Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 15

Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 15VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. APRÍL 2010 www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 og laugard. 10 -14 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir veitir ókeypis ráðgjöf um mataræði og bætiefnanotkun í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ þriðjudaginn 4. maí milli kl. 15.00 – 18.00.Þann 17. apríl var haldinn aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi. Þar voru lagðir fram reikningar Kjör- dæmisfélagsins fyrir kosningaárið 2009. Niðurstaða reikn- inganna voru rekstrarútgjöld upp á tæplega þrjár milljónir króna. Lang stærsti kostnaðarliðurinn var auglýsingar og skilti kr. 1.720.000. Kostnaður við fundi var um kr. 80.000 og forvalið kostaði innan við kr. 200.000. Framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum voru aðeins kr. 307.000. 90% af tekjunum komu af opinberum styrkjum. Kjördæmisfélagið er skuldlaust núna. Þessi niðurstaða er umhugsunarverð þegar fréttir berast af milljónastyrkjum til prófkjörsbaráttu einstakra þingmanna og borgarfulltrúa frá ýmsum hagsmunaaðilum. Ég skora á aðra stjórnmálaflokka að leggja fram samsvarandi lykiltölur úr sínum ársreikningum fyrir kosningaárið 2009. Þorsteinn Ólafsson gjaldkeri Kjördæmisfélags VG í Suðurkjördæmi. Þrátt fyrir erfiðan rekstur Reykja-neshafnar árið 2009 og skuldir sem nema um 5 milljörðum króna, mun eignastaða Reykjaneshafnar styrkjast fljótt, að sögn Péturs Jó- hannssonar hafnarstjóra. Það byggir á því að virði lóðargjalda á óúthlutuðum lóðum í Helguvík, samkvæmt gjaldskrá, er um 4 milljarðar kr. Þá er áætl- að að tekjur eftir fimm ár vegna hafnargjalda, lóðarleigu og fast- eignaskatta í Helguvík nemi um 500 milljónum kr. á hverju ári. Áður var talið að aðeins hafnargjöld myndu greiða skuldir upp á 17 árum, en ef framangreint gengur eftir munu skuldirnar verða greiddar upp mun hraðar. Kosningabarátta VG í Suðurkjör- dæmi kostaði þrjár milljónir Góðar framtíðarhorfur Reykjaneshafnar RAÐAuglýsingAR? - auglýsingadeild Víkurfrétta er í síma 421 0001 / gunnar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.