Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 50
föstudagur 4. júlí 200850 Helgarblað DV Sakamál Vopnað rán eða þannig Það er alþekkt að glæpamenn noti afsagaðar haglabyssur við atvinnu sína, en nú hefur nýtt vopn rutt sér til rúms. ræningi einn notaði afsagað pálmatré þegar hann gerði tilraun til að ræna sólarhringsverslun í flórída í síðustu viku. Merkilegt nokk fannst afgreiðslufólkinu ekki mikil ógn stafa af pálmatrénu og rak hinn frumlega ræningja öfugan út úr versluninni. sennilega mun hinn misheppnaði ræningi nota hefðbundnari vopn þegar hann gerir tilraun til ráns næst. Ef hann gerir aðra tilraun, því atvikið náðist á öryggismyndavél.uMsjón: KolbEinn ÞorstEinsson kolbeinn@dv.is Barði barnaníðing Austurrískur barnaníð- ingur hugsar sig sennilega tvisvar um áður en hann lætur til skarar skríða næst. Hann ákvað að leita fanga á meðal drengja sem voru á ferðalagi og gistu á farfuglaheimili. Níð- ingurinn fann fórnarlamb sitt, ellefu ára dreng sem var að koma af salerninu um miðja nótt. Það sem öfugugginn ekki vissi var að drengurinn var útlærður í karate og enduðu þreifingarnar með því að gutt- inn tók hann í bakaríið, eins og stundum er sagt, og mátti maðurinn þakka fyrir að kom- ast undan með því að skríða út um glugga. Samkvæmt frétt í dagblaðinu Austrian News hafði lögreglan hendur í hári barnaníðingsins áður en nótt- in var á enda. Réttlætið sigRaði að lokum Morðingi Crystal Surell gekk laus í þrettán ár eftir að hafa myrt hana í skóglendi í Suð- ur-Karólínu. En réttvísin hafði ekki gleymt Crystal og tíminn vann með réttlætinu. Bryan Lamb fékk lífstíðardóm fyrir morðið. Crystal Surell var ekki þekkt fyr- ir að komast í vandræði og þegar hún fékk áminningu fyrir að standa upp í skólarútunni áður en rútan var stöðvuð vildi hún ekki valda foreldr- um sínum vonbrigðum. Refsingin sem hin þrettán ára stúlka fékk vegna brotsins var eins dags bann í skóla- rútunni. Næsta dag afþakkaði hún boð föður síns um að skutla henni í skól- ann. Þetta var fagur nóvembermorg- unn árið 1990 og Crystal ákvað að rölta þennan tæpa kílómetra sem var í skólann, frá heimili hennar í Lad- son í Suður-Karólínu. Móðir Crystal kvaddi hana með áminningu um að taka til í herbergi hennar. En Crystal átti aldrei eftir að taka til í svefnher- bergi sínu því hún skilaði sér ekki í skólann þennan morgun. Crystal Surell mætti örlögum sín- um þennan dag og lík hennar fannst innan við sólarhring eftir að hennar var saknað. Hún fannst nakin neð- an mittis og hafði nærbuxunum ver- ið troðið ofan í kok hennar, skyrtan var rifin og brjóstahaldarinn opinn. Þrátt fyrir að hún hefði verið stungin nokkrum sinnum í hálsinn var dán- arorsökin köfnun. Vísbendingar í tjaldi skólafélaga Skammt frá þeim stað þar sem lík Crystal fannst var tjald í eigu Bry- ans Lamb, fjórtán ára skólafélaga hennar, sem átti heima í nágrenn- inu. Við rannsókn fann lögreglan armbandsúr Crystal í tjaldinu og litla blóðbletti, en blettirnir voru of mengaðir til að hægt væri að rann- saka þá nánar. Einnig kom í ljós að hnífstungur á hálsi Crystal samsvör- uðu hnífsblaði á hníf sem Bryan hafði „týnt“ skömmu fyrir morðið. Samsvörun við kattarhár í tjaldi Bry- ans hafði fundist á líki Crystal. Bryan hafði skrópað í skólanum þann dag sem Crystal var myrt, 7. nóvember, og hélt því fram að hann hefði sofnað uppi í tré, einnig fullyrti Bryan að hann hefði fundið úrið. En allt voru þetta óbeinar sannanir og til að flækja málið enn frekar hafði ver- ið teiknuð fimmarma stjarna og orð- in „hail satin“ skrifuð til hliðar við lík- ið. Misritun orðsins „satan“ (satin) vakti athygli lögreglunnar og var talin staðfesta að djöfladýrkendur hefðu ekki átt hlut að máli. ekki nægar sannanir Þrátt fyrir að flestir væru vissir um sekt Bryans Lamb voru sönnun- argögnin sem lágu fyrir ekki næg til að leggja fram ákæru á hendur Bry- an og þar sem ekkert nýtt kom í ljós gekk hann út í frelsið og rannsókn á morði Crystal kólnaði. Bryan Lamb komst í kast við lögin á næstu árum fyrir fíkniefnabrot og smáglæpi. Ekkert markvert gerðist næstu þrettán ár, en þá smullu saman nokk- ur atriði, nýr vitnisburður kom fram og árið 2003 var lögð fram morð- ákæra á hendur Bryan Lamb, sem þá var orðinn tuttugu og átta ára. Þrátt fyrir að hann hefði verið fjórtán ára þegar morðið var framið var réttað yfir honum sem fullorðnum. Einnig voru lagðar fram kærur á hendur Eric Castro, þrjátíu og eins árs, fyrir að hafa þagað yfir atriðum sem hefðu getað varpað ljósi á málið á sínum tíma. nýjar vísbendingar Serena Barbaris, vitni saksóknara, sagði að hún hefði heyrt til einhvers þegar hún hefði verið á göngu í skóg- inum daginn sem morðið var fram- ið og að Eric Castro hefði sagt henni mörgum árum síðar að hann hefði vitað það. Annað vitni, Barabara Boatright, vitnaði um að Castro hefði gefið í skyn einhverjum árum síðar að hann vissi hver hefði framið morðið. Og 1998 gerði skilorðsfulltrúi Lambs upptæk- an vasahnífinn sem hann hafði „glat- að“ skömmu áður en morðið var framið. Þegar rithandasérfræðingur var fenginn til að rannsaka rithönd Lambs kom í ljós að hann misritaði, sem fyrr orðið „satan“ og skrifaði „satin“. Til að kóróna nýju vísbendingarn- ar sögðu tveir uppljóstrarar úr fang- elsi einu að þeir hefðu heyrt Lamb og Castro ræða morðið sín á milli. Að lokum var svo komið að kvið- dómarar þurftu ekki fleiri vitnanna við og komust að þeirri niðurstöðu að Bryan Lamb væri sekur um morð- ið á Crystal Surell og að Castro hefði hindrað framgöngu réttlætisins. Bryan Lamb var dæmdur til lífs- tíðarfangelsis og það er kaldhæðnis- legt að hugsa til þess, að ef hann hefði verið dæmdur fyrir morðið þegar það var framið, er hann var fjórtán ára, hefði hann losnað út úr fangelsi þegar hann var tuttugu og eins árs og væri frjáls maður í dag. robert Burck höfðar mál gegn sælgætisframleiðanda: NakiNN kúreki misNotaður Nakti kúrekinn, Robert John Burck, hefur hlotið blessun dómstóls í New York til að halda áfram með málshöfðun gegn sælgætisfram- leiðandanum Mars, sem meðal annars fram- leiðir M&M. Burck höfðaði mál gegn Mars og auglýsingastofunni Chute Gerdeman í febrúar. Ástæða málshöfðunarinnar er að Mars notaði í auglýsingaherferð sinni persónu í líki M&M- súkkulaðikúlna, sem var íklædd kúrekastígvél- um, hvítum nærbuxum og með hvítan kúreka- hatt á höfði. Burck telur yfir allan vafa hafið að hann sé fyrirmynd fígúrunnar. Robert Burck fer fram á eitt hundrað milljón- ir bandaríkjadala í skaðabætur, en það samsvar- ar rúmlega einum milljarði króna, því Mars hafi misnotað persónu og ímynd hans án leyfis. „Ég hef eytt tíu árum í alls kyns veðri í að byggja upp nafngift mína, og ég hef uppfyllt öll skilyrði til að verða skrásett vörumerki,“ sagði Burck í viðtali við fréttastofu CNN. Götuferill Burcks hófs árið 1998 í kjölfar myndbirtinga í tímaritinu Playboy. En það var ekki fyrr en eftir að að fylgdi ráðum vinar síns um að koma fram á nærbuxum einum fata að stjarna hans fór að rísa. Robert Burck fór í áheyrnarpróf í fyrstu Am- erican Idol-keppninni, en hafði ekki erindi sem erfiði og komst ekki upp úr fyrstu umferð. Hann hefur komið fram í hinum ýmsu sjónvarpsþátt- um og á ýmsum skemmtunum víða í Bandaríkj- unum. Hann er fastur liður á Mardi Gras-hátíð- inni þar sem hann spígsporar um götur Franska hverfisins á nærbuxunum einum fata. má ekki heita Fuck Manni einum frá Nýju- Mexíkó hefur verið meinað að skipta um fornafn. Maðurinn heitir Variable (breytilegur), en vildi breyta nafninu í Fuck Censorship. Það þótti dómara í bænum Bernalillo í það gróf- asta og taldi að það gæti einnig mis- boðið fólki. Ekkert er því til fyr- irstöðu að Variable kalli sig Fuck, en hann fær ekki leyfi til að breyta því opinberlega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Variable vill breyta nafni sínu, því hann hét áður Snaphappy Fishsuit Mokiligon. Í ljósi þess er kannski ekki að undra að dómaranum hafi fundist nóg komið af slíku. Húfan kostaði höfuðið Sautján ára drengur varð höfðinu styttri í skemmtigarð- inum Six Flags í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Óhappið varð þegar hann hugðist ná í húfu sem hann hafði misst þegar hann hafði verið í ferð á Batman-rússi- bananum. Að sögn vitna klifraði drengurinn yfir tvær girðing- ar í tilraun til að endurheimta húfuna sína, en staðfesta hans varð dýrkeypt því hann varð fyrir rússibanavagni og lét lífið samstundis. Þetta er ekki fyrsta fórnar- lamb Batman-rússibanans. Árið 2002 lést starfsmaður skemmtigarðsins þegar hann varð fyrir fótum eins farþeg- ans. þoka í skóginum lík Crystal surell fannst í skógi nærri heimili hennar. Bryan Lamb Hlaut lífstíðardóm í stað sjö ára. Crystal Surell Enginn veiðimaður kom surell til bjargar, líkt og rauðhettu ævintýrisins.eric Castro Þagði yfir vitneskju sinni og saup af því seyðið. En Crystal átti aldrei eftir að taka til í svefnherbergi sínu því hún skilaði sér ekki í skólann þennan morgun. nakti kúrekinn skrásett vörumerki eftir tíu ára vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.