Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 29.04.2010, Qupperneq 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR2 Stúlkurnar tvær sem létust í bíl- slysi í Reykja- nesbæ á laug- a rd a g h é tu Unnur Lilja Stefánsdótt- ir, fædd 25. ágúst 1991, og Lena Mar- grét Hinriksdóttir, fædd 8. febrúar 1992. Jeppabifreið hafnaði á ljósa- staur og valt við Mánatorg á laugardaginn og er öku- maður hennar grunaður um ölvun við akstur samkvæmt því er fram kemur í frétta- tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum vegna málsins. „Laugardaginn 24.04.2010, kl. 06:33, var lögreglan á Suðurnesjum kvödd út vegna umferðarslyss á Hringbraut í Reykjanesbæ, skammt sunn- an Mánatorgs. Ökumaður jeppabifreiðar sem ekið hafði verið norður Hringbraut hafði misst stjórn á bifreið- inni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur norðan akbrautinnar og síð- an utanvegar sunnan veg- arins þar sem hún valt. Fjórir voru í bi f reiðinni, p i l t u r s e m ók og þrjár stúlkur, allt u n g m e n n i 1 8 - 1 9 á r a gömul. Stúlkurnar þrjár sem ekki virðast hafa verið í bílbelti köstuðust út úr bif- reiðinni en pilturinn sem ók var í bílbelti. Stúlkurnar slös- uðust allar mjög alvarlega og voru fluttar á Landspítalann og færðar á gjörgæsludeild. Tvær stúlknanna létust að kvöldi sunnudagsins 25.04. en þriðju stúlkunni er enn haldið sofandi í öndunarvél. Pilturinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja en reyndist lítið slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur en öll höfðu ung- mennin verið að skemmta sér um nóttina. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins.“ Létust í umferðarslysi í Reykjanesbæ Unnur Lilja Stefánsdóttir og Lena Margrét Hinriksdóttir. Frá vettvangi umferðarslyssins við Mánatorg sl. laugardagsmorgun. Kæru íbúar Suðurnesja! Samfélag okkar hefur orðið fyrir miklu áfalli. Fjórar fjölskyldur og fjöldi vina og ættingja takast nú á við djúpa sorg. Tvær ungar stúlkur látnar, ein alvarlega slösuð og ungur piltur lítt slasaður en tekst á við þá sorg að hafa ekið bifreiðinni. Það er eðlilegt að margar og mismunandi tilfinningar fari um hugann. Doði, afneitun, reiði, samúð, sektarkennd, depurð, skjálfti, hiti, kuldi og fleiri tilfinn- ingar gera vart við sig. Sumar staldra lengi við, aðrar stutt. Sumar koma aftur og aftur en aðrar kannski aldrei. Nú skiptir máli að við styðjum hvert annað í gegnum þessa sorg. Nauðsynlegt er að tala um tilfinningar sínar við ein- hvern sem maður treystir. Fjölskylda og vinir eru oft besta baklandið við þær aðstæður. Það er áfallahjálp, hjálp til að vinna úr áfalli. Við prestarnir á svæðinu erum boðnir og bún- ir til að aðstoða og leiðbeina ef þarf en ekkert kemur í staðinn fyrir nærumhverfi hvers og eins. Trúin er gott haldreypi í sorg eins og í gleði. Biðjum fyrir þeim sem sakna og syrgja. Biðjum Guð að hugga og styrkja. Biðjum Guð að gefa okkur hugrekki til að tjá tilfinningar okkar svo þær lokist ekki inni. Það getur enginn borið sorgina fyrir þig en það geta margir leitt þig áfram. Í Útskálakirkju eru bænastundir á miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Næstu miðvikudagskvöld verða bænastundirnar helg- aðar þjónustu við þá sem vilja eiga samtals- og fyrirbænavett- vang vegna slyssins. Guð geymi ykkur öll. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli. „Það er ekkert vitað á þess- ari stundu hver framtíð SpKef verður en ég get alla vega sagt fyrir víst að starfsemi verður hér áfram, þó ég geti ekki sagt í hvaða mynd það verður,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, for- maður nýrrar stjórnar SpKef sparisjóðs. Kristján Gunnarsson fráfarandi formaður stjórnar Sparisjóðs- ins í Keflavík klökknaði í ræðu sinni með starfsfólki sjóðsins sl. mánudagsmorgun en fundurinn var haldinn vegna yfirtöku rík- isins á sjóðnum sem heitir nú Spkef sparisjóður. Samningar við kröfuhafa gengu ekki upp og því skilaði Kristján inn starfsleyfi Sparisjóðsins til Fjármálaeft- irlitsins á sumardaginn fyrsta. Stjórnarformaðurinn greindi starfsfólki Sparisjóðsins frá stöðu mála á fundi með þeim á mánudagsmorgun og sagði það ömurlegt að 102 ára sögu þessarar stofnunar væri nú lok- ið. Kristján þurfti að gera hlé á ræðu sinni þar sem hann átti erfitt með þessi erfiðu tíðindi. Nokkir starfsmenn brotnuðu niður á fundinum en öðrum létti því erfiðri björgunarsögu er lokið og nýtt upphaf handan hornsins. Undir það tók Guðný Bachmann, starfsmannastjóri þegar hún gekk með konfekt- skálar til að bjóða með kaffinu. Fáir viðskiptavinir voru í Spari- sjóðnum í Keflavík þegar VF leit þar við en þó nokkrir, flest- ir furðu jákvæðir. Þó ekki allir. Einn þeirra sagði að þetta væri ömurleg staða eftir hundrað ár fyrir peningastofnun sem hefði verið lífæð Suðurnesja. „Það hlýtur að verða uppstokkun,“ sagði hann. „Erfiðasti þáttur í svona yfirtök- um er mannlegi þátturinn gagn- vart starfsfólkinu sem margt hefur unnið hér í tugi ára. Fólkið tók þessu með miklu æðruleysi. Það hjálpaði eflaust til að starfs- fólk var ekki eins sjokkerað að við náðum að hafa samband við alla daginn fyrir fundinn. Ég held að það sé í fyrsta skipti í öllum bankayfirtökum sem það hefur náðst,“ sagði Ásta Dís. Það vekur athygli í fréttatil- kynningu Fjármálaeftirlitsins að við yfirtöku SpKef og Byrs er síðarnefndi sjóðurinn með hf. fyrir aftan nafnið. Það eiga for- ráðamenn ríkisins eflaust eftir að útskýra en ekki er ólíklegt í ljósi þess að Byr hf. verði seld- ur en SpKef sparisjóður (eins og hann er nefndur hjá FME) verði hryggjarstykki í stofnun nýs sparisjóðasambands. Í þeirri björgunarvinnu sem staðið hef- ur yfir vegna erfiðrar stöðu hjá SpKef og Byr undanfarið hefur verið horft mikið til allsherjar sameiningar sparisjóðanna með Byr og SpKef sem lang stærstu aðila þar inni. Samkvæmt lög- um um sparisjóði geta þeir ekki verið hlutafélög og því velta menn því nú fyrir sér hvað rík- inu gangi til með þessari óvæntu hlutafélagsvæðingu Byrs. Þeir sem VF hefur talað við telja þetta lang líklegustu hugmyndina. Talið er að nokkrir möguleikar verði skoðaðir í framtíð Spkef. Í fyrsta lagi að hann verði rekinn í óbreyttri mynd. Í öðru lagi yf- irtaki SpKef aðra sparisjóði og í þriðja lagi verði hann yfirtekinn. Síðan er spurningu ósvarað um það hvort ríkið ætli sér að eiga SpKef en ríkið á sem kunnugt er Landsbanka Íslands. Einhver samlegðaráhrif gætu legið þar. Ásta Dís sagði að verið væri að ræða við yfirmenn og stjórnend- ur SpKef um framtíð þeirra en engin breyting yrði hjá almenn- um starfsmönnum SpKef. - en ekki vitað í hvaða mynd. Hugsanlega hryggjarstykki í nýju sparisjóðasambandi. Stjórnarformaðurinn klökknaði. Aldargamalli sögu Sparisjóðsins í Keflavík lokið: SPKEF HELDUR ÁFRAM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.