Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 16
föstudagur 4. júlí 200816 Helgarblað DV Ísland smæsta útibú VÍtisenglanna Ísland verður smæsta útibú Vítisenglanna í heiminum fái Fáfnir MC formlega inngöngu í samtökin. Svo virð- ist sem Vítisenglarnir verði að veruleika hér á landi. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum kallar þá útlaga á meðan kanadísk yfirvöld segja þá alþjóðleg glæpasamtök. Vítisenglarnir hafa einu sinni teki þátt í gengja- stríði á Norðurlöndum en þá var flugskeyti skotið inn í vistarverur Vítisenglanna. Greiningardeild ríkislögreglustjórans óttast þau og nágrannaþjóðir okkar vakta þau eins og haukar; Hells Ang- els eru kölluð alþjóðleg glæpasam- tök á Íslandi. Foringi Vítisenglanna í Noregi, Leif Ivar Kristiansen, neitar þeim ásökunum og segir þá vera fjöl- skyldumenn. Vítisenglarnir skráðu sig heldur betur á spjöld sögunnar á Norðurlöndum í upphafi tíunda áratugarins þegar þeir háðu blóð- ugt gengjastríð við Banditos í Dan- mörku. Stríðið snérist um fíkniefna- markaðinn á Norðurlöndum. Ellefu manns létust í átökunum, þar á með- al foringi Banditos. Núna vilja félagar í Fáfni MC gerast meðlimir. Þeir eru enn „hangarounds“, en komist þeir inn í samtökin verður Ísland minnsti armur Vítisenglanna í veröldinni. Ísrael og Vítisenglar Ársins 1948 verður ekki aðeins minnst fyrir þau merkilegu tíðindi að Ísraelsríki var stofnað, heldur voru hin goðsagnakenndu samtök Vítisenglanna stofnuð sama ár. Það var í Fontana í Kaliforníu sem vél- hjólasamtökin Hells Angels voru stofnuð upphaflega. Samkvæmt vef- síðu samtakanna var það fyrrverandi flugmaður þeirrar sveitar og vinur eins stofnfélaganna sem stakk upp á nafninu. Verulegs misræmis hefur gætt í frásögnum af upphafsárum sam- takanna og að sögn Ralphs Barger, stofnfélaga Oakland-deildarinn- ar, voru einar fyrstu deildir sam- takanna stofnaðar í San Franc- isco, Gardena, Fontana og víðar sem sjálfstæðar deildir og höfðu meðlimir þeirra jafnvel enga vitneskju um að aðrar deildir væru til. Núna eru starfandi fleiri en hundrað deildir Vítisengla, í tuttugu og níu löndum, en árið 1961 var á Nýja-Sjálandi stofnuð opinberlega fyrsta deildin utan Bandaríkjanna. Fyrsta deildin í Evrópu var stofnuð á Englandi árið 1969 í kjölfar þess að Bítlarnir buðu nokkrum meðlima Vítisenglanna í San Francisco til London. Opin öllum nema þeldökk- um Að verða fullgildur meðlimur Vítisenglanna er langt og tíma- frekt ferli, en samtökin eru ekki öll- um opin. Samkvæmt heimildum dómsmálaráðuneytis Banda- ríkjanna þarf sá sem æskir að- ildar að vera hvítur eða af rómönskum eða asískum uppruna, vera tuttugu og eins árs eða eldri og eiga Harley Davidson-mót- orhjól. Blökkumenn eiga ekki möguleika á að verða félag- ar og samkvæmt skjali sem not- að var í dóms- máli í Kanada eru reglur þar að lútandi mjög strang- ar. Í skjalinu kemur fram að Oshawa- deildin hafi leyft blökku- manni að verða stuðn- ingsaðili, en þegar sú vitneskja barst yfirstjórn samtak- anna til eyrna varð að reka hann á brott, því aðild hans braut í bága við alþjóðareglur samtakanna. Fjölskyldusamtökin Vítisenglar Samtökin hafa verið til á Norður- löndum í talsverðan tíma en það var ekki fyrr en 1992 sem þau voru stofn- uð í Noregi. Foringi þeirra þar er Leif Ivar Kristiansen. Hann hefur tekið Fáfnismenn undir sinn verndarvæng og aðstoðar þá við umsóknarferlið til þess að verða hluti af englunum al- ræmdu. Sjálfur sagði Leif í viðtali við DV í gær að stjórnvöld þyrftu ekk- ert að óttast; samtökin gengju út á að keyra á Harley Davidson-hjólinu sínu. „Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast okkur,“ sagði hann. Leif hefur engu að síður verið handtek- inn fimm sinn- um. Eitt skiptið var hann handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald fyrir til- raun til þess að smygla 350 kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Hann var fyrst dæmdur í níu ára fangelsi fyrir glæpinn, síðar var hann sýknað- ur af hæstarétti þar í landi. Blóðugt stríð á Norðurlöndum Vítisenglarnir urðu fyrst al- ræmdir á Norðurlöndum eftir að þeir háðu blóðugt stríð við Banditos en bæði gengin eru skilgreind sem glæpa- samtök. Ástæðan fyrir átökunum var barátta um fíkniefnamarkað- inn í Danmörku. Ellefu manns fórust í stríð- inu en meðal annars áttu þeir í skotbar- dögum á götum úti fyrir utan Kastrup, alþjóðaflugvöll Danmerkur. Stríðið náði hámarki þegar liðs- maður Banditos skaut flugskeyti inn í félagsheim- ili englanna við Nörrebro í Dan- mörku. Mildi var að enginn lést en árásin var tákn um alvarleika stríðs- ins. Gengin voru vel vopnuð og tilbúin að skaða hvert annað með öllum tiltækum ráðum. Að lokum eiga Vítisenglarnir að hafa myrt leiðtoga Banditos og þar með lauk stríðinu. Útlagar undir eftirliti Greiningardeild ríkislög- reglustjórans lítur á tengsl Fáfn- is við Valur grettissON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Vítisenglarnir urðu fyrst alræmdir á Norð- urlöndum eftir að þeir háðu blóðugt stríð við Banditos en bæði geng- in eru skilgreind sem glæpasamtök.“ Foringinn leif ívar Kristiansen er grjótharður Vítisengill. Hann segir stjórnvöld hér á landi hafa ekkert að óttast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.