Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 10
föstudagur 4. júlí 200810 Helgarblað DV
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabanka Íslands, seg-
ist skilja óánægju almennings með
viðbrögð ríkisstjórnarinnar og
Seðlabankans, við versnandi efna-
hagsástandi í landinu. Blaðamanna-
fundur var haldin í Seðlabankanum
í gær, þar sem bankastjórnin færði
rök fyrir ákvörðun sinni um að halda
stýrivöxtum óbreyttum um sinn, eða
í 15,5 prósentum. Davíð var spurð-
ur á fundinum út í niðurstöðu nýrr-
ar könnunar þar sem fram kom að
sjö af hverjum tíu eru óánægðir með
viðbrögð Seðlabankans. „Var það
ekki enn meira?“ svaraði Davíð að
bragði. „Ég held að átta prósent að-
spurðra hafi verið ánægð með við-
brögðin og ég sé ekkert athugavert
við það.“ Hann segir sjálfur að ef
hann hefði verið spurður þessarar
spurningar hefði hann verið í hópi
þeirra rúmlega 90 prósenta sem eru
ekki ánægð með þann árangur sem
Seðlabankinn hefur náð. Hann benti
þó á að menn skyldu spyrja að leiks-
lokum.
Slæmar horfur
Á vaxtaákvörðunarfundinum í gær
kom fram að Seðlabankinn telji mik-
ilvægt að auka traust á fjármálakerfið
og tryggja virkni markaða. Peninga-
stefna bankans snúist um að byggja
upp traust sem tekur langan tíma að
festa í sessi. Brýnasta viðfangsefnið
er að ná tökum á verðbólgunni, sem
rokið hefur upp á þessu ári. Á meðan
það er gert muni draga úr kaupmætti
á landinu. Samdráttur er óumflýj-
anlegur en takist það vel upp sem
Seðlabankinn leggur upp með, mun
það flýta fyrir lækkun stýrirvaxta og
efnahagsbata.
Verðbólga hefur verið langt um-
fram spár síðustu þrjá mánuði og í
júní mældist hún 12,7 prósent eða
um fjórum prósentum meiri en í
mars. Miðað við fyrstu verðbólgu-
spár ársins, hafa horfurnar versnað
verulega. Spár Seðlabankans ganga
út á að verðbólga lækki á næstunni
en samkvæmt svartsýnustu útreikn-
ingum bankans gæti hún farið í allt
að átján prósent.
Davíð var spurður hvað hann vildi
segja við þá sem telja að hann væri
kominn góða leið með að eyðileggja
efnahagslífið hér á landi. „Ég held að
fólk eigi ekki að persónugera hlut-
ina. Mér finnst að ég sé töluvert fyrir-
ferðarmikill í hausnum á sumum og
ég skil það ekki. Ég hef sagt það áður
að sumir menn séu með mig á heil-
anum og ég held að það sé voðalega
óhollt,“ sagði Davíð.
Bjartsýnn sem fyrr
Seðlabankinn er sem fyrr bjart-
sýnn á að verðbólgumarkmiðin um
2,5 prósenta verðbólgu muni nást á
næstu tveimur árum. Spár gera áfram
ráð fyrir hárri verðbólgu og gæti
mögulega farið upp í tæp 17 prósent,
samkvæmt svartsýnustu spám. Þess
má geta að verðbólgan hefur á síð-
ustu mánuðum hækkað umfram það
sem svartsýnustu spár gerðu ráð fyr-
ir. Um mitt næsta ár mun verðbólgan
byrja að hjaðna hratt og í árslok 2010
gerir Seðlabankinn ráð fyrir því að
verðbólgumarkmiðum verði náð með
því að lækka stýrivexti síðar. Mikið var
spurt um stöðu íslensku krónunnar á
fundinum í gær og var Davíð inntur
eftir viðbrögðum um orð formanns
Samtaka atvinnulífsins að krónan
væri búið spil. Svar Davíðs var stutt:
„Ég veit ekki hvaða spil hann er að
spila.“ Hann sagði jafnframt að engar
niðurstöður lægju fyrir um það hvort
bankarnir hefðu haft áhrif á hið mikla
gengisfall krónunnar, þó vissulega
væri athyglisvert að gengi krónunn-
ar hefði fallið hratt skömmu áður en
ársfjórðungsuppgjör bankanna voru
kynnt. Spurður um hvort hann tæki
undir hugmyndir Geirs Haarde, sem
útilokar ekki upptöku bandaríkjadoll-
ara hér á landi, svaraði Davíð: „Þetta
hefur ekki komið sérstaklega á okkar
borð en ég hef þá meginskoðun að
forsætisráðherra tali af miklu viti. Ég
er í klúbbnum.“
Svar Davíðs var stutt:
„Ég veit ekki hvaða spil
hann er að spila.“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
ÁFRAM VERÐBÓLGA
Stýrivextir verða óbreyttir og verðbólgan mun ekki
hjaðna fyrr en um mitt næsta ár. Davíð Oddsson,
bankastjóri Seðlabankans, segist skilja að almenn-
ingur í landinu sé ósáttur við viðbrögð ríkisstjórn-
arinnar og Seðlabankans við versnandi efnahags-
ástandi. Samdráttur og minnkandi kaupmáttur eru
óhjákvæmilegir fylgifiskar þeirra aðgerða sem hafa
það að markmiði að ná tökum á efnahagsástandinu.