Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Qupperneq 26
Helgarblað DVföstudagur 4. júlí 200826 HIN HLIÐIN Sviðið er uppáhalds- staðurinn minn Nafn og aldur? „Ingólfur Þórarinsson, nýorðinn 22 ára.“ Atvinna? „Fyrst og fremst tónlistarmaður en einnig nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.“ Hjúskaparstaða? „Er á lausu en finnst ég jafnvel vera að festast aðeins.“ Fjöldi barna? „Á engin en hef þó tekið litla frænda minn upp á mína arma og fer oft með hann í pylsuvagninn á Sel- fossi.“ Áttu gæludýr? „Nei, en mig langar í hund. Gamli hérna heima þver- tekur fyrir það.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Held það hafi verið Nýdönsk í Borgarleikhúsinu. Þetta voru klassatónleikar og brandari fékk að fjúka eftir hvert lag. Björn Jörundur og Jón Ólafs voru eins og Lennon og McCartney.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nokkur umferðarlagabrot en ekkert alvarlegra.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Peysan sem hún skildi eftir því hún kom laginu Bah- ama af stað.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, aldrei. Keypti samt einu sinni magabelti en notaði það tvisvar. Það fæst hér með á fimm þúsund krónur.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, ég og bróðir minn pöntuðum einu sinni pitsu og borðuðum hana í stofunni þegar mamma var með hrísgrjónaréttinn í matinn. Þessi mótmæli skiluðu sínu og mamma nennir ekki orðið að hafa hrísgrjóna- réttinn.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, ég trúi að lífið sé þjáning og framhaldslífið verði fullkomið.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín ekkert fyrir að halda upp á nein lög. Það eru eitthvað svo margir að rembast við að vera frumlegir og móðins.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til að fara í hljóðver og klára lag númer tvö og auk þess hlakka ég til að taka mér frí í haust og fara í sólina. Ég hlakka líka til að fara að leggja mig aðeins á eftir.“ Afrek vikunnar? „Það að ég vaknaði klukkan fimm mínútur yfir átta þrjá morgna, það var gríðar erfitt enda er sólarhring- urinn yfirleitt á reiki.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já. Það var fjör. Ég hef mikinn áhuga á dulspeki og stjörnumerkjum. Það kom merkilega mikið fram hjá spámanninum en ég held samt hann hafi eitthvað verið búinn að gúgla mér.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, kassagítarinn minn er fastur við mig. Svo get ég reddað bassanum og jafnvel trommunum eða alla- vega snerlinum. Svo syng ég ef ég er í stuði.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Styð ýmislegt en sumt ekki. Er óflokksbundinn enda er ég ósammála mörgum sem kjósa alltaf það sama og halda að það eigi að styðja flokk eins og fótboltalið, sama hvað flokkurinn gerir.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Svona heilt yfir finnst mér mikilvægt að reyna að njóta þess að lifa.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Hef oft spáð í þetta og það eru tvö goð sem hafa verið í uppáhaldi lengi, það eru Zach de la Rocha úr Rage against the Machine og Steve McManaman fyrrverandi kantari Liverpool. Ég hugsa að ég myndi tárast við að hitta þá.“ Ertu með tattú? „Nei, ekkert tattú, ennþá allavega.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, skrifa oft texta sem eru ljóð fyrst og sem svo lag- línu við.“ Hverjum líkist þú mest? „Ekki gott að segja. Mér hefur verið líkt við pabba minn Þórarin Ingólfsson skólastjóra, afa heitinn Guð- mund Axelsson póstbera og trommara og svo líka hina og þessa í Hollywood og síðast en ekki síst Jens Lehmann.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei - ég reyni alltaf að opinbera alla hæfileika mína og fá borgað fyrir þá. Leyndi hæfileikinn er þá senni- lega að ég er bissnessmaður.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Offjölgun, græðgi, menntunarleysi og ýmsum vímu- gjöfum.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Þjáning þeirra sem lenda í vanda með áfengi og vímuefni er án efa meiri en ánægja þeirra sem geta notað þau svo það væri best að banna þetta allt. Ég vil ekki að það sé verið að leyfa fólki að velja hvað sem er og þess vegna segi ég nei við að það fáist heróín í Lyfju.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Á sviðinu, kófsveittur, korter í þrjú með gítarinn og allir hoppandi fyrir framan sviðið. Algjörlega solid tilfinning.“ Ingólfur ÞórarInsson er betur Þekktur sem Ingó úr hljómsveIt- InnI veðurguðunum. hann syngur sumarsmellInn í ár, lagIð bahama. Ingó lærIr stjórnmálafræðI vIð háskóla íslands og hefur mIkInn áhuga á dulspekI og stjörnumerkjum. Opið: Mán-Fös 12-18, lau 11-16 Dalvegi 16a, Kóp., rauðu múrsteinshúsunum s: 517 7727 Rómantík í lautarferðinni www.nora.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.