Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.08.2014, Blaðsíða 33
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 33 R eynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, fagnar um þessar mundir 40 ára starfs ­ afmæli sínu hjá PwC. Hann var um árabil framkvæmdastjóri og stjórnarformaður stofunnar. Hann var formaður Vals í átta ár og í stjórn félagsins í tíu ár og hóf sem ungur piltur að spila með félaginu bæði í handbolta og fótbolta. Hann hefur alla tíð verið talnaglöggur og vakti athygli tíu ára þegar hann hóf að skrá úrslit allra leikja sem hann lék með Val í dagbók sem faðir hans gaf hon um. Skipulagður og með reglusemi á úrslit um leikja og fjármálum; endurskoðun hlaut að bíða hans. En við byrjum á dagbókar færsl ­ unum árið 1963 sem tíu ára gutti með Val. „Faðir minn, Ragnar Vignir, var keppnis ­ maður í íþróttum og gaf mér dagbók þegar ég var 10 ára og hvatti mig til að skrá niður úrslit leikja. Ég skráði síðan úrslit allra leikja sem ég keppti í – bæði í fótbolta og handbolta; hvar var spilað, hver var and ­ stæðingurinn og hverjir voru í liði Vals og hvaða stöðu þeir léku á vellinum. Svo vann ég upp úr þessu með hverjum ég spilaði mest og hverjir skoruðu flest mörk fyrir Val í þessum flokki eða hinum. Ég var svolítið skipulagður og er það svo sem enn. Því fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir eru kannski fyrst og fremst þeir að maður getur skipulagt og nýtt tímann sinn vel. Það er kostur í starfi endur skoðandans þar sem ég vinn með mörgum og þarf að hitta samstarfsmenn og viðskipta vini á ýmsum tímum. Ókostirnir eru kannski þeir að maður segir nei við einhverju af því að það passar ekki inn í eitthvert skipulag og missir þá kannski af og tekur ekki þátt í einhverju skemmtilegu. Ég held þess vegna að allt sé best í hófi hvað þetta varðar en það er nauðsynlegt fyrir endurskoðendur að vera skipulagðir.“ Framkvæmdastjóri um tíma Hann fór í Verslunarskóla Íslands. „Það var aðallega vegna þess að strákur sem bjó í sama húsi og ég fór í skólann og fræddi mig um það að þar væri gaman; bæði skemmtilegt að læra og mikið og líflegt félags starf. Það kom fljótt í ljós í skólanum að það lá ágætlega fyrir mér að vinna með tölur og náði ég fljótt tökum á bókfærslu og það stefndi í það sem síðar varð. Upphafið að því að ég fór að vinna á endur skoðunarskrifstofu var að fulltrúar PwC spurðu kennara í Versló hvort það væru ekki einhverjir hæfileikaríkir bók­ færslumenn að ljúka stúdentsprófi frá skólanum vorið 1974 og bent var á mig og fleiri. Úr varð að ég fór að vinna hjá PwC daginn sem ég hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1. október 1974. Ég var þá 21 árs og er búinn að vinna samfleytt á þessum ágæta vinnustað í 40 ár.“ Reynir var framkvæmdastjóri PwC á árunum 1987­1998 og eftir það varð hann stjórnarformaður félagsins. Hann gegndi síðan aftur starfi framkvæmdastjóra um tíma eða á árunum 2008­2012. Hann hefur átt sæti í stjórn félagsins frá árinu 2013. „Þegar ég var framkvæmdastjóri lögðum við stjórnendur áherslu á að reka fyrirtækið vel og hafa innan þess ánægt starfsfólk sem fengi framgang í starfi því hluti af starfsemi PwC er að kenna fólki sem tekur síðan löggildingarpróf í endurskoðun. Það ýmist ílengist hjá fyrirtækinu eða fer að vinna annars staðar. Síðan höfum við alltaf lagt áherslu á að viðskiptavinir vildu leita til okkar vegna þess að gæði einkenni störf starfsmanna fyrirtækisins.“ Að ósekju Svo kom skellurinn. Efnahagshrunið. Hvað með ímynd endurskoðenda í kjölfar þess? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að ímynd endurskoðenda skaðaðist við hrunið en ég tel að að hluta til hafi það verið að ósekju. Í umræðunni sem fylgdi hruninu var ekki gerður greinarmunur á því sem endurskoðendur voru að gera og því sem forráðamenn sérstaklega stærri fyrirtækja gerðu; og þá var oft enginn greinarmunur gerður á mismunandi ábyrgð þessara aðila. Það var jafnvel sagt að endurskoðendur færðu bókhald bankanna – sem alls ekki er rétt því bókhald þeirra er fært af þeim og uppgjör þeirra og annarra stærri fyrirtækja eru unnin af þeirra stjórnendum og á ábyrgð þeirra og stjórnar fyrirtækjanna. Ég get orðað þetta þannig að það er vænt ­ ingabil á milli þess sem endurskoð endur raunverulega gera og þess sem margir – sem tóku þátt í umræðunni – halda að þeir geri. Ég held hins vegar að þessi umræða sé að breytast og að fólk sé búið að átta sig á því í hverju vinna okkar felst og hverju við eigum að koma til skila og standa fyrir. Þegar fram í sækir mun sagan staðfesta það að í langflestum tilvikum unnu endur ­ skoðendur vel og eftir þeim lögum og reglum sem um okkar störf gilda.“ Ímynd endurskoðenda skaðaðist við hrunið – en ég tel að að hluta til hafi það verið að ósekju. Í umræðunni sem fylgdi hruninu var ekki gerður greinarmunur á því sem endur­ skoðendur voru að gera og því sem forráðamenn sérstaklega stærri fyrirtækja gerðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.