Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 E inar Guðbjartsson segir að í nýlegum til lögum frá alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB), þar sem unnið er að breyttum áherslum hvað varðar „regluna um heildarupplýsinga ­ gjöf“, verði meiri áhersla lögð á frumkvæði stjórnar og/eða stjórnenda með tilliti til rekstrar ­ umhverfis hvað varðar upplýs­ ingagjöf. Þessi breytingartillaga gengur undir nafninu „Disclosure Initiative“ eða „frumkvæði í upp ­ lýs ingagjöf“. „Megintilgangur með þess ­ um breytingum er að breyta við leitni þeirra er standa að reikn ingsskilum, þar á meðal endur skoðenda og eftirlitsaðila, í þá veru að meginreglan um heildar upplýsingagjöf sé ekki „að fylla út í reiti“­aðferð heldur eigi reikn ingsskilin að taka mið af því að þau eru sam skiptamiðill á milli aðila á markaði. Því verði að aðlaga ákveðna upplýsingagjöf að rekstrar umhverfi viðkomandi félags.“ Einar segir að þessi tillaga muni breyta nokkrum ákvæðum í IAS 1, t.d. um samþjöppun og framsetningu talna og upp ­ lýsinga, sem og að hafa í lág ­ marki upplýsingar sem ekki hafa efnislegt vægi miðað við tilgang reikn ingsskila. „Í þessum tillögum fá félög ákveðinn sveigjanleika í framsetningu og röðun til að uppfylla ákvæði um heildarupp ­ lýsingagjöf skv. IFRS. Þessi breyting má t.d. ekki hafa áhrif á skiljanleika reiknings skilanna eða möguleika til samanburðar. Því verður að hafa þessi hugtök í huga þegar og ef nýjar tillögur verða samþykktar.“ V aldimar Sigurðsson segir að fleiri fyrirtæki ættu almennt að fara að meta hverjir séu verðmætustu viðskiptavinirnir, hvernig sé hægt að einkenna þá og meta virði þeirra fyrir fyrirtækið. „Fyrirtæki, sem gera þetta, verða sér úti um gögn sem einkenna söluna á einstaka neytendur og setja í gagnagrunn og greina svo hegðunarmynstrið og virði þess að hafa neytand­ ann í viðskiptum eða fyrirtækið ef þetta er á fyrirtækjamarkaði. Þessi fyrirtæki vita þá hvaða viðskiptavinum þau eiga að sinna best hvað varðar fjárfest­ ingar og varðveislu. Það er mikilvægt í markaðssetningu að vita hverjir þessir neytendur eru. Þetta eru t.d. þeir sem kaupa oftast eða eyða miklum pening í hvert skipti. Annað atriði er einnig að auk­ ast en það tengist þeim sem mæla mikið með viðkomandi fyrirtækjum á samfélagsmiðlum eða með bloggskrifum sínum. Sum íslensk fyrirtæki gera þetta en mér finnst að íslensk fyrirtæki mættu almennt tileinka sér meira að leggja með einum eða öðrum hætti mat á hvaða viðskipta­ vinir eru verðmætastir og sinna þeim best. Fyrirtæki ættu t.d. að svara tölvupóstum verðmæt­ ustu viðskiptavinanna fyrr en tölvupóstum annarra viðskipta ­ vina.“ EiNAR GUðBJARtSSON – dósent við HÍ REIKNINGSSKIL DR. VAlDiMAR SiGURðSSON – dósent við við skiptadeild HR MARKAÐS- HERFERÐIN Breytingatillögur um heildar ­ upplýsingagjöf Verðmætustu viðskiptavinirnir M argret Flóvenz segir að fyrir rúm ­ um 50 árum hafi stjórnendur olíu ­ félagsins Royal Dutch Shell velt fyrir sér þeirri spurningu hvort til væru aðferðir sem gerðu mönn um kleift að búa sig undir óvæntar breytingar og áföll með betri hætti en áður. Þeir mótuðu í kjöl farið aðferðafræði sem síðan hefur verið þróuð nánar og er nú notuð víða um heim, bæði af einkaaðilum og opinberum aðil­ um. Aðferðafræðin, sem hefur verið kennd við sviðsmyndir (e. scenarios), er nýtt enn í dag af Shell og er þeim eignuð setn­ ingin „to think the unthinkable“. „Það hefur alltaf verið erfitt að segja fyrir um framtíðina og sviðsmyndaaðferðin snýst ekki um að vita hvað muni gerast, heldur að átta sig betur á því hvað gæti gerst og hvaða afleiðingar slíkir atburðir gætu haft. Því er aðferðin mikið notuð við undirbúning stefnumótunar fyrirtækja, við áætlanagerð og ekki síst við áhættugreiningu. Þetta vinnuferli hjálpar okkur þannig að skilja betur hverjar geti verið hugsanlegar afleið­ ingar tiltekinna ákvarðana áður en til ákvarðanatöku kemur. Við Íslendingar höfum á undanförnum árum reynt það á eigin skinni að þróun margra þátta í starfsumhverfi fyrirtækja hefur orðið með öðrum hætti en nokkurn grunaði. Með því að skoða ógnanir og tækifæri út frá mörgum hugsanlegum framtíðarmyndum sjáum við fleiri möguleika en ella og komum gjarnan auga á hluti sem okkur hefði annars yfirsést. Með því að setja starfsemina inn í mismun­ andi starfsumhverfi í framtíðinni sjáum við hvernig hún getur þróast með ólíkum hætti. Þannig fáum við betri skilning á hvaða valmöguleikum við stöndum frammi fyrir.“ MARGREt FlóVENz – stjórnarformaður KPMGEndurskoðun Spáum í það sem er óhugsandi Álitsgjafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.