Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 Greinarhöfundur, Már Wolfgang Mixa. Þessi dæmi segja ekki alla söguna um frumútboð á Íslandi undanfar­ in ár. Gengi hlutabréfa Haga hefur hækk að mikið síðan félagið var skráð síðla árs 2011. Eigend­ ur hlutabréfa í Regin hf., fyrsta skráða fasteignafélaginu í Kaup­ höllinni, hafa einn ig fengið góða ávöxtun á fjárfestingu sinni frá því að frumútboð þeirra átti sér stað. Á eftirfarandi mynd er búið að setja grunn á einum sem er loka­ gengi fyrsta viðskiptadags á þeim félögum sem hér hefur verið fjallað um. Sést að gengi þeirra hækkaði töluvert fyrstu mánuði í kjölfar frumútboða á hlutabréfum félaganna. Hagnaður VÍS TM Vodafone Eimskip ISK Eimskip EUR 2010 204 765 274 1.982 12.241 2011 411 3.437 248 2.122 13.145 2012 2.732 2.638 400 2.046 12.731 2013 2.154 2.078 847 1.756 10.817 6M 2013 1.094 1.157 231 742 4.570 6M 2014 451 1.015 345 589 3.800 Aukning hagnaðar 2010­2011 101% 349% ­9% 7% 7% Aukning hagnaðar 2011­2012 565% ­23% 61% ­4% ­3% Aukning hagnaðar 2012­2013 ­21% ­21% 112% ­14% ­15% Aukning hagnaðar 6M 2013­2014 ­59% ­12% 49% ­21% ­17% frumútboðið átti sér stað. Árlegur hagnaður félagsins árin 2010 til 2011 var í kringum 300 milljónir króna. Miðað við að markaðsvirði félagsins hafi verið í kringum 10 milljarðar króna í útboðinu þurfti hagnaður að aukast töluvert mikið til að standast væntingar eigenda félagsins miðað við slíkt markaðsvirði. Hagnaður ársins 2012 þokaðist í viðunandi átt en hann dróst hins vegar saman á fyrsta ársfjórðungi 2013 og féll gengi hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið. Eftir það fór reksturinn að rétta úr kútnum og var hagnaður þriðja árs fjórðungs til að mynda meiri en hagn aður alls ársins áður. Hagnaður ársins 2013 var til að mynda 847 milljónir króna, sem var meira en tvöföldun á hagnaði ársins áður sem var 400 milljónir króna. Síðan þá hefur hagnaður aukist jafnt og þétt en þó ekki meira en það að mæta væntingum markaðarins um framtíðarhagnað fyrirtækisins. Samantekt Það er áhugavert að bera saman ávöxtun bréfanna að teknu tilliti til arðgreiðslna frá gengi þeirra á fyrsta viðskiptadegi. Gengi hlutabréfa allra fjögurra félaganna er aðeins lægra þegar þetta er skrifað í október 2014 en lokagengi fyrsta dags í viðskiptum þeirra. Munar aftur á móti ekki meira en 4% og myndi endurfjárfesting arðgreiðslna vega aðeins upp á móti þeim mismun, sem gæti hæglega þurrkast út á einum góðum degi í Kauphöllinni. Á eftirfarandi mynd er búið að setja grunn á einum sem er lokagengi fyrsta við skiptadags á þeim félögum sem hér hefur verið fjallað um. Sést að gengi þeirra hækkaði töluvert fyrstu mánuði í kjölfar frumútboða á hlutabréfum félaganna. Gengi Vodafone tók fljótt dýfu þegar upp haflegar væntingar um hagnað stóðust engan veginn en það hefur smám saman náð sér á strik með aukningu hagnaðar. Þveröfuga sögu má segja um VÍS, TM og Eimskip, en þau fyrirtæki stóðust væntingar markaðsaðila fyrstu mánuðina eftir að frumútboðum lauk og gott betur eins og fram kemur í gengi bréfa þeirra, sem lækkaði smám saman. Eins og sést á töflunni jókst hagnaður Vodafone afar mikið árið eftir frumútboð hlutabréfa félagsins. Miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2014 samanborið við árið áður jókst hagnaður um helming. Hagnaður tryggingarfélaganna dróst aftur á móti saman árið sem hlutabréf þeirra voru fyrst skráð á markað. Samdrátturinn var hinn sami í prósentum talið eða 21%. Hagnaður dróst enn meira saman hjá VÍS fyrstu sex mánuði ársins 2014 samanborið við árið 2013 en hjá TM var samdrátturinn 12%. Hjá Eimskip dróst hagnaður saman um 15% fyrsta árið eftir skráningu í Kaup höllina og þarf töluverð umskipti í rekstri félagsins til að hagnaður dragist ekki enn meira saman árið 2014. Þessi dæmi segja ekki alla söguna um frumútboð á Íslandi undanfarin ár. Eins og bent var á annars staðar í þessari umfjöllun hefur gengi hlutabréfa Haga hækkað mikið síðan félagið var skráð síðla árs 2011. Eigendur hlutabréfa í Regin hf., fyrsta skráða fasteignafélaginu í Kauphöllinni, hafa einnig fengið góða ávöxtun á fjár festingu sinni frá því að frumútboð þeirra átti sér stað. Bæði þessi félög hafa sýnt betri hagnað en gert var ráð fyrir þegar bréf þeirra voru upphaflega skráð í Kaup höllina og hefur stjórn Haga hf. til að mynda tvisvar séð ástæðu til þess að senda frá sér jákvæða afkomuviðvörun, þ.e. að hagnaður yrði töluvert meiri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Þessi dæmi veita vísbendingu um að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi tekur mikið tillit til hagnaðar fyrirtækja við verðmat þeirra og e.t.v. minna tillit til þátta eins og umræðu í kring um frumútboð bréfa og takmarkaðs framboðs skráðra hlutabréfa á Íslandi eins og almenn umræða virðist oft taka sem vísu. hlutabréf 0,7   0,8   0,9   1   1,1   1,2   1,3   VÍS   TM   Eimskip   Vodafone  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.