Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 50

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 50
„Augunum var stolið úr mér. ÓLAFUR INGÓLFSSON Gapandi augnatóttir Froilan Jiménez hafa valdið ólgu í Venesuela. Hann seg- ist hafa vaknað upp augnalaus einn dag- inn. Hann segir lækna hafa stolið augun- um og grætt hornhimnurnar í einhvern ríkisbubba. Alþýða manna trúir því að hann sé fórnarlamb miskunnarlausra líf- færaræningja. Læknar og lögregla segja hann hafa blindast í slagsmálum. Sagan hefst á torgi í miðborg Caracas, höfuðborg Venesuela. Froilan Jimén- ez er drykkjumaður. Hann hefur drukkið daglangt og er ofurölvi er lögreglan færir hann til athvarfs drykkjumanna í útjaðri borgarinnar. Þar fær hann flet í stórum sal til að sofa úr sér vímuna. í athvarfinu hafa hundruð annarra drykkjumanna og heim- ilislausra leitað skjóls. Minni Jiménez er ekkert til að gorta sig af eftir margra ára drykkjuskap en hann segir sig minnast að það hafi komið til sín maður sem kynnti sig sem forstöðumann athvarfsins. Sá hafi sagt við Jiménez að það þyrfti að gera á honum smá aðgerð. Það sé ekkert hættulegt, honum myndi birta fyrir augum eitt augnablik. Jiménez man líka að einn félaganna í athvarfinu 50 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.