Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 4. júlí 200832 Helgarblað DV
Ísl
en
di
ng
ar
Í ú
tl
ön
du
m Fyrir rúmum ellefu hundruð árum villtust haugafullir víkingar til grænnar eyju í norðurhöfum. Í dag er þessi eyja kölluð Ísland. Þótt enn hírist megnið af þeirri 300
þúsund manna þjóð, sem kallar sig
Íslendinga, á þessari köldu – en
fallegu – eyju eru þó nokkrir ein-
staklingar af þessum þjóðflokki
sem hafa haft vit á því að flytja
eitthvert þar sem er ekki svona
„fokking kalt“ flesta daga ársins.
DV tók saman nöfn þeirra helstu.
Ásdís RÁn GunnaRsdóttiR
Fylgdi eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni, til Norr-
köping í Svíþjóð þar sem hann spilar fótbolta. Ásdís hefur í
nógu að snúast í Svíþjóð með börn sín þrjú. Hún vinnur mikið
í gegnum tölvuna en Ásdís hefur rekið fyrirtækið Icemodels
um nokkurt skeið. Fyrirtækið er nú til sölu þar sem Ásdís segist
ekki geta sinnt því nógu vel svona langt í burtu. Hún sér þó enn
um Hawaiian Tropic-keppnina í Noregi og Svíþjóð.
Emilíana toRRini
Söngkonan Emilíana Torrini býr í Brighton á Eng-
landi. Hún bjó um tíma í London en flutti í rólegheitin
til Brighton þegar hún varð þreytt á skarkalanum í Lond-
on. Brighton er notalegur háskóla- og strandbær nálægt
London. Það hefur þó ekki aftrað henni frá því að ná
langt í tónlistarheiminum enda fantagóður lista-
maður. Síðasta platan hennar Fisherman’s
Woman hlaut frábæra dóma en
síðan eru liðin
þrjú ár. Ætli
það sé eitt-
hvað nýtt
á leið-
inni frá
Emilí-
önu?
FRiðRik WEisshappEl
Athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel býr
í Danmörku ásamt konu og barni. Maður-
inn sem bjó til Kaffibarinn og Gráa köttinn
hefur ekki setið auðum höndum því hann er
einn af eigendum Laundromat café í Köben.
Þar er hægt að drekka kaffið sitt og lesa í bók
á meðan þvotturinn mallar í vélinni. Í fyrra
unnu Frikki og félagar til verðlaunanna Byens
bedste í Köben fyrir besta morgunverð á kaffi-
húsi, ekki slæmt það.
BjaRni tRyGGvason
Varð fyrsti og eini Íslendingurinn hingað til sem farið hefur
út í geiminn þegar hann fór í tólf daga rannsóknarleiðangur á
vegum NASA árið 1997. Bjarni, sem í dag er kanadískur ríkis-
borgari, er fæddur í Reykjavík og bjó hér á landi fyrstu æviárin
en hefur búið í Kanada megnið af ævi sinni. Eins og við mátti
búast ætlaði íslenska þjóðin af rifna af stolti þegar Bjarni fór á
braut um jörðu fyrir ellefu árum til að rannsaka breytingar á
lofthjúpi Jarðar. Þremur árum síðar var hann sæmdur heiðurs-
doktorsnafnbót við Háskóla Íslands.
ÞoRvalduR davíð kRistjÁnsson
Komst inn í hinn virta listaskóla Juillards í New York í fyrra.
Þar leggur hann stund á leiklistarnám en hinn stórmyndarlegi
maður hefur getið sér gott orð í leiklistinni hérna heima þar á
meðal í söngleiknum Hárið og Killer Joe. Núna gerir hann lítið
annað en að læra í stórborginni New York. Þeim stundum sem
hann fær í frí eyðir hann án efa með öllum hinum Íslendingin-
um sem búa í New York, eins og Silja Magg ljósmyndari.