Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 24
föstudagur 4. júlí 200822 Menning DV
Mýs og menn
í kilju
Bókaforlagið Veröld hefur
gefið út í kilju skáldsöguna Mýs
og menn eftir nóbelsskáldið
John Steinbeck í sígildri þýð-
ingu Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar. Sögunni fylgir formáli
eftir Einar Kárason. Mýs og
menn fjallar um farandverka-
mennina Georg og Lenna og
draum þeirra um að eignast
jarðarskika með svolitlu húsi.
Þeir ráða sig á stóran búgarð
og draumurinn virðist loksins
ætla að rætast, en þá breytist
allt. Mýs og menn er einhver
kunnasta skáldsaga 20. aldar og
hefur hún fengið einróma lof
um víða veröld. Hún hefur ekki
áður komið út í kilju á íslensku.
Sagan hefur margsinnis verið
kvikmynduð og sett á svið.
Namita Kapoor opnar sýningu í Gel galleríi á laugardaginn:
Freyðandi gleði
Bandaríski listmálarinn Namita
Kapoor opnar sýninguna Effervescent
delights, eða Freyðandi gleði, í Gel
galleríi á Hverfisgötu 37 á laugardag-
inn klukkan 20. Þetta er fyrsta einka-
sýningin sem Namita heldur utan
Bandaríkjanna
en þar í landi
hefur hún með-
al annars sýnt í Chelsea Art Museum
í New York, Pro Arts Gallery í Oakland
og tekið þátt í samsýningum víða um
Bandaríkin.
Á sýningunni má sjá valin verk úr
stærri seríu sem ber sama titil og sýn-
ingin. Verkin eru unnin á striga með
blandaðri tækni þar sem listamaður-
inn íhugar bakgrunn sinn sem Suð-
austurasíubúi uppalinn í Bandaríkj-
unum. Á milli ýmissa indverskra efna,
svo sem sari-kjóla, hringlaga spegla
og henna-húðflúrs, liggur þykkt lag
olíu- og akríllita sem svo blandast úr-
klippum úr blöðum og auglýsingum,
sóttar í „kitschy“ indverskar teikni-
myndasögur og amerísk poppíkon.
Namita er af suðausturasískum
ættum, fædd og uppalin í San Franc-
isco. Hún er útskrifuð úr UCLA með
BA-gráðu í World Art and Cultures
og hefur þar að auki stundað nám
í myndlist í Flórens á Ítalíu. Síðan
Namita útskrifaðist hefur hún unnið
með ýmsum leikhús- og danshópum,
til dæmis á Broadway-sýningunni
Bombay Dreams sem farið var með
um gjörvöll Bandaríkin. Þá dansar
hún í næstu mynd Mikes Myers, The
Love Guru.
Ný bók Ing-
unnar Snæ-
dal
Í fjarveru
trjáa – vega-
ljóð heitir
ný ljóðabók
eftir Ingunni
Snædal. Bók
hennar Guð-
lausir menn
– hugleiðing-
ar um jökul-
vatn og ást
kom út hjá
Bjarti árið
2006, hlaut bókmenntaverð-
laun Tómasar Guðmundssonar,
var tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna og heill-
aði bæði ljóðelska og þá sem
ókunnugri eru ljóðum. Hún
hefur verið prentuð fimm sinn-
um. Í þessari nýju bók ferðast
skáldið um landið vítt og breitt,
sagt frá nýjum Flóabardaga,
topp tíu sólsetrum og bæjar-
nöfnum, hamingjublettum og
vestfirskum ævintýrum.
Hornstranda-
bók fáanleg á
ný
Ferðahandbókin Horn-
strandir: Gengið um eyðibyggðir
frá Snæfjallaströnd til Ingólfs-
fjarðar eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson
er nú fáanleg á ný eftir að hafa
verið uppseld um tíma. Bókin er
ómetanlegt hjálpartæki fyrir þá
sem vilja ferðast á eigin vegum
um Hornstrandir. Í henni er fjall-
að um allar helstu gönguleiðirn-
ar á svæðinu,
jafnt þær
vinsælustu
sem minna
þekktu, og
farið yfir öll
þau atriði
sem tengjast
undirbúningi
ferðar um
svæðið.
Skáldsagan On the Road eftir Jack
Kerouac kom fyrst út í Bandaríkj-
unum árið 1957 og hefur engin bók
þótt lýsa betur rótleysi kynslóðar-
innar sem ólst upp eftir seinna stríð.
Í grunninn fjallar hún um ferðalag
Kerouacs um vegi og víðáttur Am-
eríku í kringum miðja tuttugustu
öldina. Andrúmsloftið í sögunni
er forboði þess æsilega glundroða
sem áratug eftir útkomu bókarinn-
ar setti mark sitt á öll Vesturlönd. Nú
er þessi einstaka saga talin meðal
helstu verka amerískra nútímabók-
mennta og Kerouac skipað á bekk
með fremstu rithöfundum þjóðar
sinnar.
Ólafur Gunnarsson segir það
mjög góða tilfinningu að sjá þýðingu
sína á On the Road koma út að nýju
í kilju, nú tuttugu árum eftir að hún
kom fyrst út undir nafninu Á vegum
úti. „Ég hafði nú reyndar oft reynt að
fá menn til að setja bókina í kilju. Það
kom til tals í kringum árið 2000, en
þá byrjuðu sviptingar í útgáfuheim-
inum og þetta hefur því tafist. En nú
er hún sem sagt komin, og það er al-
veg prýðilegt því hún hefur ekki verið
fáanleg í tíu, tólf ár held ég.“
Fólk fer að spyrja um bókina
Bíthátíðin sem Ólafur hélt á heim-
ili sínu í vor og sagt var frá í fjölmiðl-
um skipti líka ákveðnum sköpum
um það að bókin var endurútgefin.
„Þá komust bítskáldin, og sérstak-
lega þetta höfðuðverk þessarar kyn-
slóðar, inn í umræðuna. Ég held að
það hafi ýtt undir að bókin kemur
nú í kilju að fólk fór í framhaldinu
að spyrjast fyrir um hana. Ég heyrði
það líka á fornbókasölum að það var
mikið um hana spurt.“
Að sögn Ólafs hentaði líka vel að
Forlagið hefur nýverið sett á laggirn-
ar ritröð sem kallast erlend klassík.
Bókin hafi fallið vel inn í hana, það
stórvirki sem hún sé. „Ég hef alltaf
vitað að hún er klassík. Mér fannst
því sjálfsagt að hún lenti þar,“ segir
hann og kímir.
Þýðingin sem nú kemur út er
nákvæmlega eins og hún var 1988.
Engu orði hnikað til. „Það er í raun-
inni ágætt vegna þess að ég þýddi
hana eins og ég reikna með að Ker-
ouac hefði sjálfur þýtt bók, hefði
hann á annað borð verið þýðandi,“
segir Ólafur.
„Ég þýddi hana í geysilega miklu
stuði. Ég las hana fyrst og fékk svo
nokkurs konar sýn af því hvernig
bókin ætti að líta út á íslensku, frekar
en að ég færi að þýða hana orð fyr-
ir orð. Ég rúllaði henni því í raun yfir
á ástkæra ylhýra í gífurlega mikilli
hamingju og stuði. Það féll ágætlega
undir þessa teoríu Kerouacs sjálfs
sem hann kallaði „spontaneous
prose“. Þessi ritstíll er undir svipuð-
um áhrifum og við getum séð í mál-
verkum hins mikla meistara, Jack-
sons Pollock. Hann var drippmálari
og Kerouac ákvað að skrifa þannig.“
Seldi handritið
fyrir 500 dollara
Kerouac, sem var fæddur árið
1922 í bænum Lowell í Massa-
chusetts, byrjaði að semja sínar
skáldsögur sem hefðbundinn höf-
undur. Hans fyrsta bók, The Town
and the City (1950), var samin undir
áhrifum bandaríska rithöfundarins
Thomas Wolfe.
„Wolfe var í raun og veru megin-
uppspretta bítkynslóðarinnar,“ út-
skýrir Ólafur. „Hann er höfundurinn
sem inspírerar Kerouac til að fara að
skrifa. Stíll Wolfes, sem er kominn frá
klassískum bókmenntum – Shake-
speare, Biblíunni, Melville – er and-
stæðan við stíl til dæmis Heming-
ways. Á meðan Hemingway skrifar
mjög hnitmiðaðan og knappan stíl
er Wolfe kannski fyrsti höfundur-
inn sem skrifar það sem nú er kall-
að flæði. Þennan geysilega orkuríka
og mælska stíl. Það er það sem hrífur
Kerouac.“
Ólafur segir það í raun hafa ver-
ið sér mjög auðvelt að þýða On the
Road. „Ég fílaði bókina alveg í botn.
Ég hafði líka lesið allan Wolfe fram
og til baka, og ekki einungis allt sem
hann hafði skrifað heldur allt um
hann líka. Uppspretta okkar Ker-
ouacs er því sú sama. Það var þar
af leiðandi mikið skemmtiverk fyr-
ir mig að þýða bókina. Mesti ham-
ingjutíminn í mínu rithöfundastarfi
held ég að hafi verið sumarið sem ég
þýddi On the Road. Ég rúllaði þessu
yfir á bókrollu, þótt ég hafi reyndar
ekki verið með ritvél og samanlímda
bókrollu eins og Kerouac. Svo átti ég
auðvitað góða að ef ég þurfti upp-
fræðslu um músíkheiti og annað.“
Mörgum árum eftir að Ólafur
hafði snarað bókinni yfir á íslensku
barst honum bréf frá bandarískum
safnara. „Hann spurði hvort ég væri
ekki þýðandi On the Road og sagð-
ist vilja kaupa handritið að íslensku
þýðingunni á fimm hundruð doll-
ara. Ég átti það í kassa einhvers stað-
ar og seldi honum það,“ segir Ólaf-
ur og hlær. Þú hefur ekki viljað eiga
handritið í ellinni? „Nei, ég var miklu
hrifnari af því að fá fimm hundruð
dollara fyrir það heldur en að hafa
þetta uppi á háalofti einhvers stað-
ar.“
Uppnuminn af Neal Cassady
Eftir að The Town and the City
var komin út kynnist Kerouac mörg-
um þeirra sem seinna kölluðust bít-
skáldin, þar á meðal Allen Ginsberg
og William Burroughs. Einnig kynn-
ist hann töffaranum, kvennabósan-
um og smákrimmanum Neal Cass-
ady.
„Neal er fyrirmyndin að Dean
Moriarty í On the Road,“ segir Ólaf-
ur. „Þetta var ákaflega sérstæður og
merkilegur maður. Ég sá það samt
eiginlega ekki fyrst fyrr en árið 2006
þegar ég keyrði með vini mínum,
Einari Kársyni, yfir Ameríku. Ein-
ar fann þá bók sem heitir The Lett-
ers of Neal Cassady og þar sér maður
að Neal hefur haft gífurleg áhrif á stíl
Kerouacs, líkt og Wolfe. Úr því verður
til þessi frægi stíll Kerouacs.“
Og Ólafur segir að Kerouac sjálf-
ur verði nánast til eftir að hann kynn-
ist Neal. Hann verði fyrir svo miklum
áhrifum af þessum öra manni.
„Hann verður uppnuminn af
þessum geysilega mikla hæfileika að
geta talað endalaust, sagt sögur og
upplifað veröldina eins og hún hafi
verið sköpuð í gær. Kerouac breytir
um taktík og fer að lýsa lífi sínu beint,
því sem gerist í því frá degi til dags,
í stað þess að reyna að semja hefð-
bundin skáldverk. Hann er því alltaf
að skrifa um ævi sína. Allt sem hann
sér verður honum að skáldskap. On
the Road er í rauninni ekkert annað
en þessi ferðalög hans og Neal eft-
ir Route 66, frá New York, út á Vest-
urströndina og til baka. Upplifun
þeirra af veröldinni, kvenfólki og því
sem heillar og leitar á unga menn.“
Þrátt fyrir að vera vel ritfær, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið, skrifaði
Neal á hinn bóginn aldrei skáldsögu.
„Hann var svo mikilll ...“ segir Ólaf-
ur og gerir hlé á máli sínu örstutta
stund. „Ég held að faðir minn hefði
notað orðið „dindilbrokkari“. Hann
var ekki maður sem sat kyrr lengi á
sama stað. Ég hugsa að hann hefði
Namita Kapoor listakonan er af
suðausturasískum ættum en fædd og
uppalin í san francisco.
Íslensk þýðing hinnar frægu og tímalausu
sögu, On the Road, eftir bítskáldið Jack
Kerouac kom út í kilju í vikunni. Ólafur
Gunnarsson þýddi söguna árið 1988 og er
afar ánægður með að hún skuli nú endur-
útgefin, tuttugu árum síðar. Ólafur sagði
Kristjáni Hrafni Guðmundssyni frá bók-
inni frægu og bítskáldinu goðsagna-
kennda. Hetjuskapur Keiths Richards og
ný skáldsaga Ólafs koma einnig við sögu.
Me ing
Mesti haMingjutíMi
rithöfundarferilsins
MYNDLIST