Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Page 30
föstudagur 4. júlí 200830 Helgarblað DV Í miðju hönnunarferli H&m Lára Kristín Ragnarsdóttir, 29 ára, er búsett í Stokkhólmi en þar gegnir hún mikilvægu starfi í verslunarkeðj- unni sem Íslendingar elska, H&M. Kolbrún Pálína Helgadóttir hitti Láru í Stokkhólmi á blíðviðrisdegi og fékk að heyra hvernig örlögin drógu hana í keðjuna góðu. Það er þrjátíu stiga hiti í Stokk- hólmi og mannlífið í blóma. Ég er á síðasta snúningi að hitta Láru Kristínu sem var svo elskuleg að hitta mig rétt áður en hún skaust til Kaupmannahafnar í helgarfrí. Hún situr í tröppum á fjölförnu torgi tilbúin með ferðatöskuna og satt best að segja svolítið sænsk í útliti. Við tökumst í hendur og byrjum á að dásama veðrið eins og sannir Íslendingar. Stórt tækifæri Kristín útskrifaðist sem fata- og textílhönnuður frá LHÍ árið 2004 Þrátt fyrir að hafa lokið nám- inu fannst henni hún eiga margt ólært. Draumurinn var að ná sér í sem víðtækasta reynslu og ákvað hún því að hefjast handa. Ítalía varð fyrsti áfangastaður Láru. Þar sótti hún um vinnu hjá Escada sem og hún fékk. „Þetta var rosa- lega stórt tækifæri sem ég ákvað eðlilega að stökkva á.“ Að sögn Láru var starfsemi Escada haldið uppi af fámennum en samhent- um hópi af fólki. Hlutverk Láru var að aðstoða við vöruþróun fyrirtækisins en einnig vann hún mjög náið með sjálfum forstjór- anum. „Ég lærði mikið hjá Esc- ada um allt hönnunarferlið og viðskiptahliðina einnig. Ítalinn er nákvæmur og tilfinningaríkur og vill gera hlutina vel.“ Vildi læra meira Eftir nokkurra ára starf hjá Escada og búsetu á Ítalíu fannst Láru kominn tími til að halda áfram. „Ég var búin að læra allt það sem ég gat lært hjá Escada og fannst ég því þurfa að halda áfram að safna í reynslubankann á öðr- um vígstöðvum.“ Lára sagði því starfi sínu lausu. „Ég sagði upp án þess að hafa hugmynd um hvað biði mín. Óvissan hræðir mig ekki og ég var opin fyrir öllu.“ Fljót- lega eftir að Lára sagði upp sótti hún um nokkur störf á netinu hér og þar um heiminn. Lára hugs- aði ekkert meira um það enda átti hún ekki von á að það myndi skila neinu fyrr en hún fékk sím- tal. „Það var hringt í mig frá H&M í Stokkhólmi. Ég áttaði mig satt best að segja ekki á því strax um hvað þetta snerist. Þeir vildu hitta mig út af umsókninni og buðust til að borga undir mig flugið.“ Á þessum tímapunkti var hugur Láru kominn til Íslands en hún hafði engu að síður ákveðið að koma við í Danmörku til að fara í annað atvinnuviðtal. Strembið atvinnuviðtal „Ég varð að spýta í lófana og flaug á milli staða í nokkra daga til að skoða þetta. Mig minnir að ég hafi farið í átta flug á fimm dög- um og bjó nánast bara í ferðatösk- unni,“ segir Lára og hlær. „Þegar ég mætti loks í starfsviðtalið hjá H&M beið mín margra klukku- stunda prógram. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta er mikið ferli. Ég byrjaði á að svara spurningum þriggja aðila í þrjár klukkustund- ir. Þegar því var lokið hélt ég nú að þetta væri orðið ágætt en nei, þá tók við annað eins. Það mættu aðrir þrír og við tóku aðrir þrír tímar af spurningaflóði.“ Viðtalið gekk að sögn Láru nokkuð vel en hún tilkynnti H&M vitanlega að hennar biði annað viðtal í Dan- mörku sem hún vildi skoða. H&M vildi það síður og réð þessa efni- legu íslensku stúlku á staðnum. Góðar móttökur Í dag starfar Lára sem aðstoð- armanneskja hönnuðar og tek- ur þátt í vöruþróun fyrirtækis- ins. Til að útskýra það betur tekur Lára meðal annars ákvarðanir um hvort þurfi að breyta flíkum sem koma frá hönnuðunum áður en þær halda áfram í þróunarferlinu. Einnig eru teknar ákvarðanir um liti og annað slíkt. Lára segir varla hægt að líkja starfsemi Escada við starfsemi H&M. „Hjá Escada er verið að hanna fáa en dýra hluti öfugt við H&M.“ Lára segir hegð- un Ítalanna og Svíanna líka afar ólíka. „Segjum sem svo að sama vandamálið kæmi upp á fundi hjá Escada og H&M, Ítalinn myndi standa upp, baða höndunum í allar áttir og öskra á meðan Sví- inn myndi spyrja rólegur og yfir- vegaður: hvernig getum við leyst þetta vandamál? Svíarnir eru al- veg yndislegir,“ segir Lára. Því til stuðnings segir hún mér frá því að þegar hún flutti til Stokkhólms hafði hún ekki haft neinn tíma til að leita að íbúð enda gerðust hlut- irnir hratt. „Ég gisti á hóteli fyrstu næturnar þangað til að samstarfs- stúlkur mínar fóru að rétta mér húslyklana sína og bjóða mér gist- ingu. Þetta er alveg einstakt.“ Ísland fyrirmynd H&M Að lokum verð ég að spyrja spurningarinnar sem svo margir Íslendingar spyrja sig. Af hverju er H&M ekki á Íslandi? „Það má vel vera að þeir ákveði að opna þar einn daginn, þeir eru núna að einbeita sér að stærri lönd- um,“ segir Lára yfirveguð. „Þeir eru engu að síður mjög meðvit- aðir um Ísland og líta mjög upp til okkar þegar kemur að tísku. Sem dæmi varð leggingsæðið mikla til eftir að hönnuðir H&M kíktu til Ís- lands.“ Það er gaman að tala við þessa lífsglöðu stúlku sem ætlar sér greinilega stóra hluti í lífinu. „Mig langar að læra meira og ná mér í meiri reynslu, ég er rétt að byrja,“ segir Lára að lokum og þýtur af stað á flugvöllinn. Lætur drauma sína rætast um víða veröld lára Kristín starfar nú fyrir H&M í stokkhólmi, áður starfaði hún fyrir Escada á ítalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.