Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 32
Þannig týnist tíminn V Veðrið var heldur leiðinlegt um páskana en það kom ekki á óvart. Orðið páskahret er inngróið í veðurbarðar sálir okkar og segir okkur að illviðrasamt geti verið á þessum árstíma, þótt páskar rokki talsvert á dagatalinu milli ára. Það sem fremur kemur á óvart er að hret geti staðið frá því í nóvember og fram á vor, eins og raunin hefur verið liðna mánuði – og eins langt og séð verður í veðurkortum fram undan. Deila má um það hvort vor sé komið á landinu bláa í byrjun apríl en sá mánuður telst þó formlega til vors. Enn ein storm- viðvörunin var í veðurfrétt í Mogga í vikubyrjun þar sem jafnframt var frá því greint að veðrið yrði einkar óyndislegt í vikunni og rifi sig upp með norðanroki og snjókomu um helgina. Það voru þessi ósköp sem minn betri helmingur þoldi ekki lengur þegar hún dreif bónda sinn með sér til Tenerife á dögunum. Þar ku vera gott veður árið um kring enda eyjarnar skammt undan Afr- íkuströndum. Við hugsuðum samt okkar gang fyrstu dagana því veðrið var ekki eins og lofað hafði verið. Það var að vísu gott á íslenskan mælikvarða, 17-19 stiga hiti, en hálf- eða alskýjað – og rigndi meira að segja svolítið í tvo daga. Fararstjóri hafði þó látið drýgindalega og sagt að ekki hefði komið deigur dropi úr lofti á þessum slóðum það sem af er ári. Úr þessu rættist þó, sem betur fer, sólin lét sjá sig og lék við okkur það sem eftir lifði frídaganna. Hitinn fór í 25-27 gráður og frúin náði að sólbaka sig í sundlaugargarðinum þótt ég héldi mig í skugga enda síður gerður til sólböðunar frá náttúrunnar hendi. Þess á milli fórum við í langa göngutúra um stræti og gylltar strendur. Vistin var dásamleg og veðrið, þegar það var orðið eins og það átti að sér, ólíkt því sem boðið hefur verið upp á hérlendis frá haustmán- uðum. Þó náðum við einum degi sem minnti okkur veðurfarslega á landið okkar í norðri. Þá sigldum við til La Gomera, næst minnstu sjö Kanaríeyja. La Gomera er fjallaeyja, um 22 ferkílómetrar að stærð en nær upp í 1487 metra hæð. Fjöllin laða að sér þokuloft af Atlantshafinu þótt sól- bakað sé niður við strönd. Loftslag og gróðurfar er því næsta einstakt þar sem skiptist á kaktustar og eyðimerkurgróður þar sem lítt rignir en gróskumikill og þéttur regnskógur ofar þar sem skýin þéttast af hafi, mynda þoku og færa með sér hina lífsnauðsynlegu vökvun og jafnvel úrhellisrigningu. Það var einmitt úrhelli sem heilsaði okkur – og of kunnuglegur vindbelgingur. Um veðrið þýðir ekki að fást, sagði þarlendur fararstjóri sem leiddi för okkar eftir snarbröttum fjallveginum. Þið eruð aðeins hér í dag. Annað er ekki í boði. Við tókum veðrinu möglunarlaust enda hafði okkur verið ráðlagt að klæða okkur vel áður en í siglinguna var lagt. Enginn er þó svikinn af heimsókn til La Gomera, hvernig sem viðrar. Náttúran er stórkostleg og gróðurfar einstakt. Því verður hins vegar ekki neitað að okkur hlýnaði talsvert þegar við komum til aftur til Tenerife þar sem sólin bakaði okkur er við röltum meðfram ströndinni heim á hótel. Þannig týnist tíminn, segir í nýlegu verðlaunalagi og ljóði Bjartmars Guð- laugssonar og þarna vorum engum háð, bárum enga ábyrgð nema á sjálfum okkur. Það eina sem við þurftum að passa okkur á var að mæta í morgunverð, en eins seint og við mögulega gátum. Við leyfðum okkur þann munað að fara að sofa þegar okkur sýndist og sofa síðan út. Vel útilátnum morgunmatnum vildi ég hins vegar ná, þótt seint væri, en hann var í boði til klukkan 10. Fyrstu dagana vorum við alltaf á síðustu metrunum en náðum samt. Þar gat ég úðað í mig beikoni og látið steikja fyrir mig egg eftir óskum, eða fá þau hrærð, auk annarra lystisemda sem í boði voru og skola niður með ávaxtasafa sem þjónn kreisti jafnharðan. Frúin var í aðeins meiri hollustu en laumaðist þó stöku sinnum í stökkar beikonsneiðar. Þegar á vistina leið kom að því að við urðum svo slök og tímalaus að við náðum hvorki í morgunverð, hádegisverð né annað slíkt sem fylgdi föstum tímasetn- ingum. Það kom ekki stórkostlega að sök enda var hótelið fínt og hægt að ganga að mat og drykk á sundlaugarbarnum og víðar hvenær sem var. Það væsti því ekki um okkur þrátt fyrir letina – og fríið var farið að hafa sín áhrif á langþreytta kroppa fyrst við vorum orðin algerlega tímalaus. Verra var samt þegar við fórum að missa af ýmsum viðburðum sem upp á var boðið á hótelinu að kvöldi til, ef við nenntum ekki út í bæjarlífið, hvort heldur voru söngvarar, grínarar eða flamengódansar- ar. Þegar við höfðum enn og aftur misst af slíku húllumhæi síðasta kvöldið settumst við á barinn og pöntuðum okkur drykki. Í rælni spurði ég þjóninn hvað klukkan væri. Hann svaraði því snöfurmannlega en hans klukka var þá komin klukkutíma lengra en mín. Kátir karlar og kerlingar á Tenerife höfðu greinilega tekið sig til og flýtt klukkunni – og það aldeilis án þess að láta okkur vita. Það var því að vonum að við værum yfir- leitt heldur á seinni skipunum. Við áttum bókað flug daginn eftir að þjónninn kom okkur aftur inn í tímatalið og náðum flug- vélinni. Ella hefðum við orðið stranda- glópar ytra, sem hefði svo sem verið allt í lagi, að minnsta kosti ef mið er tekið af veðrinu sem verið hefur hér heima síðan við komum – og framtíðarveðurspánni! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i WASHINGTON D.C. flug f rá 19.999 kr. BERLÍN flug f rá 13.999 kr. ALICANTE, BENIDORM flug f rá 18.999 kr. BOSTON flug f rá 19.999 kr. PARÍS flug f rá 12.999 kr. ÞÚ GETUR FLOGIÐ! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! apr í l - jún í 2015 maí 2015 apr í l - maí 2015 apr í l - maí 2015 apr í l - jún í 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * 32 viðhorf Helgin 10.-12. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.