Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 43 Þ að er hætt við að Ragn ari Reykás yrði mikið niðri fyrir, með tilheyrandi ma… ma… ma…­sogum, ef einhver segði honum frá Jack Ma, stofnanda og stjórnarformanni kínverska fyrirtækisins Alibaba. Fyrirtækið var skráð á hluta ­ bréfa markað fyrir nokkrum vikum og var um að ræða stærsta frumútboð frá upphafi. Skráð markaðsverðmæti fyrirtækisins er nú hærra en Boeing, Airbus og Federal Express samanlagt. Og hærra en markaðsverðmæti margra af hinum svokölluðu „tæknirisum“. Og Jack Ma er, á pappír, einn auðugasti maður í Kína eða sá auðugasti eftir því hvernig daglegir vindar blása á hlutabréfamarkaði. Það hefur ekki alltaf verið sama sagan með Jack. Fyrir tveimur áratugum var hann enskukennari að fara yfir óreglulegar sagnir í ensku. Svo tók hann ákvörðun um að verða frumkvöðull. Afraksturinn er stærsta fyrirtæki í heimi á sviði viðskipta á netinu, með mörg hundruð milljónir viðskipta ­ vina, enda eru heimahagarnir fjölmennir. Í fyrra var umfang viðskipta fyrirtækisins meira en eBay og Amazon.com sam an ­ lagt. Í bréfi sem Jack sendi til samstarfsmanna sinna í undan ­ fara beiðni um skráningu á hlutabréfamarkað hamrar hann á því að kennisetning fyrirtæki s­ ins verði óbreytt eftir skráningu; viðskiptavinurinn í fyrsta sæti, starfsmenn í öðru sæti, hluthafar í þriðja sæti. Og reyndar er Jack ekkert sérstaklega uppnuminn yfir skráningu fyrirtækisins sem hann líkir við stopp á bensínstöð til að fylla á tankinn á bíltúr. Reyndar á löngum bíltúr en þeg ar Jack og nokkrir vinir hans stofn ­ uðu Alibaba var von þeirra að fyrirtækið myndi lifa í 102 ár. Þegar Jack er mæddur eða arg ur horfir hann á Forrest Gump. „Myndin segir mér að hvað sem breytist, þá ert þú… þú.“ lOFtUR ólAFSSON – sjóðstjóri hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Ali Baba og fjársjóðurinn Á sta Bjarnadóttir segir oft erfitt að vera stjórn ­ andi í sérfræðinga ­ fyrir tæki þar sem sérfræðingar beri gjarna meiri virðingu fyrir tæknilegri þekkingu og reynslu af verkefn­ um en stjórn un sem slíkri. Hún segir Google eitt af þeim fyrirtækj­ um sem hafi brennt sig á þessu á síðasta áratug. „Neikvæð viðhorf gagnvart stjórnun hjá Google gengu svo langt að prófað var að taka út alla millistjórnendur um tíma. Það gekk ekki og í kjölfarið var sett í gang rannsókn þar sem leitað var svara við því í fyrsta lagi hvort stjórnun væri nauðsyn­ leg hjá Google og í öðru lagi, ef fyrsta svarið yrði jákvætt, hvernig stjórnun væri þá æskileg. Notuð voru ýmis gögn, til dæmis 360 gráðu mat og reglulegar starfs­ mannakannanir, auk viðtala við stjórnendur og starfsmenn, ekki síst starfsmenn sem höfðu sagt upp störfum.“ Fyrirtækið bjó í framhaldinu til stjórnunarlíkan þar sem fram kom hagnýt lýsing á þeim hegð ­ unarþáttum sem rannsóknin hafði sýnt að skiptu mestu máli. Stjórn­ unarlíkan Google felur í sér átta skilgreind svið hegðunar og er það nú notað við val á stjórnendum, mat á frammistöðu stjórnenda, mæling­ ar á viðhorfum starfsmanna og að sjálfsögðu við þjálfun stjórnenda. Líkanið hefur reynst mjög hagnýtt þannig að stjórn­ endur sem vilja bæta sig geta fengið mikla leiðsögn um hvað þeir eiga að gera og geta reiknað með að það skili árangri.“ Ásta segir forsvarsmenn Google halda því fram að með þessu hafi tekist að kveða niður vantrú sérfræðing­ anna á stjórnun og vilji manna til að taka að sér slík verkefni hafi aukist. DR. ÁStA BJARNADóttiR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN Stjórnun á sérfræðinga­ vinnustað S ímanum mínum var stolið á Kastrup á dögunum þegar ég var á leið til Þýska­ lands. Í fjóra daga var ég án símans og uppgötvaði hvað maður er raunverulega háður honum. Það er ekki bara hve gott er að vera í sambandi við sína nánustu og láta vita af sér. Í símanum voru símanúmer hjá því fólki sem ég var að fara að hitta til að mynda. Í dagbókinni voru heimilisföng og tímasetningar. HERE­kortin tilbúin til að rata á rétta staði, lagalistinn og hljóðbókin biðu hljóð afspilunar fyrir langt ferða lag um sambandsríkið Þýska land. Seint um kvöld á hótelinu ætlaði ég að hringja heim, láta vita; enginn sími á herberginu. Ekki heldur á þeim þremur öðrum góðu hótelum sem ég gisti á. Og tíkallasímar, þeir eru löngu horfnir, eins og gufueim­ reiðin. Vopnaður myndavélum – en saknaði samt sárt símans til að taka dagbókarmyndir af svínasnitseli og dröppuðum Trabant til að senda heim. Enginn Twitter, engar fréttir, ekkert. Merkilegt hve þetta litla tæki er orðið margslugið; gps­tæki, tónlistarspilari, myndavél, vafri, leikir og öpp, allt í einum litlum pakka. Ótrúlegt. Kominn heim fékk ég lánaðan fimm ára gamlan snjall síma, sem eitt sinn var „top of the line“. Það var eins og að fara aftur um aldir, eins og aka dráttarvél á þýskri hraðbraut! Þvílíkar framfarir frá N97 mini í 1020. Og 1520 er víst enn betri. PÁll StEFÁNSSON – ljósmyndari GRæJUR Klukkan hvað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.