Víkurfréttir - 29.04.2010, Síða 24
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR24
Skólamál á Suðurnesjum
Kosningaskrifstofa VG
í Reykjanesbæ
Opnar 1. maí kl. 14:00, pylsur og drykkir fyrir gesti og gangandi
Atli Gíslason, þingmaður Suðurkjördæmis, verður á staðnum ásamt frambjóðendum.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð býður alla velkomna á kosningaskrifstofu framboðsins
að Hafnagötu 36a, við hliðina á Paddys.
Málefnastofur, 3.- 5. maí frá kl. 16:30.
Mánudaginn, 3. maí, atvinnumál og umhverfismál
Þriðjudaginn, 4. maí, velferðarmál
Miðvikudaginn, 5. maí, lýðræðismál
Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk sl. haust hafa verið til um-
fjöllunar að undanförnu. Samræmd
könnunarpróf eru vissulega einn þáttur
af mati á skólum en hann er aðeins einn
þáttur og sjaldan er fjallað um mat á
öðrum þáttum skólastarfsins. Við skoð-
un á niðurstöðum samræmdra prófa í
10. bekk sl. haust þarf að hafa í huga að
stuttu fyrir prófin í haust kom tilkynn-
ing um það frá menntamálaráðuneyt-
inu að: „Þeir nemendur sem hafa lokið
grunnskólanámi í íslensku, stærðfræði
eða ensku og stunda nú nám í fram-
haldsskólaáfanga í viðkomandi grein,
geta valið hvort þeir taka samræmd
könnunarpróf í þeirri grein eða ekki.“
Í Njarðvíkurskóla var þarna um þó
nokkra nemendur að ræða sem ákváðu
að þreyta ekki prófin þrátt fyrir hvatn-
ingu frá kennurum. Við viljum nota
þetta tækifæri og hvetja nemendur til að
taka þessi próf alvarlega og sýna þannig
hvað í þeim býr og foreldra þeirra til að
leggja þeim lið við undirbúning fyrir
þau.
En niðurstöður samræmdra prófa í tveim-
ur til þremur námsgreinum getur aldrei
gefið heildarmynd og dregið nemendur í
dilka sem góða eða slæma nemendur.
Þrír skólar í Reykjanesbæ hafa á undan-
förnum árum lagt mikla áherslu á stuðn-
ing við jákvæða hegðun (PBS) þar sem
gildi eins og virðing, ábyrgð, vinsemd,
virkni, ánægja, jafnrétti og árangur eru
kennd og æfð með nemendum. Meistara-
nemar í félagsfræðum við HÍ mæla verk-
efnið og eru vísbendingar um að við séum
að ná góðum árangri. Vonandi verða nið-
urstöður þessara mælinga teknar til um-
fjöllunar í fjölmiðlum og hjá yfirvöldum
og vekja jafnmikla athygli og niðurstöður
samræmdra prófa. Í ljósi alls þess sem
að undanförnu hefur gengið á í samfélagi
okkar þá skiptir mannrækt miklu máli í
menntun barna og unglinga, það skiptir
máli hvernig manneskjur við erum og
hvernig samskipti og framkomu við temj-
um okkur.
Við erum er stoltir skólastjórnendur.
Nemendur okkar hafa staðið sig frábær-
lega á þessu skólaári í mörgum grein-
um. Þeir unnu spurningakeppni grunn-
skólanna, Gettu ennþá betur, stóðu sig
frábærlega í Mælsku- og rökræðukeppni
grunnskóla Reykjanesbæjar og Fjörheima,
og mikill metnaður var hjá nemendum
sem tóku þátt í Skólahreystikeppninni í
ár. Við eigum afreksfólk í íþróttum m.a.
Íslandsmeistara í körfubolta í 10. flokki
drengja, drengir sem eru til fyrirmyndar
í samskiptum, ástundun náms og fram-
komu hvar sem þeir koma.
Á föstudaginn fylgdist ég með skemmtun
í Stapa þar sem nemendur grunnskólanna
í Reykjanesbæ sýndu brot af því besta frá
árshátíðum skólanna í vor. Greinilegt
er að mikill metnaður og vinna er lögð í
þessi atriði krakkanna. Gaman var að sjá
nemendur hins nýja skóla á Ásbrú, Háa-
leitisskóla, taka þátt í skemmtuninni og
þeir stóðu sig með prýði eins og allir sem
þarna komu fram. Þá má nefna afrakstur
vinnu nemenda í verk- og listgreinum
sem eru til sýnis um allan bæ á Barnahá-
tíðinni og lýsir fagmennsku í kennslu
þessara greina í skólunum.
Við þurfum að styðja og hvetja börnin
okkar, kynda undir heilbrigðum metnaði í
námi, standa saman um að efla skólana og
vekja athygli á því sem vel er gert í skóla-
starfi hvers skóla.
Lára Guðmundsdóttir,
skólastjóri
Njarðvíkurskóla/Háaleitisskóla
Ásgerður Þorgeirsdóttir,
aðstoðarskólastjóri
Njarðvíkurskóla/Háaleitisskóla
FRÉTTIR
Góðir nemendur / samræmd próf
Frá stjórnendum Njarðvíkurskóla og Háaleitisskóla í Reykjanesbæ
Fræðslufundur
um mikilvægi
hreyfingar
Félag nýrnasjúkra, Parkinsonsamtökin
á Íslandi og Samtök syk-
ursjúkra halda sameig-
inlegan fræðslufund um
mikilvægi hreyfingar og
þjálfunar fyrir langveika
í kvöld, fimmtudaginn
29. apríl kl. 20:00. Fund-
urinn er öllum opinn
og hvetja félögin alla
félagsmenn til að mæta
og taka með sér gesti.
Bein útsending verður frá
fundinum í Heiðarskóla
í Keflavík þar sem hægt
verður að fylgjast með
honum á sýningartjaldi.
Fyrirlesarar eru:
Ólafur Skúli Indr-
iðason, nýrnalæknir
Jóna Hildur Bjarnadóttir,
íþróttafræðingur hjá ÍSÍ
Auglýsingasími
Víkurfrétta
er 421 0001