Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 28

Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR28 VEL LUKKUÐ BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ Fuglarnir fá þak yfir höfuðið Nemendur í leikskólunum Akri og Holti og Akurskóla gengu fylktu liði að tjörnunum í Innri Njarðvík en þar tóku þau þátt í formlegri vígslu á nýjum fuglahúsum sem komið hefur verið fyrir í hólmunum við tjarnirnar fuglunum og jafnframt börn- um og fjölskyldum þeirra til ánægju og yndisauka. Krakk- arnir sungu sumarlög í tilefni dagsins en vígsla fuglahúsanna var liður í dagskrá Barnahátíðar í Reykanesbæ. Nú verður fróðlegt að sjá hvað fuglunum við tjarnirnar finnst um þetta nýja húsnæði en nemendurnir munu fylgjast vel með því í framtíðinni. Mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin Svipmyndir frá barnahátíð í Reykjanesbæ - sjá einnig á vef Víkurfrétta, vf.is „Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýr- in, sérlega ungviðið. Þetta er einn að þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ“ segir Árni Sigfússon bæj- arstjóri í tilefni af því að litlum húsdýragarði hefur verið komið upp í Víkinga- heimum í Innri Njarðvík. Kálfar, lömb, kiðlingar, land- námshænur, geitur og kanínur eru komnar í garðinn. Garð- urinn opnaði sl. laugardag og verður opinn framvegis frá sumarbyrjun og fram á haust. Börnin kunnu strax vel að meta ungviði landnámsdýr- anna eins og sjá má á með- fylgjandi myndum sem teknar voru á barnahátíð í Reykja- nesbæ. Listahátíð barna stendur nú yfir í DUUS- húsum í Reykjanesbæ en hátíðin opnaði samhliða Barnahátíðinni í Reykjanesbæ. Leikskólabörn fjölmenntu á setningu hátíð- arinnar og voru við opnun sýningar um hafið sem leikskólabörn í Reykjanesbæ hafa unnið að á undanförnum vikum. Ljósmyndir: Ellert Grétarsson Sýningin um hafið í Listasafni Reykjanesbæjar. Ljósmyndir: Ellert Grétarsson og Sölvi Logason

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.