Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 4. júlí 200832 Helgarblað DV Ísl en di ng ar Í ú tl ön du m Fyrir rúmum ellefu hundruð árum villtust haugafullir víkingar til grænnar eyju í norðurhöfum. Í dag er þessi eyja kölluð Ísland. Þótt enn hírist megnið af þeirri 300 þúsund manna þjóð, sem kallar sig Íslendinga, á þessari köldu – en fallegu – eyju eru þó nokkrir ein- staklingar af þessum þjóðflokki sem hafa haft vit á því að flytja eitthvert þar sem er ekki svona „fokking kalt“ flesta daga ársins. DV tók saman nöfn þeirra helstu. Ásdís RÁn GunnaRsdóttiR Fylgdi eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni, til Norr- köping í Svíþjóð þar sem hann spilar fótbolta. Ásdís hefur í nógu að snúast í Svíþjóð með börn sín þrjú. Hún vinnur mikið í gegnum tölvuna en Ásdís hefur rekið fyrirtækið Icemodels um nokkurt skeið. Fyrirtækið er nú til sölu þar sem Ásdís segist ekki geta sinnt því nógu vel svona langt í burtu. Hún sér þó enn um Hawaiian Tropic-keppnina í Noregi og Svíþjóð. Emilíana toRRini Söngkonan Emilíana Torrini býr í Brighton á Eng- landi. Hún bjó um tíma í London en flutti í rólegheitin til Brighton þegar hún varð þreytt á skarkalanum í Lond- on. Brighton er notalegur háskóla- og strandbær nálægt London. Það hefur þó ekki aftrað henni frá því að ná langt í tónlistarheiminum enda fantagóður lista- maður. Síðasta platan hennar Fisherman’s Woman hlaut frábæra dóma en síðan eru liðin þrjú ár. Ætli það sé eitt- hvað nýtt á leið- inni frá Emilí- önu? FRiðRik WEisshappEl Athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel býr í Danmörku ásamt konu og barni. Maður- inn sem bjó til Kaffibarinn og Gráa köttinn hefur ekki setið auðum höndum því hann er einn af eigendum Laundromat café í Köben. Þar er hægt að drekka kaffið sitt og lesa í bók á meðan þvotturinn mallar í vélinni. Í fyrra unnu Frikki og félagar til verðlaunanna Byens bedste í Köben fyrir besta morgunverð á kaffi- húsi, ekki slæmt það. BjaRni tRyGGvason Varð fyrsti og eini Íslendingurinn hingað til sem farið hefur út í geiminn þegar hann fór í tólf daga rannsóknarleiðangur á vegum NASA árið 1997. Bjarni, sem í dag er kanadískur ríkis- borgari, er fæddur í Reykjavík og bjó hér á landi fyrstu æviárin en hefur búið í Kanada megnið af ævi sinni. Eins og við mátti búast ætlaði íslenska þjóðin af rifna af stolti þegar Bjarni fór á braut um jörðu fyrir ellefu árum til að rannsaka breytingar á lofthjúpi Jarðar. Þremur árum síðar var hann sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Íslands. ÞoRvalduR davíð kRistjÁnsson Komst inn í hinn virta listaskóla Juillards í New York í fyrra. Þar leggur hann stund á leiklistarnám en hinn stórmyndarlegi maður hefur getið sér gott orð í leiklistinni hérna heima þar á meðal í söngleiknum Hárið og Killer Joe. Núna gerir hann lítið annað en að læra í stórborginni New York. Þeim stundum sem hann fær í frí eyðir hann án efa með öllum hinum Íslendingin- um sem búa í New York, eins og Silja Magg ljósmyndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.