Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Síða 56
Með 33 atkvæðum gegn einu
voru drög að stórmerkilegri
skýrslu samþykkt hjá menning-
armálanefnd Evrópusambands-
ins á dögunum. Plagg sem inn-
an tíðar verður lagt fyrir þingið í
endanlegri mynd til samþykktar.
Það sem vekur sérstaka athygli
við skýrsluna er að þar er lagt
til að bloggarar sem búsettir eru
innan Evrópusambandsins þurfi
sérstakan gæðastimpil frá sam-
bandinu til að geta haldið áfram
úti bloggsíðum sínum.
Grasrót tjáningar
ESB ætlar þannig að ná hönd-
um utan um tjáningargrasrót
netsins, skipta bloggurum upp í
tvo hópa - æskilega og óæskilega,
skilgreining sem verður líklega
byggð á mati stjórnmálamanna,
lögfræðinga og annarra sérfræð-
inga sem kallaðir verða til um hin
ýmsu málefni. Sambandið virðist
samkvæmt skýrslunni hafa mikl-
ar áhyggjur af bloggurum þessa
dagana og þau neikvæðu áhrif
sem þeir geta haft á alla um-
ræðu í þjóðfélaginu þannig að
netheimar hreinlega mengist af
ósannindum og tilhæfulausum
vangaveltum illa gerðra einstakl-
inga eða félagasamtaka.
Einlægni og sannindi
Höfundur skýrslunnar, Evr-
ópuþingmaðurinn Marianne
Mikkon segir: „Mín tilfinning er
sú að almenningur treysti enn
á að það efni sem finna má á
bloggsíðum sé byggt á einlægni
og sannindum. Og þannig ætti
það að vera. Þess vegna þurfum
við gæðastimpil á bloggsíður, til
að upplýsa hver sé ástæðan á bak
við skrifin og hver sé raunveru-
legur höfundur efnisins.“
Það er nokkuð merkilegt að
þingmaðurinn talar hér um al-
menning og bloggara í sömu
hendingu líkt og um tvo ólíka
hópa sé að ræða. Sem segir okk-
ur að auðvitað vill skrifræðis-
bákn ESB vernda almenning fyrir
sjálfum sér eins og góðu foreldri
sæmir og passa upp á að eng-
ir óæskilegir sauðir jarmi innan
hjarðarinnar.
palli@dv.is
Eistneski Evrópuþingmaðurinn Marianne Mikko fékk drög að skýrslu sinni um
bloggsíður samþykkt með nær öllum atkvæðum hjá Menningarmálanefnd ESB.
Viagra er ein-
tóm Vandræði
Vírusvarnarfyrirtækið McAfee
setti á laggirnar áhugaverða
tilraun í apríl síðastliðnum. Um
50 sjálfboðaliðar víðs vegar að úr
heiminum voru fengnir meðal
annars til smella í þau fríu tilboð,
nýju vefsíður og önnur áhuga-
verð fyrirbæri sem kæmu í
pósthólfið þeirra um mánaðar-
skeið. Sjálfboðaliðarnir máttu
einnig viðhafa eigin aðferð og
sumir þeirra einbeittu sér að
stinningarlyfinu Viagra eða fríum
og fyndnum myndskeiðum.
Árangurinn lét ekki á sér standa,
þrátt fyrir klausur um að netfang
viðkomandi yrði ekki notað í
ólöglegum tilgangi eða selt
öðrum aðilum varð aukning á
ruslpósti þátttakendanna sem
nam mörgum þúsundum eftir
mánuðinn.
Samkvæmt uppgjörum hinna ýmsu aðila í
afþreyingariðnaðum í Bandaríkjum kemur berlega í
ljós að tölvuleikjaiðnaðurinn þar í landi sækir enn í
sig veðrið sem og um allan heim. Oft er því haldið
fram að tölvuleikjabransinn þéni meira en
kvikmyndabransinn en það er eins rangt og það er
rétt.
Tölvuleikjaiðnaðurinn þénaði tæplega 19 milljarða
bandaríkjadala árið 2007 en kvikmyndaiðnaðurinn
9,6 milljarða dala með miðasölu kvikmyndahús-
anna. Þá hljóðuðu sölutölur DVD-mynda upp á
tæplega 16 milljarða dala.
Á þessum tölum sést að einn og sér er tölvuleikja-
iðnaðurinn stærstur en séu lagðar saman sölutölur
bíómiða, DVD-mynda og síðan leigðra mynda sést
að kvikmyndaiðnaðurinn er enn mun stærri en
samanlagt þénaði hann 33 milljarða bandaríkjadala
árið 2007.
Eins og alltaf í svona málum reyna báðir aðilar að
túlka tölurnar sér í hag. Báðir aðilar hafa margt til
síns máls en kvikmyndaiðnaðurinn er ennþá stærri
og verður það sennilega næstu árin. Í það minnsta í
Bandaríkjunum. asgeir@dv.is
StærStur og ekki
FöSTUDagUr 4. júlÍ 200856 Helgarblað DV
Tækni
UmSjón: PÁll SVanSSOn palli@dv.is
NæriNGArErfðAfræði Á UpplEið
nýjar rannsóknir í erfðafræði hafa leitt í ljós lítil eða engin virkni ákveð-
ins ensíms í líkama sumra einstaklinga getur leitt til fæðingargalla og
hjartasjúkdóma barna þeirra en með réttum skammti af vítamínum og
steinefnum er hægt að koma í veg fyrir áhrifin. niðurstöðurnar eru enn
ein fjöður í hatt nýrrar fræðigreinar, svokallaðrar næringarerfðafræði sem
byggist á því að rannsaka hvernig erfðir og mataræði hafa áhrif á líf okkar.
Vísindamenn vonast til að með tíð og tíma verði hægt að greina betur
hvaða skammta af vítamínum og steinefnum hver einstaklingur þarfnist
þar sem hinn ráðlagði dagskammtur eigi ekki við nema hluta mannkyns.
CastleVania-
bardagaleikur
Castlevania Judgment sem er
væntanlegur á Nintendo Wii
verður með öllu óhefðbundnara
sniði en forverar hans. Um er að
ræða bardagaleik þar sem
spilendur munu kljást á stórum
leikvöngum. leikurinn mun
innihalda persónur úr allri 22 ára
sögu leiksins og að sjálfsögðu
verður notast við Wii-stýrikerfið
til þess að gefa þeim líf. Hægt
verður að leggja gildrur, gera hin
ýmsu brögð, beita fjölbreyttum
vopnum og fá skrímsli í lið með
sér.
Gæðastimpil
esbþarfábloGGarasoulCalibur
á XboX liVe
fyrsti Soulcalibur-leikurinn er nú
fáanlegur á Xbox liVE Arcade á
Xbox360. leikurinn, sem kom
upprunalega út árið 1999 á
SEGA-tölvuna Dreamcast er hæst
dæmdi bardagaleikur allra tíma.
ekki nóg með það heldur er
leikurinn í 8. sæti yfir best
dæmdu leiki allra tíma á
gamerankings.com. Grafík
leiksins er nú í HD og í styður
HDTV.
DVD Samanlagt er þó kvik-
myndaiðnaðurinn ennþá stærri.
MAriANNE Mikko góður
ásetningur stjórnmálamanna
getur hreinlega endað sem
martröð fyrir almenning.
leikjaiðnaðurinn stækkar
og stækkar af leikjatölvun-
um selst nintendo DS best.