Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 44
M eðal vara sem eru fáan-legar í vefversluninni eru sængurföt, leikföng,
barnaföt og handklæði. Vörurnar
eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu
hráefni og er skemmtilegri nútíma
hönnun blandað saman við klass-
íska hönnun. „Við erum sífellt að
fjölga vöruflokkum, en við val á
vörum höfum við alltaf umhverfið
og samfélagið í huga. Til að full-
vissa okkur og viðskiptavini okkar
um uppruna og innihald eru flestar
vörur Mena vottaðar samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum, til dæmis
GOTS, sem er aðþjóðlegur staðall
fyrir lífræna vefnaðarvöru,“ segir
Margrét, en umhverfismeðvitund
hennar hefur aukist jafnt og þétt á
síðastliðnum 20 árum. „Hjá okkur
snýst þetta fyrst og fremst um að
hafa val, að geta keypt vörur úr líf-
rænt ræktuðu hráefni sem eru unn-
ar án skaðlegra efna og í mannúð-
legu vinnuumhverfi.“ Þær Guðrún
kynntust fyrir þremur árum í Dan-
mörku í gegnum sambýlismenn
sína. Síðustu jól hittust þær svo aft-
ur í matarboði. „Það vildi til að við
vorum á svipuðum stað í lífinu og
gátum báðar hent okkur út í þetta af
fullum krafti,“ segir Margrét.
Margir góðir kostir við net-
verslun
Margrét og Guðrún
leitast við að bjóða
vörur sínar til
sölu á sambæri-
legu verði og
gerist erlendis.
„ Net ið ger i r
okkur betur
kleift að gera
það, þar sem
fastur kostnað-
ur við rekstur-
inn er lægri
en e l l a .
Auk
þess skynjum við að fólk vill frek-
ar nýta tíma sinn með fjölskyldu
eða fyrir áhugamálin. Netversl-
unarformið býður auk þess upp á
að margir smáir aðilar komi inn á
markaðinn sem skilar sér í auknu
vöruúrvali, eykur samkeppi og ger-
ir þar með markaðinn fjölbreyttari
og skemmtilegri,“ segir
Margrét. Hjá Mena
er viðskiptavinum
boðin heims -
ending þeim
að kostn-
aðarlausu
ef versl-
að fyrir
ákveðna
upphæð.
Úr stórfyrirtækjum í eigin
rekstur
Margrét og Guðrún eru báðar að feta
sig í þessu nýja umhverfi, en þær
störfuðu báðar í stórum fyrirtækj-
um. „Guðrún var í fjármáladeildinni
hjá IBM í Danmörku og ég starfaði
hjá Íslandsbanka í eignastýringu og
áhættustýringu,“ segir Margrét. Þær
ákváðu að breyta til þar sem áhuga-
svið þeirra beggja var farið að teygja
sig í aðra átt. „Þá er ekkert annað
að gera en að láta slag standa og
fylgja hjartanu og vorum við
báðar svo heppnar að vera í að-
stöðu til þess.“ Áhugasamir
geta kynnt sér vöruúrvalið á
www.mena.is, en Margrét og
Guðrún munu á næstunni auka
vöruúrvalið og halda áfram að
benda á kosti þess að velja
vörur sem unnar eru
í sátt og samlyndi
við samfélagið og
náttúruna.
Guðrún Marta Jóhannsdóttir
og Margrét Ólöf Ólafsdóttir
opnuðu nýverið netverslunina
Mena. Um er að ræða nú-
tímalega netverslun með
umhverfisvænar og hágæða
vörur fyrir börn, nýbakaðar
mæður og heimilið.
Ný netverslun
með áherslu á
umhverfisvænar
vörur
Margrét Ólöf Ólafsdóttir og
Guðrún Marta Jóhanns-
dóttir sögðu báðar upp
störfum sínum hjá stórum
fyrirtækjum og hafa nú
opnað netverslunina
mena.is, sem selur um-
hverfisvænar vörur fyrir
börn, nýbakaðar mæður og
heimilið. Mynd/Hari
44 heimili og hönnun Helgin 10.-12. apríl 2015
Gaman Ferðir fljúga með WOW air
Frá::
hjá Gaman Ferðum!
Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn
yngri en 7 ára.* Bókunartímabil frá 1. júní
2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting
í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska
báðar leiðir.
Tenerife
Las Palmeras ****
99.900 kr.
*Verð á mann frá 119.600 kr. miðað við 2 fullorðna.
Sumarið
er komið
í sölu
Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
yngri en 7 ára.* Bókunartímabil frá 1. júní
2015. Innifalið er flug með sköttum, gisting
í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska
báðar leiðir.
Tenerife
Costa Adeje Palace ****
*Verð á mann frá 126.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
103.900 kr.Frá:
Frá:
Frá:
Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
yngri en 12 ára.* Bókunartímabil frá
1. júní 2015. Innifalið er flug með sköttum,
gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg
taska báðar leiðir.
Alicante
Albir Playa hotel ****
95.900 kr.
*Verð á mann frá 115.900 kr. miðað við 2 fullorðna.
www.gaman.is / gaman@gaman.is