- völd gripu í taumana. Það kom líka í ljós að einn Tyrkjanna vissi ekki að fyrir dyr- um stæði að fjarlægja annað nýra hans. Hann hafði farið til London í þeirri trú að hans biði atvinna þar. í Tyrklandi bönn- uðu yfirvöld árið 1987 alla verslun með líffæri en þrátt fyrir bannið auglýsa fá- tæklingar enn nýru til sölu í dagblöðum. Seldu nýrað í Þýskalandi... Nýru eru sérstaklega eftirsótt. Talið eraðíÞýskalandieinu þurfi um 5þúsundmanns nýra árlega á sama tíma og aðeins er hægt að framkvæma 2 þúsund aðgerðir vegna skorts á gefendum. Indland: Vekjaraklukku fyrir nýra Ef þú ert gjaldþrota en hefur ekki taugar til að fremja auðgunarbrot, þorir ekki að ræna banka eða byrja nýtt líf erlendis, þá geturðu útvegað þér fjármagn með því að selja úr þér nýrað.“ Textinn er úr þýskum bæklingi sem sendur hefur verið til eigenda fyrirtækja sem farið hafa á hausinn. Höfundur textans er maður að nafni Rainer Rene Adelmann von Adel- mannsfelden, ævintýramaður sem sýslað hefur með margt á lífsbrautinni. Hann seldi um tíma aðalstitla til yfirlætislegra ríkisbubba og útvegaði sér þá sjálfur aðal- stitil. Þeir sem vilja kaupa eða selja nýra gerast meðlimir í samtökum Adelmanns „Félagsskapurinn fyrir gagnkvæma hjálp manna á milli“ og borga 100 mörk í félags- gjald. Að sögn geta menn fengið allt að 50.000 mörk eða hátt í tvær milljónir ís- lenskra króna fyrir nýra sem selt er fyrir milligöngu Adelmanns. Hann sendir við- skiptavini erlendis til að fara kringum þýsk lög sem aðeins heimila nýrnatöku úr lifandi mönnum ef færa á líffærið í nákom- inn ættingja. Ilndlandi er miðstöð nýrnaflutninga við Jasloka sjúkrahúsið í Bombay. Einn þeirra sem undirbjó stofnun nýrnamið- stöðvarinnar var dr. Shantilal Metha. „Ég harma það núna að ég tók þátt í þeirri vinnu,“ segir hann. „Ekkert land verald- arinnar samtvinnar á jafn djöfullegan hátt hátækni, fátæklinga og siðlaus læknavís- indi sem hika ekki við að styðja við bakið á miskunnarlausum sölumönnum nýrna.“ Á hverju ári fá um 70.000 Indverjar sjúkdóma sem slá út nýrun og þyrftu ný líffæri. Trúarbrögð hindúa banna líffæra- flutning úr látnu fólki og því reyna óprúttnir læknar að fullnægja þörflnni með því að lokka fátæklinga til að selja líffæri sín. Greiðslan er smánarleg: samsv- arar 6.000 íslenskum krónum. Umboðs- menn læknanna sem lokka fátæklinga til að selja líffæri sín fá vekjaraklukku eða ferðaútvarp fyrir hvert nýra sem þeir út- vega á þann hátt. „Ef þetta verður ekki stöðvað mun stór hluti fátækra Indverja hafa aðeins eitt nýra eftir 10 ár“ segir dr. K. M. Chug, einn þeirra lækna sem berj- ast gegn líffæraversluninni. ÞJÓÐLÍF 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.